blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaðÍA Þjónusta við aldraða er ekki vel skipulögð Viðhorfið skiptir öllu máli þegar aldraður sjúklingur er í endurhæfingu samkvæmt Helgu Hansdóttur, yfirlækni almennra öldrunarlækningadeilda á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Eins talar hún um að það sé margt jákvætt í þjónustu við aldraðra en það séu líka alvarleg vandamál sem hamla því að góðu þættirnir fái að njóta sín. „Þjónusta við aldraða á ís- landi er ónóg og ekki vel skipulögð. Það er til mikið af vel menntuðu og góðu starfsfólki á deildum með mik- inn metnað og góðan vilja. Það er margt gott um þjónustuna að segja og það er margt sem er betra hér en annars staðar. En oft er það ekki nægilegt til að ná fram þeim árangri sem við þurfum. Það eru líka alvar- leg vandamál sem hamla því að þess- ir góðu þættir nái að njóta sín eins og þeir gætu gert. Þar má til dæmis minnast á skort á heimahjúkrun, fé- lagsþjónustu, góðu aðgengi að sjúkra- húsplássum fyrir minna veikt fólk og betra aðgengi að endurhæfingu.“ Geta ekki nýtt úrræði f máli sínu leggur Helga áherslu á að aðgengi að þjónustu og skipu- lagning þjónustunnar megi vera betri. „Ég held að það kosti engin ósköp að gera þjónustuna á íslandi frábæra en það kostar svolítið meira en við erum að leggja í hana núna. Þar eru skipulagsatriðin mikilvæg en þó ekki eingöngu, því það þarf líka að auka ódýrustu þjónustuna heilmikið. Ef ódýrasta þjónustan er aukin þá er kannski ekki eins mikil krafa um dýrustu þjónustuna. Þar held ég að stjórnvöld hafi ruglast svolítið í ríminu þar sem það er líka verið að spara í ódýrustu úrræðun- um sem gerir það að verkum að fólk biður um meira vegna þess að það getur ekki nýtt sér úrræðin,“ segir Helga og bætir við að hún haldi að það sé ágætt að eldast. „Það er hægt að gera meira og hjálpa fólki meir en það gerir sér grein fyrir. Margir gera sér ekkí grein fyrir hve mikið fólk getur náð sér eftir bráð veikindi og náð upp fyrri færni.“ Hræðsla við ellina Þegar Helga er innt eftir því hvort hún eigi góð ráð handa þeim sem eru að eldast segir hún að hreyfing og jákvæð hugsun skipti máli. „í end- urhæfingunni getur maður virkilega sagt að höfuðið dansi eftir limunum, viðhorf er allt. Að vera líkamlega fatlaður getur verið lítill þröskuldur ef fólk hefur andlega getu. En það er svo sem margt sem getur gert það að verkum að andleg geta er ekki til staðar, eins og heilabilun, kvíði, greindarskerðing, heyrnarleysi og svo framvegis." Helga segist verða vör við hræðslu við það að eldast í starfi sínu en segir að það sé þó mjög einstaklingsbundið. „Það er náttúr- lega sagt um ellina að hún sé það sem allir vilja ná en enginn vill vera í. Það er heilmikil hræðsla í gangi en það er engin spurning að fyrir suma eru þetta góð ár. Fyrir sumt aldrað fólk hentar það mjög vel að vera lengi heima og það fær ekki þá þjón- ustu sem það gæti fengið og ber því ekki það traust til kerfisins að það muni hjálpa því. Þess vegna held ég að það fólk leiti meira inn á hjúkr- unarheimilin en það þyrfti að gera. Ákveðnir einstaklingar vilja fara á hjúkrunarheimili eða elliheimili fljótt og báðir þessir valkostir ættu að vera til staðar.“ Góð ár Sagt er að ellin sé það IJVS. sem allir vilja ná en enginn vill vera * Helga Hansdóttir yfirlæknir viöur- kennir að margir hræðist ellina en fyrir suma eru þetta góð ár. Viöhorfið er allt Helga Hansdótt- ir: „I endurhæfingunni getur mað- ur virkilega sagt að höfuðið dansi eftir limunum, viðhorf er allt.“ ; \i Gulur Gulur getur hresst upp á titveruna og gefið styrk til að takast á við daginn. Gulur fyllir okkur af orku Að taka tennur Það er oft sagt að ungabörn geti fengið hita og niðurgang þegar þau taka tennur. Foreldrar kenna tönnunum því oft um þegar börn eru veikluleg og líður illa. Þetta er alrangt og er ein af mörgum goð- sögnum í læknisfræðinni. Ef börn fá hita eða niðurgang þegar þau taka tennur er það hrein tilviljun, ekkert annað. Á þessum aldri eru börn mjög fjörug og eiga það til að setja allt sem þau finna I munn eða nasir. Þetta getur ýtt undir flensu og kvef. Hins vegar geta börn orðið pirruð þegar þau taka tennur og eins klæjar þau mikið. Tilviljun Pað er goð- sögn að börn geti fengið hita þegar þau taka tennur. Efþau fá hita þá er það bara tilviljun. eilsa heilsa@bladid.net Frosió og bragðgott Þeir sem huga að bættri heilsu og borða mikið af ávöxtum og græn- meti geta fengið ieiða á því. Það er því tilvalið að hressa upp á úrvalið með því að frysta banana og vinber. Það er ótrúlega frískandi og gott. íldasf Það er ekkert vafamál að litir geta haft töluverð áhrif á líðan okkar og skap. Margir kjósa að mála herbergi í ákveðnum lit, allt eftir því hvort um sé að ræða svefnher- bergi eða stofu. Að sama skapi velja flestir sér föt og lit á fötum eftir því í hvaða skapi viðkomandi er. Ótrúlegt en satt, þá virkar þetta. Hví ekki að prófa þessa lita- fræði með gulum lit. Gulur með sitt jákvæða viðhorf og sólarlegt útlit hlýjar okkur og fyllir okkur af orku. Hann ætti því að gefa okkur öllum styrk til að takast á við daginn og gera allt sem okkur lystir. Prófaðu að klæðast einhverju gulu eða drekka jafnvel tebolla með skærgulri sítrónu- sneið í. Eins væri hægt að setja skærgulan hlut á stað þar sem þú sérð hann oft. Það er aldrei að vita nema þetta virki og dagurinn verði orku- ríkur og gefandi. Fólk á fimmtugsaldri Aukakíló auka líkurnar á dauða Það að vera einungis nokkrum kílóum of þungur við fimmtugs- aldur getur aukið líkurnar á ótíma- bærum dauða, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eiga við offitu að stríða, eru 15 kg eða meira yfir kjörþyngd, eiga frekar á hættu að deyja fyrir aldur fram. Þetta er því í fyrsta sinn sem leiddar eru líkur að því að örfá aukakíló geti valdið dauða. Vísindamenn hafa löngum rökrætt hvort öll yfirþyngd, hvort sem það er 1 kíló eða 14 kíló, geti valdið ótímabæru dauðsfalli. 100-200% Ifklegri til að deyja Til að rannsaka þetta skoðuðu vís- indamenn við Alþjóðlegu krabba- meinsstofnunina í Bandaríkjunum iífsstílsvenjur rúmlega 527 þúsund kvenna og karla á aldrinum 50-71 ára. Þátttakendur fylltu út kannan- ir þar sem meðal annars kom fram þyngd og hæð þeirra. Rannsakend- ur skoðuðu einnig dánarskýrslur þátttakenda á tíu ára tímabili. í ljós kom að það voru 20-40% meiri lík- ur á að þeir sem voru of þungir við 50 ára aldur myndu deyja snemma. Þeir sem voru 15 kílóum eða meira of þungir voru 100-200% líklegri til að deyja ótímabærum dauðdaga. Sterk tengsl Samkvæmt Micheal F. Leitsmann, einum rannsakendanna, eru jafn- vel örfá aukakíló talin tengjast auk- inni hættu á að deyja of snemma. Það fundust sterk tengsl á milli of- fitu og ótímabærs dauða hjá bæði körlum og konum af öllum kynþátt- um og á öllum aldri. Sérfræðingar segja rannsóknina vera sannfær- andi og sýna á augljósan hátt að það er óhollt að vera of feitur og hættan á dauða eykst verulega hjá of feitu fólki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.