blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaöiö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ætlarðu að biðja um FÍB aðstoð? /Jújúf cg ætla að biðja ttm hatta og hún bregst vonattdi vel við. Það verður reyndar eintal sálarinnar/ Stefáu Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsiits Stefán lauk áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna í gær og ætlaði að halda áfram norður þar til tankur bílsins kláraðist alveg. ^^Smáborgarinn EYMD OG VOLÆÐI Á SÍÐKVÖLDI Um síðustu helgi hugðist Smáborgarinn slá upp matarboði að heimili sínu í miðborg Reykjavíkur. Boð þetta hafði valdið honum nokkrum heilabrotum í vikunni og dágóður tími hafði farið i að setja saman matseðil- inn og þá drykki sem bera skyldi fram með hverjum rétti. Á stofuborðinu lá fjall af Gestgjafablöðum og orð Þorra Hringssonar urðu skyndilega að lögum í látlausa eldhús- inu. Allur laugardagurinn fór í undirbúning. Kristallinn var pússaður og silfrið hennar ömmu tekið fram. Diskamottur voru valdar af kostgæfni, forrétturinn lagaðurog kældur auk þess sem drasl heimilisins var vandlega falið inni í skápum og kytrum til þess að gest- ir gætu nú um frjálst höfuð strokið í helstu Það læddist þó einhver illur grunur að Smáborg- aranum, þessi óþægilega tilhugsun um að eitthvað hafi gleymst, að hið mik- ilvæga hafi lent á milli þilja rýmum íbúðarinnar. Gestirnir voru þrjú ís- lensk skáld ásamt mökum sínum. Skáld þessi kunna þá list að njóta alls þess sem hið Ijúfa líf hefur upp á að bjóða, hvort sem um er að ræða mat, drykk ellegar ómótstæðileg orð. Kvöldið rann upp í öllu sínu veldi. Skáldin mættu með hatt og hálsklút í fylgd fagurra kvenna. Allt var tilbúið. Tíramísúið komið I Iskápinn og kertin loguðu. Það læddist þó einhver illur grunur að Smáborgaranum, þessi óþægilega tilhugsun um að eitthvað hafi gleymst, að hið mikilvæga hafi lent á milli þilja. Svo kom áfallið og Smáborgarinn áttaði sig. Hann hafði gleymt að standa í biðröð f Afengisverslun ríkisins. Klukkan var orðin sjö á laugardagskvöldi og borin von að biðja einhvern ríkisstarfsmann um að opna búlluna. Smáborgarinn fékk vægt taugaáfall. Eina áfengið sem fannst á heimilinu var dökkt Havana Club sem gripið hafði verið með í Fríhöfninni í síðustu utanlandsferð. Rauð- vín var hvergi að finna og stofan var full af þyrstum skáldum. Smáborgarinn óskar þess að léttvín og bjór muni einhvern daginn fást í matvöruverslunum hér á landi. Að litið verði á þær veigar sömu augum og franska osta og ítalska hráskinku og hægt verði að kaupa þetta í einni og sömu ferðinni til að sefa hungrið og organdi þorstann. Nýr kafli í andspyrnusögu íslands. Sigurður Harðarson eða Siggi pönk eins og hann er oft nefndur er flestum að góðu kunnur fyrir frum- lega hugsun sína og mikið starf í þágu hinna ýmsu málefna. Hann hef- ur meðal annars staðið á bak við öfl- uga bókaútgáfu. Nú á dögunum leit dagsins ljós ný bók frá Sigga en hún ber titilinn Dansað á ösku daganna - bók um byltingu hins daglega lífs. „f grunninn er þessi bók þýðing á bókinni Days of War, Nights of Love. Þetta er íslensk útgáfa af því verki. Ég breytti textanum töluvert, bætti við og sleppti úr. Ég lagði áherslu á að laga textann að íslensku samfélagi og taka dæmi úr okkar eigin sögu sem við öll þekkjum. Rauði þráður- inn í bókinni er sú spurning hvort sá lífsmáti sem þjóðin kýs sér í dag sé sá eini rétti. Við verðum að vera op- in fyrir nýjum leiðum og öðru skipu- lagi. Það er út í hött að svo fáir hafi svo mikil völd yfir fjöldanum." íslendingar hafa í gegnum árin ekki verið duglegir við að rísa upp á afturfæturna og mótmæla þegar þeim finnst þeir vera misrétti beitt- ir líkt og margar aðrar Evrópuþjóðir sem láta sig ekki muna um að kasta eggnum og hlaða götuvígi þegar svo ber undir. Siggi segir þetta að hluta eiga sér sögulegar skýringar. „Fyrir tveimur kynslóðum voru ís- lendingar annað hvort bændur eða fiskimenn nema hvorttveggja væri. Ég held að við þjáumst svolítið af því sama og henti Ínúíta, okkar var kastað á ofsahraða inn í vestræna menningu og erum því kannski enn í svolítið lausu lofti. Bókin hvetur fólk til að spyrna við fótum og hugsa sinn gang. Við eigum að brjóta upp hversdaginn og gera okkar besta til þess að njóta þessa stutta lífs. Ég held að bókin komi út á mjög góðum tímapunkti, ég finn fyrir vaxandi reiði meðal almenn- ings og það er ákveðin vaking að eiga sér stað. Mál eins og Íraksstríð- ið, stjóriðjustefna stjórnvalda og fleira hefur fengið fólk til að hugsa. Ég held að nýr kafli í andspyrnu- sögu íslands sé að hefjast." SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 6 5 9 1 8 4 2 3 7 7 8 2 9 5 3 6 4 1 3 1 4 6 7 2 5 8 9 8 3 6 2 1 7 9 5 4 4 9 5 3 6 8 7 1 2 1 2 7 4 9 5 3 6 8 2 7 1 5 4 6 8 9 3 9 6 8 7 3 1 4 2 5 5 4 3 8 2 9 1 7 6 6 5 9 1 8 4 2 3 7 7 8 2 9 5 3 6 4 1 3 1 4 6 7 2 5 8 9 8 3 6 2 1 7 9 5 4 4 9 5 3 6 8 7 1 2 1 2 7 4 9 5 3 6 8 2 7 1 5 4 6 8 9 3 9 6 8 7 3 1 4 2 5 5 4 3 8 2 9 1 7 6 eftir Jim Unger Þú glatar ekki dóttur. Við ætlum að búa hérna. HEYRST HEFUR. Hræringar á íslenskum fjölmiðlamarkaði eru ekki einungis vegna vandræða Dagsbrúnar, heldur er einnig nokkur skjálfti í kringum Morgunblaðið í hinum nýju höfuðstöðvum þess á sprungu- svæðinu í Hádegismóum. Löng leit Árvakurs að nýjum fram- kvæmdastjóra í stað Hallgríms Geirssonar hefur loks borið árangur og varð Einar Sigurðs- son, sem áður var hjá Flugleiðum, fyrir valinu. Hann kemur frá IMG, þar sem hann leiddi ein| mitt mikla vinnu við rekstrarúttekt á Morgun- blaðinu. Er því fullvíst að hann kemur ekki grænn inn í fyrir- tækið og sjálfsagt með óvenju mótaðar hugmyndir um það hvar þurfi mest að sópa... Ekki er það þó hið eina, sem er að frétta af þeim vígstöðvum því talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á Morgunblaðinu á næstunni og mun þess fyrst sjá stað á morgun. Tiltölulega skamm- ur aðdragandi mun vera að þeim og auk nokkurra helstu stjórnenda blaðsins sá Árni Jörgensen, fulltrúi ritstjóra og útlitspáfi Morgunblaðsins, að mestu um þær. Eiginlegar út- litsbreytingar munu á hinn bóginn ekki vera mjög róttækar og mun Árni hafa gætt þess að íhalds- sömum lesendum blaðsins bregði ekki of mikið við. Fréttirnar munu eftir sem áður bera ytra byrðið uppi, en stefnt er að því að á hverjum degi verði eins konar þema- blað hið innra. Sunnudagsblað- ið verður svo tekið til mikillar endurskoðunar og mun léttara yfirbragð einkenna það en áður, með fleiri, skemmri og skarpari greinum og efni... Ritstjórinn Styrmir Gunn- arsson er sagður ánægður með breytingarnar og fullviss um að þær muni styrkja sókn blaðsins eftir nokkuð langa vörn gagnvart Fréttablaðinu. En við slíkar sviptingar liggja alltaf einhverjir eftir í valnum. Tímarit Morgun- blaðsins, sem komið hefur út á sunnudög- um, og matarblaðið M verða bæði slegin1 af, en Lesbókin fær víst að lifa áfram. En jafnvel hana á að poppa upp í von um að hún geti höfðað til einhvers undir fertugu og fleiri en íoo undir sextugu... Einhverjar starfsmannabreyt- ingar munu framundan á Morgunblaðinu, en í úttekt IMG var boðað að millistjórn- endum yrði að fækka. Aukin sjálfvirkni og breytt- ir vinnsluhættir eiga svo að fækka mann- skapnum á gólfinu líka þegar líður á veturinn. En svo bætast nýir og gamlir í skörðin. Þannig mun Ásgeir Sverrisson, fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, vera á leiðinni inn á Morgun- blað á nýjan leik... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.