blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 35
Elís Pétursson verslunarstjóri Ánægður með nýju búðina. Tónleikaröð endar Nú er hið eiginlega sumar á enda runnið eða þar um bil. Tónleikaröð The Reykjavík Grapevine og Smekkleysu hefur fengið að dafna og þroskast á hinum ört vaxandi tónleikastað Café Amsterdam og núna síðast í nýjum húsakynnum Gallerís Humar eða frægð. Tónleikaröðin hefur staðið yfir á fimmtudögum í allt sumar. Nú í kvöld munu stíga á stokk hljómsveitirnar Pants Yell, Mr. Silla & Mongoose og The Juliet Kilo. Dagskráin hefst kl. 21 á Café Amsterdam og er 500 króna aðgangseyrir. Dansinn dunar á Sirkus Barinn Sirkus, sem lúrir í lág- reistu, bláleitu húsi við Klapp- arstíg, er mörgum kær. Fyrir dansþyrsta borgarbúa er tilvalið að leggja leið sína þangað í kvöld en DJ Thor úr hljómsveit- inni Cocktail Vomit mun trylla þar lýðinn með Italo Disco og elektro house. Búast má við að sjá vel vaxna pilta með yfirvara- skegg og stúlkur í rauðum sokka- buxum taka sporið. Fjörið mun hefjast um kl. 21 og dansinn mun duna fram til kl 1. Mynd/Mdá Verslun Smekkleysu flytur Ekki lengur flúorbirta og logn Utgáfufyrirtækið Smekk- leysa hefur verið áber- andi í íslenskum tón- listarbransa svo lengi sem elstu menn muna. Þeir hafa á sínum snærum margar efnilegustu hljómsveitir landsins og má sem dæmi nefna hina kröft- ugu krakka í Mammút. í kvöld mun Smekkleysa opna verslun að Klapparstíg 25 þar sem fatabúðin Spútnik var áður til húsa. Verslun Smekkleysu hefur fram að þessu lúrt í kjallara Kjörgarðs við Laugaveg, trú og trygg en látið fremur lítið fyrir sér fara. Með flutningunum á þennan frábæra stað má reikna með að gest- um búðarinnar fjölgi til muna og við- skiptin muni rjúka upp úr öllu valdi. Elís Pétursson ræður lögum og lof- um innan virkisveggja Smekkleysu- verslunarinnar. „Við höfum staðið í flutningum undanfarna daga og er að mörgu að hyggja í því sambandi. Við höfum þurft að dy tta að ýmsu og m.a. setið sveittir við að mála gólfið og gera rýmið sem vistlegast. Pláss- ið er aðeins minna á nýja staðnum en mun huggulegra og aðgengilegra í alla staði. Það er líka gaman að koma upp á yfirborðið. I kjallaran- um í Kjörgarði var alltaf flúorbirta og logn hvernig sem viðraði," segir Elli kampakátur með nýju staðsetn- inguna í hjarta miðborgarinnar. Smekkleysa mun vera í góðum félagsskap mikilla andans manna á Klapparstíg en fatabúðin Elvis og ljóðabókaverslun Nýhils munu flytja með og stunda sín viðskipti í sama rými. Nýhil hefur um nokk- urt skeið dvalið með ljóðabókaversl- un sína í kjallara Kjörgarðs. „Þetta fyrirkomulag er mjög hentugt og það eykur á stemninguna að hafa skemmtilegt fólk á staðnum. Við vorum að kúldrast einir í okkar horni og Krummi einn að selja föt í sinni búð þannig að okkur fannst til- valið að slá saman í glæsilega verslun. Samstarfið við Nýhil hefur gengið prýðilega í kjallaranum og þeir koma með okkur líka,“ segir Elli. Verslun- in verður opnuð í kvöld kl. 19 og má búast við miklu húllumhæi ef þekkja má piltana í Smekkleysu rétt. „Það verður heilmikið um að vera hjá okk- ur af þessu tilefni og við hlökkum til að opna formlega áþessum nýja stað. Við verðum með hressan plötusnúð og bjóðum gestum upp á léttar veit- ingar. Svo munu Mr. Silla og Mongo- ose skemmta gestum fram til kl. 22.“ segir Elli verslunarstjóri að lokum. blaöið FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 Forseti deyr Þennan dag, árið 1954, framdi Getúiio Dornelles Vargas, forseti Brasilíu, sjálfsmorð. Hann gegndi embætti forseta lands- ins 1930-1945 og svo aftur frá 1950 til dauðadags. Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun! Mikið úrval af skólafatnaði Jakkaföt frá 7.990 Shine gallabuxur allar á 5.900 Stakir jakkar frá 4.900 Peysur frá 2.990 Stuttermaskyrtur frá 1.990 Gallabuxur frá 890 - ódýrari en í Rúmfatalagernum! Firði Hafnarfirði | Sími 565 0073 Opið til kl. 19 á föstudag og kl. 17 á laugardag Herra Miarförður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.