blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 14
14 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaöiö Lögreglan: Tíð innbrot en ekki faraldur Nokkuð hefur verið um inn- brot i Vesturbæ Reykjavíkur á síðustu vikum og dæmi um að þjófur hafi brotist inn í hús um hábjartan dag á meðan húsráð- endur voru heima. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, bendir þó ekkert til þess að um innbrotsfaraldur sé að ræða. „Innbrotum hefur ekki fjölgað í Vesturbænum. Þegar þjófar fara af stað þá fara þeir oft inn í nokkur hús á Iitlu svæði. Menn fá því oft á til- finninguna að innbrotsfaraldur sé í gangi.“ Leiðrétting Sigurvegarinn i Hlaupi skrif- stofumannsins á Menningarnótt var rangnefndur í frétt Blaðsins í gær. Hann heitir Matthew Schexnyder. Lögregla beitti táragasi og háþrýsti- dælum til þess að dreifa mótmæl- endum í höfuðborg Indlands, Nýju- Delí, í fyrradag. Mannfjöldin var að mótmæla fyrir- hugaðri löggjöf sem mun fjölga tæki- færum nemenda úr lægri stéttum til þess að komast að í háskólum lands- ins. Samkvæmt löggjöfinni mun fjöldi háskólanema úr lægri stéttum aukast úr 22,5 prósentum i 49,5 pró- sent. Verði lögin samþykkt munu þau ná til allra háskóla sem frumvarpið fyrir þingið. þiggja fjármagn frá ind- SRSl Mótmælendurnir segja að versíca ríkinu. Tæplega átta- (&) frumvarpið dragi úr mögu- tíu prósent af íbúum Ind- ví' leikum góðra námsmanna lands telst til lægri stétta til þess að fá háskólavist. Þeir og þrátt fyrir að réttarstaða ' hafa hótað að standa fyrir alls- þeirra hafi verið bætt að nafn- herjarverkfalli í landinu á næstu inu til búa margir þeirra við félags- dögum taki þingið málið til með- legt misrétti. ferðar en búist er við að það gerist í Mannfjöldinn safnaðist saman vikunni. í miðborg Nýju-Delí eftir að ríkis- Mótmæli brutust einnig út i land- stjórn landsins samþykkti að leggja inuþegarhugmyndirumfrumvarpið var fyrst kastað fram fyrir fjórum mánuðum. Snemma á tíunda áratug síðustu aldar brutust út sambærileg mótmæli þegar ákveðið var að eyrna- merkja hinum lægri stéttum ákveðið hlutfall starfa í hinum opinbera geira. Hið rígbundna stéttarkerfi Indlands á sér langa sögu og djúpar rætur í menningu hindúa. Fjöldi stétta er í kerfinu og efst í pýramídanum eru svokallaðir brahmanar og neðstir eru hinir útskúfuðu dalítar. Sumarferð /^-^Samfylkingarinnar augardaginn 2. september Fjölbreytt skemmtiferð fyrir alla fjölskylduna um Reykjanes. Heimsóknir í Garðskagavita, Duushús í Reykjanesbæ, Svartsengi og Bláa lónið. Ferðin endar á grillveislu í Höfðaskógi við Hafnarfjörð. Miðasala er hafin á skrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1. Tekið á móti pöntunum í sfma 414 2200 eða samfylking@samfylking.is fram til 25. ágúst. Allar nánari upplýsingar á vef Samfylkingarinnar: www.samfylkingin.is Allir með! #! Samfylkingin Bandarikin: Almenningsálitið á móti Bush Samkvæmtnýrriskoðanakönnun telur meirihluti Bandaríkjamanna að innrásin í írak hafi ekkert haft með hið svokallaða „stríð gegn alþjóðlegum hryðjuverkahópum” að gera eins og George Bush, for- seti, hefur þráfaldlega lýst yfir. I könnuninni, sem var gerð fyrir dagblaðið New York Times og sjón- varpsstöðina CBS, kemur fram að 51 prósent Bandaríkjamanna telur að engin tengsl séu á milli innrás- arinnar í írak og baráttunnar gegn hryðjuverkum. I könnuninni kemur fram að 53 prósent Bandaríkjamanna telja að stjórnvöld hafi gert mistök með því að ráðast inn í Irak, en í sambærilegri könnun frá síðasta mánuði voru 48 prósent á þeirri skoðun. Einnig kemur fram að 62 prósent aðspurðra telja að tilraunir Bandaríkjamanna til þess að koma böndum á ástandið í frak gangi illa og 65 prósent lýstu yfir vonbrigðum sínum með hvernig forsetinn hefur staðið sig í málinu. Þrátt fyrir að könnunin bendi til þess að almenningur sé andvígur stefnu repúblikana 1 utanrlkis- málum breyttist stuðningur við George Bush ekki á milli mánaða. Um 36 prósent eru ánægð með störf forsetans. Aðeins 29 prósent aðspurðra töldu að innanríkismál Bandaríkjanna væru á réttri leið en 67 prósent telja stjórnvöld á rangri braut. Um 55 prósent telja að George Bush hafi staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkaógninni á meðan óánægja með forsetann í öðrum málaflokkum, eins og í efnahags- málum og utanríkismálum, er í kringum 60 prósent. Þrátt fyrir að Bush með búðing George Bush bregst við andstreyminu meö því að gæða sér á búðingi vopnahlé hafi komist á í Líbanon telja 70 prósent Bandaríkjamanna að viðvarandi friður muni aldrei ríkja á milli fsraelsmanna og Ar- aba. Samkvæmt könnuninni telur meirihluti Bandaríkjamanna, eða um 56 prósent, að Bandaríkjamenn eigi ekki að beita sér fyrir friðarum- leitunum í Miðausturlöndum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.