blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaðiö vísindi w Ekkert geimferöalag Ekkert verður af þvi að Japaninn Daisuke Enomoto fari út í geiminn sem ferðalangur með rússnesku geimferðastofnuninni. Hann var búinn að greiða fyrir farið en stóðst ekki læknisskoðun. visindi@bladid.net n Serx Vildi ekki orðuna Perelman hef- ur orð á sér fyrir að vera sérvitur og lítið fyrir að trana sér fram. Hafnaði heiðrinum Fieldsorðan sem Jóhannes Karl Spánarkonungur veitir ár hvert er einhver eftirsóttasta viöur- kenning sem stærðfræðingum getur hlotnast. Þetta breytti því þó ekki að Rússinn Grigory Perelman neitaði að taka við við- urkenningunni á dögunum. Perelman átti að fá orðuna fyrir að leysa Poincare-tilgátuna sem hefur vafist fyrir stærðfræð- ingum í meira en hundrað ár. Sérfræðingar sem hafa kannað verk Perelmans og leitað að villum í útreikningum hafa enn ekkert fundið sem gæti koll- varpað vinnu Perelmans. Vinna Perelmans við Poincare- tilgátuna þótti það merkileg að veita átti honum Fieldsorðuna, sjötugasta árið sem hún er veitt. Perelman hafnaði henni hins vegar. Ósóngatið hætt að stækka Bandarískir vísindamenn segja að gatið í ósonlaginu yfir norð- urskautinu sé hætt að stækka. Vísindamennirnir, sem starfa við Bandarísku haf- og loftslags- stofnunina NOAA, greindu frá þessu á ráðstefnu um 20 ára rannsóknir á norðurskautinu. Vísindamennirnir segja þetta mikinn áfanga en taka þó fram að ekkert hafi enn komið fram sem gefi til kynna að gatið í ósonlaginu fari minnkandi. Peir segja að það gerist í fyrsta lagi um miðja næstu öld. Sækja í styrkina Það var fullt út úr dyrum á fyrra af tveimur námskeiðum Rannís um umsóknir í Rannsóknasjóð. Markmiðið með námskeiðinu er að leiðbeina þeim sem starfa að rannsóknum um hvernig sé best að sækja um styrkveitingar úr sjóðnum. Þar er þó ekki látið staðar numið því einnig verður fyrirlestur um rekstur námskeið- anna. 40 manns gátu skráð sig á hvort námskeið um sig og fyrra nám- skeiðið varð uppbókað skömmu eftir að það var fyrst auglýst. Seinna námskeiðið er svo haldið í dag og má búast við góðri aðsókn. Þó menn hafi í fyrstu ætlað að takmarka fjölda þátttakenda við 40 er búið að taka við um fimmtíu skráningum og möguleiki á að bæta fleirum við. Geimfari ljóstrar upp um leyndarmál r Mynd: NASA/John Fmssanito and Associates Með Oríon til tunglsins Órfon Svona er gert ráð fyrir að geimfariðkomi fyrir sjónir þegar það svífur niður að yfirborði tunglsins ■- ' Geimfarið sem flytur menn aftur til tunglsins kemur til með að heita Óríon. Þetta staðfestu stjórnendur Bandarísku geimferðastofnunarinn- ar, NASA, í gær. Þeir ætluðu reyndar ekki að segja nokkrum manni frá þessu fyrr en um næstu mánaðamót en leyndarmálið spurðist út í fyrra- dag þegar geimfari í Alþjóðlegu geimstöðinni missti þetta út úr sér í tölvupósti sem var sendur út fyrir stofnunina fyrir mistök. „Eitt af því sem við hjá NASA höf- um gert er að kalla tækin okkar tæknilegum nöfnum og skammstöf- unum. Þetta leyfir okkur að nota auðkenni,” sagði Skip Hatfield, yfir- maður Óríonsverkefnisins. Nafnið byrjaði að spyrjast út í síðasta mánuði en þar til í gær neit- uðu stjórnendur NASA að staðfesta það. Eftir að Jeff Williams geimfari setti þetta í skilaboð til starfsmanna stofnunarinnar sem nota átti í kynn- ingarefni síðar og það barst út fyrir stofnunina sáu þeir hins vegar að þeir gátu ekki lengur setið á þessu illa geymda leyndarmáli. Stefnt er að því að Óríon fari í sína fyrstu geimferð ekki síðar en árið 2014. Öríon getur flutt sex manna áhöfn og allar þær birgðir og eldsneyti sem hún þarfnast til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ór- íon getur svo flutt fjögurra manna áhöfn til tunglsins en stefnt er að því að þangað haldi geimfarið árið 2020. Björtustu vonir manna standa til þess að seinna verði hægt að nota geimfarið í fyrsta mannaða ferðalagið til Mars. Fyrstu ferðir Óríons verða þó öllu styttri eða til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, sem er á sporbaug 354 kílómetra yfir jörðu. Geimfarið verður hægt að nota til tíu ferðalaga sem lýkur hverju um sig með því að geimfarið svifur að yfirborði fjarlægra pláneta í fallhlíf- um. Stjórnendur Óríonáætlunarinnar vonast til að árangurinn af henni verði jafn mikill og af Apolló- áætluninni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar fyrst var farið til tunglsins. Apolló-áætlunin skilaði miklu til skilnings manna á geimferðalögum. Óríon verður fimm metrar í þvermál og kemur til með að vega 25 tonn. Þó geimfarinu svipi um sumt til Apollófaranna er Óríon milli tvöfalt og þrefalt rúmbetri fyrir geimfarana en Apollógeimförin voru. Sérkennilegir hverir á Mars: Spúa sandi tugi metra upp í loftið Vísindamenn hafa uppgötvað hveri á yfirborði Mars sem spúa sandi og ryki tugi og jafnvel hundr- uð metra upp í loftið. Sandurinn og rykið þeytist upp frá yfirborðinu á hátt í tvö hundruð kílómetra hraða. Vísindamenn sem hafa kannað gögn sem Marsfarið safnaði upp- götvuðu sandhverina og greindu frá þeim í nýjasta hefti vísindatímarits- ins Nature sem kom út á dögunum. Myndir náðust af hverunum að gjósa á suðurskauti plánetunnar. Krafturinn í gosunum er svo mik- ill að sandurinn og rykið brjótast í gegnum íshelluna. Vísindamennirnir segja að hver- irnir gjósi þegar sólin hitar ísinn og breyti koldíoxíði í gas sem þjappast saman við mjög háan þrýsting. „Ef þú værir þarna stæðir þú á kolvetni- sís,” sagði doktor Phil Christensen, vísindamaður við Ríkisháskólann í Arizona, í viðtali við BBC. „Allt í kringum þig myndu spýtast upp lofttegundir sem ýta á undan sér sandi og ryki hátt í hundrað metra upp í loftið. Þó íslendingar séu vel kunnug- ir hverum og hverasvæðum kæmi þetta þeim á óvart því doktor Christ- ensen segir hverasvæðin á Mars ólík öllu því sem er að finna á jörðinni. Mars Hverir sem spúa sandi upp í loftið eru á suðurskauti Mars

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.