blaðið

Ulloq

blaðið - 24.08.2006, Qupperneq 27

blaðið - 24.08.2006, Qupperneq 27
blaðið FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 27 Gætum aö börnunum „Um þessar mundir er sérstaklega brýnt að ökumenn sýni gætni f grennd við grunnskóla enda margir ungir vegfarendur á ferð.” Heimanám skólabarna Heimanám er stór þáttur í skóla- göngu barna og mikilvægt að foreldr- ar fylgist vel með framvindu þess og séu tilbúnir að aðstoða börnin þegar á þarf að halda. Þeir ættu enn frem- ur að sýna börnunum þolinmæði og skilning ef þau eiga í erfiðleikum með að tileinka sér efnið. Foreldrar ættu að hjálpa börnun- um að skilja verkefnin og hjálpa þeim áleiðis ef þau sigla í strand. Ekki er þó skynsamlegt að leysa verkefnin fyrir þau vegna þess að með því er engum greiði gerður. Ef spurningar vakna um heima- nám eða tilhögun kennslu ætti fólk ekki að hika við að leita ráða hjá kennara barnsins. VIKAN - G Það er ekki síður brýnt að foreldr- ar hafi í huga og gæti þess að börnin geti unnið heimavinnuna við góðar aðstæður, í ró og næði og á réttum tíma. Óæskilegt er að börn vinni heimavinnu seint á kvöldin þegar þau eru orðin þreytt og einbeitingin ekki með besta móti enda getur það fljótt komið niður á árangrinum. Heimanám Foreldrar verða fylgjast vel með heimavinnu I sinna og vera reiðubúnir að I þeim þegar á þarf að halda. wmm Nám undir ber- um himni í dag tekur Skógræktarfélag Reykjavíkur formlega í notkun svokallaða útikennslustofu við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk en hún er sú fyrsta sinnar teg- undar á íslandi. Nemendur og kennarar við Norðlingaskóla ríða á vaðið og prufukeyra námsefni sem notað verður við stofuna. Útikennslustofan er samstarfsverkefni Skóg- ræktarfélagsins, Náttúruskóla Reykjavíkur og Vinnuskóla Reykjavíkur. Stofan saman- stendur af tveimur trjálundum. (öðrum þeirra eru borð, bekkir og eldstæði en í hinum er hringlaga göngustígur þar sem ýmis verkefni verða lögð fyrir börnin. Fyrir öll skólastig Kennslustofan er ætluð öllum kennurum og nemendum i leik- og grunnskólum. Námsefni sem nota á í stofunni er halað niður af heimasíðu Náttúru- skólans www.natturuskoli.is og síðan geta nemendur og kennarar tekið það með sér og leyst verkefnin í stofunni. Námsefnið er fyrir öll skólastig í eftirfarandi námsgreinum: íslensku, stærðfræði, nátt- úrufræði, heimilisfræði og íþróttum. Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur, segir að fleiri fögum verði hugsanlega bætt við síðar. Hægt að kenna öll fög úti „Hugmyndin með útinámi er að það sé hægt að kenna öll fög úti. Náttúran er notuð til að kenna allt. í stærðfræði geta nemendur til dæmis reiknað hæð trés með því að nota Pýþagorasarregluna. Þeir geta veitt fisk í vatninu og eldað í heimilisfræði," segir Herdís. Að sögn Herdísar er útikennsla algeng víða erlendis, meðal annars í Noregi þar sem sumir skólar reyni að kenna úti að minnsta kosti einn dag í viku. Herdís segir að ýmsir kostir fylgi útikennslu og hún henti meðal annars nemendum sem-séu lesblindir eða ofvirkir. „Hún brýtur líka upp klíkumynd- anir í bekkjum auk þess sem krakkar sem eru svolitlir tossar fá tækifæri til að sanna sig.“ Með tvo sprautufíkla á heimilinu Vikan ræddi við Kristjönu Steinþórsdóttur leikskólakennara sem á fjögur börn, tvö heilbrigð og tvö fárveik. Miðbörnin, synir hennar, eru langt leiddir morfínfíklar. Þeir búa heima og hafa oft farið í meðferð en án árangurs. Kristjana viil vekja athygli á því mikla vandamáli sem sífellt fleiri foreldrar á Islandi standa frammi fyrir. þegar börnin þeirra breytast úr elskulegum og efnilegum ungmennum I langt leidda fíkia sem virðast ekki eiga sér viðreisnar von. Fæðingar- þunglyndi t Vtkunni Fæðingarþungtyndi hrjáir allt að 20% nýbakaðra mæðra á Islandi í dag. Itarleg úttekt í Vikunni. * Ástfangin og r ;f ófrísk Leikkonan EstherTalía ber |L - til baka sögusagnir um að hún og Ólafur Egill Egilsson teikari séu skilin. Þau eiga von á sínu fyrsta barni og eru hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Esther segir móðurhlutverkið skrýtnasta og eðlilegasta hlutverk í heimi. [llcrtsMtu á heimilinu\ iq v'iívhki vHadl ‘sontmi iiiimini i t)otwinr9 önrsarinixn mig um aii pelm nði tteturpepnr« þeir tma hþ nwr." sepir Kristi.m.i i opinsknu A viðtali við Vikuna. ■ Nýtt útlit - nýr ritstjóri - betri Vika! Mikið af afar áhugaverðu efni er að finna I nýjasta tölublaði Vikunnar. Meðal annars skemmtilegt viðtal við Esther Tallu Casey, leik- og söngkonu sem á von á barni. Sagt er frá námskeiðshaldi þar sem fólk lærir undirstöðuatriði velgengni undir merkjum Dale Carnegie. Vikan gerir (tarlega úttekt á umdeildustu stjörnu samtlmans, Victoriu Beckham. Spurningum svarað um fæðingarþunglyndi sem hrjáir allt að 20% maeðra. EUn Kjartansdóttir er fjölhæf handverkskona sem spinnur úr hunda, katta og mannshári. Tryggðu þér eintak! Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þér frábær áskriftarkjör (s(ma 5155555 eða sendu okkur póst á askrift@frodi.is msam IFRÓÐI TfMARITAÚTGÁFA

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.