blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 1
LÍFIÐ » siða 41 196. tölublaö 2. árgangur föstudagur 1. september 2006 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ MENNING Guðjón Pedersen segir sýningar Borgarleikhússins i ár sýna öfgarnar á leikárinu I SiÐA 26 ■ VIÐTAL Björn Thoroddsen gítarleikari leikur i Lincoln Center í New York sem er Mekka jasswtónlistarinnar Svört atvinnustarfsemi og brot á rétti erlendra starfsmanna: Tökum á svikahröppum ■ Ríkisskattstjóri hefur áhyggjur af skattasvindli ■ Fjármálaráðherra skoðar málin Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Það er ekkert sem leysir launagreiðanda undan þeirri skyldu að standa í skilum með staðgreiðslu af launum starfsmanna sinna „alveg sama hvort erlendi starfsmaðurinn er kominn með kenni- tölu eða ekki,” segir Indriði H. Þorláksson rík- isskattstjóri. Þjóðskrá hefur ekki haft undan við að gefa út fcennitölur vegna erlendra starfs- manna sem hafa komið hingað til starfa og er allt að átta vikna bið eftir kennitölum. < Dæmi eru um að skattar og önnur gjöld hafi verið dregin af launum erlendra starfsmanna án þess að þau hafi skilað sér til skattayfirvalda, líf- eyrissjóða og verkalýðsfélaga. Eitt slíkt dæmi er mál pólska verkamannsins sem fjallað var um á síðum Blaðsins á miðvikudag. Erlendir starfsmenn sem fá ekki kennitölu lenda í vandræðum vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér persónuafslátt sinn þrátt fyrir að vinnu- veitanda beri að innheimta staðgreiðslu, segir Indriði. „Við höfum miklar áhyggjur af vaxandi svartri atvinnustarfsemi með erlendu vinnuafli, sérstaklega hjá smærri vinnuveitendum,” segir Indriði. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir ljóst að hann þurfi að láta skoða tvennt. Annars vegar það vandamál að starfsmenn geti ekki nýtt persónuafsláttinn sinn og hins vegar að vinnuveitendur skili ekki inn staðgreiðslu og öðrum gjöldum. Sjá einnig síðu 2 Nakin og íklœdd búningi engils Hart barist um sætin Aðeins þrír þingmenn Samfylkingar- innar í Reykjavík geta talist öruggir um sæti sín. Hinir þingmennirnir og nýliðar berjast fyrir áframhaldandi setu sinni á Alþingi íslendinga að mati prófessors í stjórnmálafræði og þingmanns flokks- ins úr öðru kjördæmi. Kannanir gefa til kynna að Samfylkingin fái heldur færri þingmenn í Reykjavík næsta vor en flokkurinn á nú. 5 68 68 68 FOLK » siða 24 VEÐUR i.Varúö Vinnusvaeði Hættulegar merkingar Ekkert tillit er tekið til útlendinga þegar vegir eru merktir segja forsvarsmenn bílaleiga. Þeir telja of langt gengið í mál- verndun þegar ekki má hafa vegamerk- ingar á ensku. Einn þeirra áætlar að ár hvert megi rekja tjón upp á hundrað milljónir króna til þess að útlendingar skilji ekki vegamerkingarnar. » SÍða 2 ORÐLAUS Pizza í fullristærð Gjörningar í bígerð Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir flytja gjörning sem þær kalla Lekandi leikhús. Þurftu að sigrast á lofthræðslunni Um fimmtiu manns þreyttu inntökupróf í slökkvi- liðiö í gær og þurftu umsækjendur meðal annars aö taka svokallað lofthræöslupróf. Hösk- uldur Einarsson deildarstjóri segir að mennirnir þurfi að bera slöngu upp 23 metra háan stiga í kranabíl og framkvæma ýmsar þrautir á leiðinni. „Efst í stiganum þurfa þeir svo að tengja slönguna og svara einföldum spurningum frá slökkviliðsmönnum. Mikill meirihluti svarenda svaraði spurningunni um hver væri forsætisráðherra íslands vitlaust. Svona spurningar geta vafist fyrir mönnum þegar þeir eru ekki alveg lausir við lofthræðslu. Eða þá að forsætisráðherra þurfi að fara að kynna sig betur," segir Höskuldur og hlær. 1.390 Ef þú saekir Mjódd • Dalbraut t • Hjarðarhaga 45 16" Pizza með 2 áleggjum og brauðstangir að auki Skýjað og súld Súld eða dálítil rigning öðru hverju norðan- og austanlands og með suðurströndinni. Skýjaö með köflum og stöku skúrir á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestantil. ^Tímaritið Orðlaus fylgir Blaðinu í dag L ÍM FJARNÁM Skráning á www.verslo.is 23- ágúst - 4- september ÖFLUGT OG ÖDÝRT VERZLUNARSKÚLIW ÍSLANDS FRÉTTIR » síða 4

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.