blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 14
pipor / SlA
14 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006
FRETTIR
blaðiö
BRETLAND $
Andstæðingar sameinast Stjórnvöld í Kalíforníu hafa ákveðið að setja fram nýja löggjöf sem takmarkar losun gróðurhúsalofttegunda. Arnold Schwarze- negger samdi við demókrata um löggjöfina í andstöðu við flokksbræður sína. Aukin Völd þróunarríkja umbótum á starfsemi sjóðsins. Vægi Samkvæmt breska blaðinu Financial kosningaréttar aðildarríkja sjóðsins á Times er hugsanlegt að fjögur þróunarríki, að endurspegla efnahagsmátt þeirra en Kína, Tyrkland, Suður-Kórea og Mexíkó óefur sjaldan verið endurskoðaður frá því fái aukin völd innan Alþjóðagjaldeyr- Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var stofnaður issjóðsins á næstunni. Er þetta liður i arið 1945.
Skammaðir fyrir fordóma
Níu slökkviliðsmönnum í Glasgow i Skot-
landi hefur verið refsað fyrir að neita að
taka þátt í öryggisfræðslu fyrir borgara áður
en gleðiganga samkynhneigðra fór fram í
borginni. Þeir voru sektaðir.
Fíkniefnasmygl:
Sleppt úr
gæslunni
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir
þremur mönnum sem eru grun-
aðir um að hafa ætlað að smygla
15 kílóum af amfetamíni og tíu
kílóum af hassi í BMW- bifreið.
Mennirnir voru handteknir í
byrjun apríl. Símar voru hleraðir
og gerviefnum komið fyrir í
bílnum þegar lögregla rannsak-
aði málið. Mennirnir voru svo
handteknir þegar þeir vitjuðu
bílsins. Málið er á lokastigi
rannsóknar.
Skrifaði BS-ritgerð um álfa og ferðaþjónustu:
Vill selja ritgerð um álfa
■ Trúir ekki endilega á álfa ■ Fannst álfatrú undarleg ■ Ferðamenn sækjast í álfaferðir
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
,Ég var að læra ferðamálafræði og
tók þjóðfræði sem aukagrein, þess
vegna ákvað ég að blanda þessu
saman," segir Monika Katarzyna
Waleszczynska sem vill selja BS-
ritgerð sina, Álfar sem auðlind i
menningartengdri ferðaþjónustu, til
Hafnarfjarðarbæjar.
„Ég hafði rosalega gaman að vinna
þessa ritgerð,“ segir Monika en hún
rannsakaði ferðamenn sem fóru í
álfaskoðunarferðir og hvernig þeir
upplifðu ferðirnar. Hún segir að
flestir ferðamenn geri sér grein fyrir
Eiví að álfar eru samofnir menningu
slendinga en það hafi þó komið þeim
á óvart að spurningin var ekki hvort
menn tryðu á álfa, heldur hvort þeir
hefðu séð slíka og hversu næmir þeir
væru fyrir náttúrunni. „Fyrir fslend-
inga er þetta mjög náttúrlegt og eðli-
legt,“ segir Monika en sjálfri fannst
henni þetta mjög undarlegt fyrir-
brigði þegar hún kom fyrst til íslands
frá Póllandi fyrir 11 árum.
Að sögn Moniku er allnokkur áhugi
ferðamanna á álfaskoðunarferðum en
fá bæjarfélög bjóða upp á slíkar ferðir.
Monika segir að ferðamenn hafi bæði
gaman af þessu og svo komast þeir
ögn nær hugsunarhætti og hjátrú
landans. Aðspurð hvort þetta sé arð-
bær ferðaþjónusta svarar hún því til
að hún geti vel orðið það.
„Álfahugmyndin er einstökí Hafnar-
firði,“ segir Monika um ástæður þess
að hún vill selja Hafnarfjarðarbæ rit-
gerðina. Hún segir að svo virðist sem
hugmyndin lifi sjálfstæðu lffi í Hafn-
arfirði og þrífist mun betur þar en í
öðrum bæjum. Kannski má útskýra
Álfar að leik Lengi hefur verið
talið að álfar haldi sig í öðrum hverj-
um kletti í bænum
það að hluta vegna landslagsins en
mikið er um hraun í bænum.
Aðspurð hvort hún trúi sjálf á álfa
segir Monika dularfull: „Ég er raun-
vfsindamaður en ég trúi á eitthvað þó
það séu ekki endilega álfar.“
Menningar- og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðar vísaði afgreiðslu
málsins til næstu ákvörðunar um
styrkveitingar.
>k.. j'M ' \>' í
*\l *
R Y
M □
Hf. Ofnasmiðjan | Reykjavik | Háteigsvegi 7 | simi:511 1100
Akureyri | Draupnisgata 4 | simi: 466 3311 | www.rymi.is
Þrír menn játa aðild að fíkniefnasmygli:
Fangavörður játar
Rannsókn á máli fangavarðarins
sem var handtekinn á Litla-Hrauni
sfðasta laugardag hefur gengið
vonum framar að sögn rannsóknar-
lögreglumanns á Selfossi.
Fimm manns fyrir utan fangavörð-
inn hafa verið handteknir í tengslum
við málið. Þar af eru tveir refsifangar
en þeir eru í gæsluvarðhaldi líkt og
fangavörðurinn. Annar fanginn
hefur verið dæmdur fyrir stórfellt
fíkniefnasmygl en hinn maðurinn
er þekktur ofbeldismaður. Menn-
irnir þrír sem handteknir voru fyrir
utan múra fangelsisins hafa játað
sinn þátt í málinu. Einnig mun fanga-
vörðurinn hafa verið mjög samstarfs-
fús. Hann hefur játað aðild sína að
málinu.
Gæsluvarðhaldið rennur út á laug-
ardaginn og því eru rannsóknar-
menn í kappi við tímann. Rannsókn
er á lokastigi og málsatvik skýr um
helgina. Ekki er enn ljóst hversu
miklu magni fangavörðurinn reyndi
að smygla inn í fangelsið né hvort
hann hafi gert það áður. Handtaka
fangavarðarins kom öllum í opna
skjöldu en hann hafði aldrei orðið
uppvís að afbroti fyrr. Dagurinn sem
hann var handtekinn átti að vera sá
síðasti i vinnunni á Litla-Hrauni en
hann hugðist fara í nám lögfræði við
Háskóla Islands.