blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 17
blaöið FRETTIR FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 17 Ekkert lát á skálmöldinni Aö minnsta kosti fjörutíu féllu og á annað hundraö særðust í röö eldflauga- árása og sprengjutilræða í Bagdad, höfuöborg (raks, í gær. Flestar árásirnar voru gerðar í hverfum þar sem að kristnír menn og sjíta-múslimar eru í meirihluta. Bíllsprengja sprakk við fjölfarinn markað, árásir voru gerðar með sprengjuvörpum og vegasprengjum. Meintur njósnari dæmdur Ching Cheong, sem var á sínum tíma fréttaritari dagblaðsins Singapore Straits Times, hefur verið dæmdur af kinverskum stjórnvöldum fyrir njósnir. Kínverjar segja að Cheong hafi njósnað fyrir Taívana. Hann hefur verið í haldi yfirvalda síðan í apríl árið 2005. Hámarksrefsing fyrir njósnir í Kín- verska alþýðulýðveldinu er dauðadómur. > ! ý, 4 4 i Ir wA Islenska járnblendifélagið og Norð- urál standa sameiginlega að umhverfi- svöktun í nágrenni Grundartanga. „Óháðir aðilar sjá um framkvæmd hennar, en meðal þeirra eru Iðntækni- stofnun, Náttúrustofnun íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Loftgæði, ferskvatn og gróður eru skoðuð í grennd við fyrirtækið. Frá upphafi mælinga hafa umhverfis- þættir sem skoðaðir eru verið undir viðmiðunarmörkum." Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestri Reyni og formaður Bænda- samtakanna, segir að framan af hafi íslenska járnblendifélagið staðið sig afbragðs vel í umhverfismálum. „Þeir bættu verulega sitt nánasta umhverfi með mikilli skógrækt, en eftir að eign- arhaldið breyttist hafa þessar áherslur hins vegar svolítið breyst. Þeir hafa ekki verið eins virkir í skógræktinni eða við það að fegra umhverfið,“ segir Haraldur og bætir við að verksmiðju- svæðið hafi verulega farið að láta á sjá á seinni árum. Ljósanótt í Reykjanesbæ sett í gær: Með langtímasamning við veðurguðina á borðinu „Hátíðin er næststærsta fjöl- skylduhátíðin á landinu, á eftir Menningarnótt í Reykjavík,” segir Steinþór Jónsson, formaður Ljósa- næturnefndar. Ljósanótt hófst í gær og verða á annað hundrað atburðir í boði. „Við höfum ávallt reynt að hafa dagskrána sem fjöl- breyttasta þannig að hún höfði til allra aldurshópa. Reynt er að fá fólk til að skemmta sér saman á sama svæði.“ Hátíðin var sett með því að grunnskólabörn bæjarins fóru í skrúðgöngur frá skólum sínum og 2.500 gasblöðrum var sleppt til him- ins. Hátíðin er nú haldin í sjöunda sinn og stendur fram á sunnudag. Steinþór segir spána þá að veðrið verði með eindæmum gott. „Vikan verður líklega sú besta á árinu í Reykjanesbæ. Spáð er um fimmtán stiga hita, logni og heiðum himni alla þá daga sem hátíðin stendur. Við höfum alltaf verið gríðarlega heppin með veður. Ég gerði lang- tímasamning við veðurguðina á sínum tíma þegar fyrsta Ljósa- nóttin var haldin og svo virðist sem þeir ætli að standa við gerða Ljósanótt i sjöunda sinn Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld þegar medal annars verður boðið upp á flugeldasýningu. Mynd/Helgi lljtimmoii samninga," segir Steinþór og hlær. Dagskrá Ljósanætur er afskap- lega fjölbreytt og segir Steinþór að ekki sé nokkur leið fyrir einn mann að klára dagskrá hátíðar- innar. „Það er ekki hægt. Gestir verða að búa til sína eigin dag- skrá. Á morgun verður til dæmis nyggjuhátíð í smábátahöfninni óar sem verða skútusiglingar, nyggjusöngur undir stjórn Árna Johnsen og aðrar uppákomur." AMD V-SSi AMD Sempron 3500 örgjörvi 15" XGA skjár 1024x768 51 2MB vinnsluminni 80GB harður diskur DVD+/-RW geislaskrifari ATI Mobility Radeon skjákort með allt að 1 28MB Bíómetriskur fingrafaralesari centnnoj Intel Pentium M 760, 2GHz örgjörvi 14" skjár WXGA 1280x768 1024MB DDR vinnsluminni 100GB harður diskur DVD+/-RW geislaskrifari Intel skjákort með allt að 128MB AMD Turion 64 X2 TL-60 Örgjörvi 15" SXGA+ WVA skjár 1400x1050 1024MB vinnsluminni 80GB harður diskur DVD+/-RW skrifari ATI Mobility Radeon skjákort með allt að 1 28MB Biómetrískur fingrafaralesari Intel Core Duo T2400 örgjörvi 15" TFT skjár 1400x1050 51 2MB DDR2 vinnsluminni 80GB harður diskur SMART SATA 16X LightScribe DVD+/-RW Double Layer geislaskrifari Intel skjákort með allt að 128MB: Engar áhyggjur ábyrgð m Office 1 Superstore um land allt Sími 550 4100 Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðarkróki Simi 550 41 00 Oddi skrifstofuvörur um land allt Sími 515 5000 Tölvuþjónustan, Akranesi Sími 575 9200 HP Búðin, Reykjavík Sími 568 5400 Netheimar, Isafirði Sími 456 5006 Start, Kópavogi Simi 544 2350 Eyjatölvur, Vestmannaeyjar Sími 481 3930 Samhæfni, Reykjanesbæ Sími 421 7755 Bókabúð Þórarins Stefánssonar, Húsavík Sími 464 1 234 TRS, Selfossi Sími 480 3300

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.