blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 foik@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er öruggt að sleppa 2.500 blöðrum svo nálægt alþjóðaflugvelli? Það voru alla vega engar herþotur til að skjóta þær niður. HEYRST HEFUR... T) apparinn góðkunni Dóri XvDNA hyggst söðla um og reyna að fóta sig á þyrnum stráðum vegi kvikmyndagerð- arinnar. Dóri hefur nú starfað í nokkra mánuði á útvarpsstöð- inni X-inu við góðan orðstír en kunnugir segja að hann hafi verið orðinn eilítið leiður á hljóðnemanum og viljað hafa áhrif á tjaldið hvíta. Hann á ekki langt að sækja listfengið en móðir hans er kvikmynda- gerðarkonan Guðný Hall- dórsdóttir og afi hans þar af leiðandi nóbels- skáldið Laxness. Dóri hyggst sigla utan áður en langt um líður og setjast á skólabekk en til að öðlast reynslu mun hann byrja á því að aðstoða móður sína við vinnslu á nýjustu kvik- mynd hennar, Veðramót, sem frumsýnd verður á næsta ári. * Adögunum var hér á landi eitt frægasta ljóðskáld sam- tímans, írinn Paul Muldoon. Hann hlaut Pulitzer-verðlaun- in árið 2003 og verðlaun T.S. Eliots árið 1994. Hann gegndi . um nokkurra ára HHRj skeið stöðu pró- 8aj fessors í ljóðlist Rj Oxford-há- Kb a skóla en situr nú ■P_ ■ í Princeton þar ““ sem stúdentar nema andaktugir hvert orð af vörum hans. Muldoon gat sprangað óáreittur um götur Reykjavíkur og virtust ekki margir veita þessum andans manni athygli, enda var þetta sömu helgi og Chippendales- hópurinn góðkunni heillaði íslenska kvenþjóð upp úr skón- um sem lét sér fátt um finnast þótt Pulitzer-verðlaunahaf- inn sæti í makindum inni á Mokka við skriftir. ingibjörg og Kristín Þærhafa undir- búið fjóra gjörninga. Sá fyrsti verður sýndur í kvöld og kallast Lekandi leikhús. Freud og rauðar varir Sýningin Pakkhús postulanna verður opnuð í kvöld í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Þar gefst gestum færi á að berja augum inn- setningar og gjörninga eftir unga, ís- lenska listamenn. Ingibjörg Magna- dóttir er ein þeirra sem taka þátt í sýningunni. „Ég og Kristín Eiríksdóttir flytj- um gjörning sem við köllum Lek- andi Ieikhús en það verður fyrsti gjörningurinn okkar af fjórum á sýningunni,“ segir Ingibjörg. Þær stöllur hafa unnið mikið saman að list sinni og segir Ingibjörg sam- starfið hafa gengið ákaflega vel. Hún segir gjörninginn í kvöld vera undirmeðvitundargjörning og að við sögu komi meðal annars túlkur, skáldkona og seiðandi sálgreining Freuds. Þetta er þó ekki eina sýning- in sem Ingibjörg tekur þátt í þessa helgi. „Eg og Kristín tökum einnig báðar þátt í eilítið pólitískari sýningu sem verður opnuð í Kling og Bang á laug- ardag og ber yfirskriftina Guðs út- valda þjóð. Ég hef því í nógu að snú- ast þessa helgi og strax á sunnudag mun ég svo hefja vinnu við sýningu sem sett verður upp í Safni, Lauga- vegi 37, í október. Ég er „career“- stúlka þessa helgi en þó mikið sé að gera mun ég samt finna tíma til að velja fallegan kjól og handleika rauðan varalit." Ingibjörg segist þó yfirleitt ekki vera mikil helgar- stúlka. „í mínu lífi eins og það er í dag renna dagarnir saman í eitt og oft eru helgarnar ekkert öðruvísi en virkir dagar." Ingibjörg hefur verið mjög virk í íslensku listalífi og undanfarið hef- ur hún þónokkuð fengist við gjörn- inga. Hún segist þó ekki festast í neinu einu formi. „Mjög fáir myndlistarmenn sér- hæfa sig í einhverjum einum miðli. Tæknin eða formið skiptir voða litlu máli, miklu frekar hvað þú ert að segja. Annað hvort ertu listamað- ur eða ekki. Ég er sátt við mitt og mér finnst gott að vera myndlist- armaður; að minnsta kosti annan hvern dag.“ hilma@bladid.net SU DOKU talnaþraut 2 5 3 9 1 7 4 6 8 6 4 7 5 8 2 i 9 3 1 8 9 6 3 4 5 2 7 5 i 2 3 6 8 9 7 4 3 9 4 2 7 5 6 8 1 7 6 8 1 4 9 2 3 5 8 2 6 7 5 1 3 4 9 4 3 5 8 9 6 7 1 2 9 7 1 4 2 3 8 5 6 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir I hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 3 7 2 8 5 8 1 9 7 4 8 3 1 4 5 6 8 3 7 9 1 8 9 6 1 4 9 8 5 7 9 „Það verður í lagi með hann næsta klukkutímann. Förum í hádegismat." eftir Jim Unger 10-8 © Jim Unger/cfist. by United Media, 2001 blaöið Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjmicsbæjar Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett I gær þegar grunnskólabörn bæjarins slepptu 2.500 gasblöðrum til himins. A förnum vegi Hver er upphafssíð- an þín á Internetinu? Hafdís Helga Helgadóttir, nemi Upphafssíðan mín er myspace.com Jóna Kristín Kristinsdóttir, bókari Það er leit.is. Viktor Örn Björnsson, nemi Það er b2.is. Árni Már Erlingsson, nemi Upphafssíðan mín erfotolog.com/ annimall

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.