blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 FRETTIR blaöiö VEÐRIÐ i DAG Rigning öðru hverju Norðaustlæg átt, átta til þrettán metrar á sekúndu norðvestantil og einnig suðaust- anlands, annars heldur hægari vindur. Stöku skúrir á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestantil. Hvasst Fremur stíf norðaustanátt og rigning norðan- og austan- lands, en bjart um suðvestan- vert landið. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn, hlýjast suðvestanlands. VlÐA UM HEIM 1 Algarve 30 Amsterdam 22 Barcelona 28 Berlín 21 Chicago 18 Dublin 18 Frankfurt 21 Glasgow 16 Hamborg 22 Helsinki 17 Kaupmannahöfn 20 London 17 Madrid 34 Montreal 13 New York 19 Orlando 26 Osló 20 Palma 20 París 25 Stokkhólmur 20 Þórshöfn 12 íslendingar í lífsháska: Björguðust úr flugvélarbraki Tveir Islendingar á tvítugs- aldri sluppu með mar og skrámur eftir að hafa brotlent í kjarri við enda flugbrautar á æfingasvæði Oxford-flugvallar í gær. Atvikið átti sér stað klukkan tíu minútur yfir níu að morgni miðvikudags og var flug- vellinum lokað fram til hálf tvö samdægurs. Samkvæmt upplýs- ingum drap flugvélamótorinn á sér í flugtaki með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn talsmanns slökkviliðs flugvallarins í Oxford var mildi að ekki fór verr því í vélinni hafi verið 250 lítrar af eldsneyti. Tölu- vert magn lak úr vélinni og því þurftu slökkviliðsmenn að gæta þess að neisti kæmist ekki í elds- neytið. Flugvallarstjóri segir að flugmaðurinn hafi brugðist hár- rétt við aðstæðum en flugvélin hafi verið á töluverðri ferð þegar mótorinn bilaði. Vinnuslys: Grafa valt ofan í skurð Stjórnandi gröfu slapp ómeiddur þegar grafa hans valt ofan í skurð við Grindavíkuraf- leggjara. Ekki mun grafan hafa skemmst enda um mjúkan jarð- veg að ræða þar sem óhappið varð. Grafan var rétt við með að- stoð annarrar gröfu á svæðinu. Unnið er að mislægum gatna- mótum þar sem grafan valt. Ríkisskattstjóri áhyggjufullur: Svört atvinnustarfsemi er vaxandi vandamál ■ Brotið á Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er grafalvarlegt mál, það fer ekkert á milli mála að í þessu til- tekna máli er atvinnurekandinn auð- sjáanlega að leika mjög vafasaman leik,” segir Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Greinilegt er að fyrirtæki nota sér brotalamir í eftirlitskerfinu með erlendu starfsfólki. Blaðið hefur sagt frá máli pólsks verkamanns sem hefur unnið hér um nokkurra mánaða skeið en skattar, iðgjöld í lífeyrissjóð og félagsgjöld í verka- lýðsfélag höfðu ekki skilað sér rétta leið þrátt fyrir að hafa verið dregin af launum hans. „Launagreiðandi þarf ávallt að standa í skilum með staðgreiðslu, alveg sama hvort erlendi starfsmað- urinn er kominn með kennitölu eða ekki,” segir Indriði. „Það er ekk- ert sem leysir atvinnurekandann undan þeirri skyldu. Við höfum miklar áhyggjur af vaxandi svartri atvinnustarfsemi með erlendu vinnuafli, sérstaklega hjá smærri fyrirtækjum.” erlendum verkamönnum ■ Dýrt spaug, segir skattstjórinn Þarf að fara yfir þessi mál i heild sinni. Arni M. Mathíesen Fjármálaráflherra Starfsmennirnir í vandræðum Þjóðskrá hefur verið í vand- ræðum með að afgreiða kennitölur fyrir útlendinga og biðtíminn þar er orðinn 6-8 vikur. Því fylgja ýmis vandkvæði hjá skattayfirvöldum og Indriði segir það aðallega vera vanda starfsmannanna en ekki skattayfirvalda. „Skattalegir hagsmunir í þessu skipta ekki höfuðmáli því við höfum tök á sjálfum launagreið- andanum. Hann kemst ekki undan því að gera grein fyrir greiddum launum í árslok. Þetta skapar ein- staklingunum fyrst og fremst vænd- ræði því á meðan kennitala liggur ekki fyrir nær viðkomandi ekki að nýta sér persónuafsláttinn. Þannig þurfa atvinnurekendur að skila inn fullri staðgreiðslu til okkar,” segir Indriði. CÞetta er ^ grafalvarlegt _ máL V Indrifli H. ~ Porlákason Rikisskattstjóri Algengt er að erlendir starfsmenn séu ráðnir til verka tímabundið og á ráðningartímanum fæst ekki af- greidd kennitala hjá Þjóðskrá. Þess vegna koma upp þannig tilvik að allan þann tíma sem viðkomandi er hér á landi nær hann ekki að nýta sér persónuafsláttinn. Þarfað skoða þetta Árni M. Mathiesen fjármálaráð herra deilir áhyggjunum með ríkis- skattstjóra og segir eðlilegt að velta fýrir sér hversu algengt þetta er en minnir á að hér sé vísað til máls eins manns. Hann segir að jafn- framt megi spyrja hversu margir erlendir starfsmenn séu hér án þess að tilkynning hafi borist og án þess að eftirlitsstofnanir og skattayfir- völd hafi hugmynd um það. „Þetta er athyglivert og eitthvað sem við þurfum að skoða. Þarna eru tvö vandamál á ferðinni, ann- ars vegar að ekki sé hægt að nýta persónuafsláttinn og hins vegar að vinnuveitendur skili ekki inn stað- greiðslu og öðrum gjöldum. Ég þarf að láta skoða þetta tvennt,” segir Árni. „Það þarf að fara yfir þessi mál í heild sinni og athuga hvernig staðan er. Ef skattstjórarnir hafa áhyggjur þá þarf ég auðvitað að láta skoðaþað.” ^ Ná flestum á endanum Indriði segir það dýrt spaug fyrir atvinnurekendur að standa ekki í skilum því á slíkt reiknast álag frá fyrsta degi. „Frá fyrsta degi reiknast 10% álag sem hækkar fljótlega í 20%. Ofan á allt saman reiknast dráttarvextir. Þetta getur því haft alvarlegar fjár- hagslegar afleiðingar í för með sér fyrir launagreiðandann. Við getum ekki fylgst með öllum en fylgjumst aðallega með heildartölum. I lokin koma upplýsingar í ljós og við náum þessum aðilum á endanum,” segir Indriði. Fjármálaráðuneytið: Lyfin kosta meira Fjölskylda Magna fær pening fyrir hvern þátt: Magni fær hálfa milljón Reiknaðermeðþvíaðgreiðsluþátt- taka sjúkratrygginga í lyfjakaupum almennings aukist um rúmlega 100 milljónir á árinu. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. I fyrra nam greiðsluþátttakan tæpum 6,6 milljarðum en reiknað er með að hún verði 6,7 milljarðar á þessu ári. Skýrist aukningin meðal annars af nýrri og dýrari lyfjum sem og óhagstæðri gengisbreyt- ingu, Árið 1998 námu lyfjaútgjöld sjúkratrygginga á föstu verðlagi rúmum 5,7 milljörðum og hafa því aukist um tæp 17 prósent miðað við áætlaða útkomu í ár. „Þetta er rausnarleg gjöf og ég er náttúrlega bara þakklát,“ segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, kona Magna sem fer á kostum í raun- veruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Spron ákvað að styrkja fjölskyldu Magna eftir viðtal við móður hans í Blaðinu en þar kom í ljós að fjölskyldan verður fyrir all- nokkrum tekjumissi vegna þátttöku hans í þættinum. Spron mun hinsvegar ekki láta staðar numið þar því ef Magni kemst áfram mun fjölskyldan fá aðra hálfa milljón. Eyrún er þakklát fyrir gjöf bank- ans. Hún segir að það sé ansi furðu- legt að hafa hann þarna úti og hún sakni hans mikið. „öll fjölskyldan saknar hans mjög mikið," segir Eyrún en Magni hefur verið úti í rúma tvo mánuði og verður að öllum Hkindum fram í miðjan september. Hún segir að þau hafi ekki rætt framtíðina en ljóst sé að margar dyr hafi opnast fyrir honum í tónlist í Bandaríkjunum. „Framtíðin er algjörlega óráðin,“ segir hún og bætir við að Magni sé ákaflega stoltur af því að vera Is- lendingur og fyrir hann nægir við- urkenningin sem hann hlýtur með því að sanna sig viku eftir viku sem öflugasti rokksöngvari þáttarins. IVÝB VALKOSTUK Á trans^^. * jwbb toll- og flutningsmiðlun ehf Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.