blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 blaöiö Púðurskot frá Samtökum ferðaþjónustunnar Samtök ferðaþjónustunnar kveinka sér undan háu matvæla- verði og bera því við, að þar sé m.a. að finna skýringuna á þeim óheyri- lega verðmun á milli veitinga- og gististaða á Islandi og í löndum Evr- ópusambandsins, sem fram kom í könnun Eurostat, hagstofu Evrópu- sambandsins, fyrir nokkru. Framkvæmdastjóri samtakanna, Erna Hauksdóttir, hefur ítrekað skotið á bændur og framleiðslu- vörur þeirra. Hún virðist líta á það sem allsherjarlausn á vandanum að afnema tolla á innfluttum landbún- aðarafurðum. Púðurskot þykja mér það nú vera. fsland er í flokki með Danmörku, Noregi og Sviss sem dýrustu lönd Hlutfallslegt verð á mat og hótel- og veitingaþjónustu m.v. ESB-ríki Danmörk 130 149 (sland 147 191 Noregur 147 148 Sviss 149 122 * EUROSTAT 2004: ESB-15 =100 (eldri ESB-ríki) ** EUROSTAT 2006: ESB-25 =100 Verðlag íslenskra veitinga- og gististaða er 29% hærra en í Noregi og 57% hærra en í Sviss! Jóhannes Sigfússon Skoðun Evrópu. í öllum þessum löndum er velmegun ríkjandi, laun almennt há og kaupmáttur mikill. Að því sögðu er vert að skoða meðfylgjandi töflu. í henni er að finna tölfræði Eurostat.hagstofuEvrópusambands- ins. Annars vegar er samanburður á matvælaverði frá árinu 2004 og hins vegar samanburður á verðlagn- ingu hótela og veitingahúsa frá því fyrr á þessu ári. í fyrrgreindum löndum er mat- vælaverð langt yfir meðaltali ESB-landanna. Engu að síður er verðlagning á þjónustu hótela og veitingahúsa hjá Svisslendingum hlutfallslega lægri en á matvælum, einkum hjá hinum síðarnefndu. Hjá Norðmönnum er þetta áþekkt, en hjá Dönum er þessi þjónusta hlut- fallslega ívíð hærri en matvælin. Þegar hlutur fslands er skoðaður birtist okkur aftur á móti gerbreytt landslag. Verðlag islenskra veitinga- og gististaða er 29% hærra en í Nor- egi og 57% hærra en í Sviss! Þurfa Samtök ferðaþjónustunnar ekki að skoða þetta eitthvað betur? Þessi mikli munur verður varla útskýrður með háu matvælaverði einu saman. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ýjaði að því í umfjöílun Morgunblaðsins um fyrrgreindan samanburð, að hátt verðlag hér á landi væri slæmt fyrir landkynningu. En bíðum nú við! Er ekki einhver þversögn í þessu? Fjölgar ekki ferðamönnum til landsins jafnt og þétt? Erum við ekki jafnframt að lesa fréttir um betri hótelnýtingu en nokkru sinni þrátt fyrir að verðlagning þeirrar þjónustu sé í sérflokki í Evrópu? Samtökum ferðaþjónustunnar ætti að vera orðið löngu ljóst að erlendir ferðamenn sækja ekki ísland heim sökum verðlags. Heimsóknir þeirra má miklu fremur rekja til sérkenna landsins; náttúru, friðsældar, hrein- leika lofts og vatns og eflaust í ein- hverjum tilvikum íslenska matarins. Hagstæðara verðlag í landinu myndi gleðja alla, einnig erlenda ferðamenn. Ofurverðlagning veitingahúsa og gistihúsa verður hins vegar ekki út- skýrð með því einu að benda á mat- vælaverð. Það eru ódýr rökog haldlítil. Höfundur er sauðfjárbóndi að Gunnarsstöðum I, Svalbarðshreppi, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður Fjallalambs á Kópaskeri. Verð frá pr. mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu og bíl. Siglt til Færeyja og til baka. Gist í fjögurra manna klefa (út). Gildir fyrir tímabilið: 21.10.06 -15.12.06 13.1.07 -17.3.07 iJTmTmTS! 21.850 Verð frá pr. mann m.v. fjögurra manna fjölskyldu og bíl. Siglt tii Danmerkur og til baka. Gist í fjögurra manna klefa (út). Gildir fyrir tímabilið: 21.10.06 -15.12.06 13.1.07-17.3.07 21.850 Verð frá pr. mann m.v. fjögurra manna fjölskyldu og bíl. Siglt til Noregs og til baka. Gist í fjögurra manna klefa (út). Gildir fyrir tímabilið: 21.10.06 -15.12.06 13.1.07 -17.3.07 m&i' '"Hir'tfrMMÍ ff Fjardargötu S ■ 710 Seyðisfirði ■ Sími: 4721111 austfar@smyril-line.ís ■ www.smyril-line.is BMYRIL LINE ÍSLAND AiyqQno SJangarhyl 7,- 1J0 Rgykjavík • Siijji: 570 860d Faxj 552 9450 -*www. smyriNinef is ihiisi/Vdihf

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.