blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 16
4 16 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 FRÉTTIR blaðið Eftirlit: 70 bílar boð- aðir í skoðun Lögreglan hefur staðið í ströngu undanfarna daga við að boða bíla í skoðun en um sjötíu hafa fengið tilkynningu þess efnis. Lögreglan segist vera hætt að taka þessi mál vettlinga- tökum og klippti númerin af tveimur bílum í fyrradag. Þjófnaður: Stálu tíu gaskútum Á undanförnum dögum hefur ío gaskútum verið stolið úr gasgrillum og fellihýsum í Reykjavík. Lögreglu grunar að sömu mennirnir hafi verið að verki og eru þeir í haldi lögregl- unnar. Ástæðan fyrir því að mennirnir stela kútunum mun vera skilagjald sem þeir fá á bensínstöðvum, það er um tvö þúsund krónur á kút. MANSTU? 1. Hvaö heitir höfuöborg Sýrlands? 2. Hvert er millinafn forsætisráðherra íslands? 3. Hver var gítarleikari hljómsveitarinnar Ununar? 4. Hvað merkir 03? 5. Hvaða ár var heimsmeistaraeinvígið í skák háð hér á landi? Svör: zm 'S 'UOZ0 ‘V U0PI3 Jog £ 'JELuhh z 'sn>(seujBa 'i Útblástur gróðurhúsalofttegunda frá íslenska járnblendifélaginu: Járnblendið losar 420 þúsund tonn ■ Umhverfisvakt óháðra aðila ■ Umhverfið drabbast niður Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net „Losun gróðurhúsalofttegunda er um 420 þúsund tonn eins og fram- leiðslugetan er núna,“ segir Sigrún Pálsdóttir, framkvæmdastjóri um- hverfissviðs fslenska járnblendifé- lagsins. „Samkvæmt starfsleyfi má fyrirtækið losa 665 þúsund tonn á ári. Sú tala miðast við hámarksfram- leiðslu, en tii þess að ná henni þyrfti að bæta fjórða ofninum við og auka við framleiðslugetu tveggja eldri ofnanna." Sigrún segir að f slenska járnblendi- félagið reyni eftir fremsta megni að hafa reksturinn sem stöðugastan og hagkvæmastan. „Það er allra hagur. Þannig er hægt að nýta hráefnið betur sem þýðir betri orkunotkun og minnkun á losun gróðurhúsaloft- tegunda á hvert framleitt tonn. Fjár- ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ: Útblástur: 420.000 tonn (2005) Starfsfólk: 110 Framleiðslugeta: 120.000 tonn á ári hagsleg og umhverfisleg sjónarmið fara því saman að þessu leyti.“ f umhverfisstefnu fslenska járn- blendifélagsins segir að fyrirtækið vilji reka verksmiðju sína þannig að hún valdi sem minnstri röskun í nátt- úrunni. Sigrún segir að fyrirtækið hafi átt í samstarf við Sorpu um end- urvinnslu á úrgangstimbri, sem ella hefði verið urðað. „Þetta er mikilsvert framlag okkar til umhverfisins og við erum stolt af því. Timbrinu er safnað saman á höfuðborgarsvæðinu, kurlað hjá Sorpu og síðan flutt til okkar á Grundartanga. Við notum kurlið sem hráefni og kemur það í stað innfluttra Verksmiðju- svæðið fariö að láta á sjá Haraldur Bene- diktsson, formaður Bœndasamtakanna Fjárhagsleg og umhverfis- leg sjónarmið fara saman Sigrún Pálsdóttir, f ramkvœmdastjóri um- hverfissviðs ísienska járnblendifólagsins kola,“ segir Sigrún og bætir við að fyr- irtækið noti allt að 20 þúsund tonnum af timburkurli á ári og spari þar með innflutning á rúmlega sex þúsund tonnum af kolum. Að sögn Sigrúnar eru ákveðin fræði- leg mörk í framleiðsluferlinu sem gera það að verkum að takmörk eru fyrir því hve mikið er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Ákveðið magn af kolefni og orku þarf til að efnahvörfin geti átt sér stað. Kol- efni þarf til þess að framleiða grunn- málma og málmblendi, þar með talið járn, ál og kisiljárn. f ferlunum binst kolefni súrefni og fer út í andrúms- loftið sem koldíoxíð. Með því að nota endurunnin hráefni á þann hátt sem Járnblendifélagið gerir er hægt að draga úr þessari losun.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.