blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 FRETTIR blaöiö Iðnaðarnefnd Alþingis: Engar sættir um stífluna ■ Engin svör segja stjórnarandstæðingar ■ Pólitískt upphlaup segja stjórnarliðar Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Stjórnarliða og stjórnarandstæðinga greinir enn á um endurskoðað áhættu- mat vegna Kárahnjúkavirkjunar og hvernig tekið var á greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings. Iðnað- arnefnd Alþingis fundaði um málið í fyrradag en það virtist ekki duga til að þoka mönnum saman. Fundurinn stóð í um sex tíma og lét meirihluti nefndarinnar bóka í lok fundarins að hann teldi ekki að neinum upplýs- ingum hefði verið leynt í málinu og að hann treysti þeim sérfræðingum sem um málið hafa fjallað.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, sótti ekki fundinn líkt og full- trúar stjórnarandstöðunnar höfðu óskað eftir. Birkir Jón Jónsson, for- maður nefndarinnar, sá ekki ástæðu til þess að boða Valgerði á fundinn þar sem ekkert nýtt hefði komið fram og ráðherra hefði verið til svara í þinginu á sínum tíma. Iðnaðarnefnd fundar Þrátt fyrir margra kluk- kustunda fundarhöld tókst þingmönnum ekki aö ná saman um máliö. Steingrímur J. Sigfússon: Ólíðandi gjörningur .Fundurinnvar gagnlegur þó að hann hafi ekki upplýst mikið um máls- meðferðina, sérstaklega ekki í iðnaðarráðuneyt- inu varðandi ábendingar Gríms Björnssonar. Allt er í ótrúlegri þoku um það hvernig málið var meðhöndlað ínnan iðnaðarráðuneytisins, en upplýsingar eru afskaplega fátæklegar um hverjir vissu hvað á hvaða tíma. Hvað ráðherra vissi og hvenær skiptir reyndar ekki máli hvað varðar hina stjórnskipulegu og lagalegu ábyrgð, og reyndar ekki hina pólitísku heldur." Sigurjón Þórðarson: Ráðherra til skammar ,Þáttur iðnaðarráðuneyt- isins og fyrrverandi iðnaðarráðherra ertil skammar. Ráðherra á eftir að standa fyrir máli sínu og skýra hvers vegna þessum upplýs- ingumvar haldið leyndum. Ef ráðherra gat mætt í Kastljós Sjónvarpsins, hvers vegna gat hann þá ekki mætt á fund iðnaðarnefndar Alþlngis um málið? Komið hefur í Ijós að flestar þessar ábendingar eiga við rök að styðjast. Rök stjórnarliða um það að athugasemdir frá leikmönnum sama efnis hafi komið fram réttlæti það að halda eftir skýrslu sem einn helsti jarðvísindamaður þjóðarinnar hefur gert eru varla boðleg." Katrin Júlíusdóttir: Sýning sett á sviö ,Mér þykir mjög miður hvernig fyrrverandi iðnað- df arráðherra í Kastljósinu f/ og fulltrúar stjórnarmeiri- 1 hlutans í viðtölum hafa kastað rýrð á mikilvægi V —2C: greinargerðar Gríms Björnssonar. Á fundinn , -A '■ komu fulltrúar frá Lands- ’ Kf virkjun og Orkustofnun og skýrðu hvernig athugasemdir Gríms Björns- sonar voru meðhöndlaðar þar. Eftir stendur að ráðuneytið gaf engin svör sem er alvar- legasti þáttur málsins þar sem þar liggur hin pólitíska ábyrgð. Engin svör fengust hjá fulltrúum ráðuneytisins, sem voru ekki starf- andi i ráðuneytinu á umræddum tíma." Sigurður Kári Kristjánsson: Pólitískt upphlaup ,Ég myndi kalla þetta pólitískt upphlaup hjá stjórnarandstöðunni. Verið er að nota tækifærið þegar á að fara að hleypa vatni á stífluna. Eftir fund nefndarinnar og þær skýringarnar sem á honum fengust, held ég að hægt sé að fullyrða að sjaldan hafi jafn mikið verið sagt um jafn lítið og þessa skýrslu." Að sögn Sigurðar Kára var fundurinn bæði gagnlegur og upplýsandi. „Fundurinn leiddi það í Ijós að þær athugasemdir sem Grímur setur fram sem varða öryggi stíflunnar höfðu allar komið fram áður við meðferð málsins í þinginu." Birkir Jón Jónsson: Skýr svör fengust .Meirihlutiinn telur að engum mikilvægum upp- lýsingum hafi verið haldið frá Alþingi sem hefði getað breytt ákvarðana- ferli þingsins. Áfundinum fengust skýr svör um þá atburðarás sem fór í gang eftir að Grímursendi frá sér athugasemdirnar. Ríkt tillit var tekið til þessara athugasemda á fundi Landsvirkjunar, Orkustofnunar og Gríms, enda var það svo að sambærilegar athugasemdir höfðu komið fram við mat á umhverfisáhrifum og voru til umræðu innan þingsins. Hins vegar hefði veriö heppilegra ef Orkustofnun hefði sent ráðuneytinu at- hugasemdir Gríms með formlegum hætti." HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ »2^ r .- > TANGVEIÐI, N OG STEFNUMO *lnnifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting á Best Western*** I tvlbýli I 8 nætur (1.- 9. desember 2006 og 23.- 31.janúar 2007). Handhafar Vildarkorta VISA og lcelandair geta nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp I flugfargjald með áætlunarflugi lcelandair. Þetta flug gefur 5.000 - 12.400 Vildarpunkta. FLUG OG GISTING í 8 NÆTUR FRÁ 68.600 KR. Hákon Örvarsson, matreiðslumeistari, segir frá Orlando í Florida í nýjum haust- og vetrarbæklingi lcelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakkaferða, helgarferða til 19 áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða. Kynnið ykkur málið og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin liggja í loftinu. Bókaðu á www.icelandair.is Vildarpunktar v/sa JL Ferðaávisun gildir WWW.ICELANDAIR.IS -4

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.