blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006
FRETTIR
blaöiö
UTAN UR HEIMI
Olían hækkar enn
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í gær í kjöl-
far vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar
í Iran. Verðið á fatinu af hráolíu komst upp í
70.60 dollara. Óttast er að viðskiptabann á
Irana kunni að leiða til minna framboðs af olíu.
Vilja fleiri útlendinga
Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að auka
svigrúm atvinnurekenda til að ráða
vinnuafl frá öðrum Austur-Evrópuríkjum
og Tyrklandi til að vega upp á móti
þeirri blóðtöku sem hefur hlotist af
flutningi pólskra verkamanna til annarra
Evrópulanda. Samkvæmt reglunum
munu verkamenn frá Rússlandi, Úkraínu,
Hvíta-Rússlandi og Tyrklandi ekki þurfa
að sækja um atvinnuleyfi fyrir tímabundin
stórf í landinu.
Munu ekki hætta hjálparstarfi
Sameinuðu þjóðirnar munu ekki hætta
hjálparstarf i sínu í Srí Lanka þrátt fyrir að
friðargæsluliðar í landinu hafi sakað stjórn-
arherinn um að bera ábyrgð á morðum á
sautján starfsmönnum hjálparsamtaka.
Deilan um kjarnorkuáætlun írana:
Frestur öryggisráðsins liðinn
■ Klerkastjórnin ögrar alþjóðasamfélaginu ■ Bandaríkjamenn sannfærðir um samstöðu í öryggisráðinu
Frestur sem öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna veitti klerkastjórn-
inni í Teheran til að láta af auðgun
úrans rann út í gær. Eftirlitsmenn
Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar hafa skilað niðurstöðum og
ekkert bendir til þess að íranar hafi
fallist á kröfur öryggisráðsins.
Mahmoud Ahmadinejad, for-
seti landsins, sagði í ræðu í gær að
Iranar myndu aldrei gefa upp rétt
sinn til friðsamlegrar nýtingar
kjarnorku. Ljóst þykir að franar
veðja á að samstaða um aðgerðir
náist ekki innan öryggisráðsins
enda sagði talsmaður utanríkisráðu-
neytis landsins, Hamid Reza Asefi,
við fjölmiðla í gær að klerkastjórnin
Maðurinn á bakvið tjöldin Ajatollah
Khamenei, æðstiklerkur, hefur sagt að
stjórnvöld í Teheran eigi að þróa kjarn-
orkuáætlun sína af fullum þunga.
myndi finna leiðir til þess að kom-
ast hjá refsiaðgerðum.
Bandaríska blaðið New York
Times heldur því fram að stjórn-
völd í Bandaríkjunum og Evrópu
hafi þegar komið sér saman hvaða
refsi- og þvingunaraðgerðir gegn
Geíum
rétt okkar
aldrei eftir
Mahmoud
Ahmadinejad,
forseti írans
GsSSS&lk. a^ar þvingunaraðgerðir herð-
|«BBWBwlk ast og ferðabann verður sett
*■ ófy\ á háttsetta embættismenn og
frönum verða lagðar fyrir .... ■' klerkastjórnin einangruð frá al-
öryggisráðið. Blaðið segir a ' þjóðlegum fjármálamörkuðum.
að aðgerðirnar muni í fyrstu Blaðið heldur því einnig fram að
felast í innflutningsbanni á varn- stjórnvöld í Bandaríkjunum vinni
ingi sem hægt er að nota til kjarn- að því, með þónokkrum árangri, að
orkuþróunar. Sýni klerkastjórnin fá evrópskar fjármálastofnanir til
ekki samstarfsvilja munu fyrirhug- að skrúfa fyrir lánsfé til frans.
'—~... athvarf frá erll dagsins
HESTAR
„Clint Eastwood Special"
„Kúrekaferðir" hjá fshestum í Hafiiarfirði
Upplifðu alvöru kúrekaævintýri
Heitasta ferðin í dag!
Klukkutíma hestaferð (eða gönguferð) í frábæru umhverfi.
Línudanskennsla og dansinn stiginn í hlöðunni.
Skeifukast að hætti „Villta Vestursins" - skipt í lið.
Ljúffengur kvöidverður í veitingasal Jósala.
Valinn verður:
• Besti knapinn - „Clint kvöldsins"
• Best klæddi kúrekinn
Verðiaun í föstu og fljótandi formi
Matseðill
Griííuð svínarif (spareribs)
Marineraðir kjúklingaleggir
Maísstönglar
Sveitasaiat
Bakaðar kartöflur
Grillsósur
Erum með hesta sem henta bæði vönum og óvönum „kúrekum"
Hjálmar, gúmmístígvél og allur hlífðarfatnaður á staðnum
Verð aðeins 5.900 kr. fyrir allan pakkann og innifalið er 1 bjór eða gos.
Pantanir í síma 555-7000 og info@ishestar.is
Líkamsárás:
Braut tönn
í löggu
Rúmlega fertugur maður
var dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær fyrir að
sparka í andlit lögregluþjóns
með þeim affeiðingum að
tönn hans brotnaði.
Maðurinn hafði fyrr um
kvöldið lent í áflogum við
skemmtistaðinn Players í
Kópavogi. Lögreglan ætlaði
að aka manninum heim en
hann brást hinn versti við.
Hann var dæmdur í 3 mán-
aða fangelsi, skilorðbundið til
tveggja ára.
Noregur:
Ópið fundið
Málverkin Ópið og Madonna
eftir norska listmálarann
Edvard Munch fundust í gær,
tveimur árum eftir að þeim var
stolið úr Munch-safninu í Ósló.
Að sögn lögreglu voru
málverkin í tiltölulega góðu
standi. Eftir á að rannsaka þau
en lögregla telur að um frum-
myndirnar sé að ræða. Lögregla
upplýsti ekki hvar málverkin
hefðu fundist en sagðist telja að
þau hefðu verið í Noregi allan
tímann síðan þeim var stolið.
Fyrr á þessu ári voru þrír
menn dæmdir til fangelsisvistar
fyrir stuldinn á málverkunum
tveimur.
Holland:
Mega hlera
blaðamenn
Hollensku leyniþjónust-
unni er heimilt að hlera sima
blaðamanna undir sérstökum
kringumstæðum, samkvæmt
niðurstöðu áfrýjunardómstóls
í Haag í dag. Með þessu sneri
dómstóllinn við niðurstöðu
undirréttar.
Leyniþjónustan hleraði
síma tveggja blaðamanna á De
Telegraaf en blaðið hafði birt
skýrslu lögreglu í stóru fíkni-
efnamáli. Skýrslan gekk manna
á milli í undirheimum Hollands
og höfðu blaðamennirnir sam-
band við leyniþjónustuna áður
en þeir birtu skýrsluna. Ákvað
leyniþjónustan að hlera síma
blaðamannanna til þess að kom-
ast að því hver væri heimildar-
maður þeirra.