blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 ÞEIR SÖGÐU ÞORSKASTRÍÐ IV í AÐSIGI Ég útiloka engin úrræði til þess JJ að stöðva sjóræningjaveiðar. EINAR K. GUÐFINNSSON SJAVARÚTVEGSRAÐHERRA TELUR ÞÁ HUGMYNO LfÚ AÐ BEITA TOGVlRAKLIPPUM A VEIÐIÞJÓFA A NÝJAN LEIK VEL KOMA TIL ÁLITA. FRÉTTIR JÁ, VAR ÞAÐ VIRKILEGA? Ég fékk nokkur tölvubréf vegna málsins og jf þar mátti enn greina óvild í garð Áma...“ BJÖRN BJARNASON GREINIR FRÁ LÍFSREYNSLU SINNI EFTIR AÐ HAFA LAGT TIL AÐ ÁRNA JOHNSEN YRÐIVEITT UPPREIST ÆRU. íslendingar virðast drekka minna en áður: Kaupa minna af áfengi Sala á áfengi dróst verulega saman í síðasta júlímánuði miðað við sama mánuð i fyrra eða um 18,2% samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar á smásöluvísitölunni. Þá minnkaði velta i dagvöru- verslun um o,6% í júlí og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem sam- dráttur mælist. Miðað við árstíðar- og dagatals- leiðrétta vísitölu er samdráttur um 3,9% í dagvöruverslun og 10,3% í áfengissölu milli júní og júlí. Á síðasta ári var frídagur versl- unarmanna þann 1. ágúst og tald- ist því öll verslun fyrir verslunar- mannahelgina til júlímánaðar. Skýrir það að mestu leyti samdrátt í áfengissölu og að hluta samdrátt í dagvöruveltu. Áfengi Heldur hefur dregið úr áfengis- kaupum okkar. Sunnudagurinn 3. september er síðasti dagur sumarútsölunnar OPIÐ: laugardag 10-17, sunnudag 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000 Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is Kína: Nauðgaði 15 og myrti 7 mbl.is Kínverskur bóndi, sem nauðgaði fimmtán konum og stúlkum og myrti sjö þeirra, var tekinn af lífi á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá kínverskum .. fréttastofum. Bónd- inn, I.i Fengpo, sem var 28 ára, var skotinn í höfuðið í borginni Shaanxi, þar sem hann framdi flesta glæpi sína á árunum 2000 til 2004. Meðal fórnarlamba hans voru bændur, kennarar og nemendur á aldrinum 15-55 ára._ Viðurkenndi Li glæpi sína en mikill ótti skapaðist í borginni Shaanxi og nágrenni á tímabil- inu sem Li framdi glæpi sína. Öttuðust konur mjög að vera einar á ferð og skólastúlkur voru hvattar til þess að fara til og frá skóla í hópum. Lögreglan: Mörg innbrot Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um sjö inn- brot i Reykjavík í fyrrinótt og á miðvikudag. Varðstjóri lögregl- unnar segir að um helmingur innbrotanna hafi verið í bíla og voru teknir ýmsir lausamunir og geislaspilarar. Noregur: Atvinnuleysi í lágmarki Atvinnuleysi í Noregi er nú 2,7% og hefur ekki verið minna síðan árið 1999. Að sögn stjórn- valda orsakast þetta einkum af miklum uppgangi í olíu- og byggingariðnaði og aukinni eft- irspurn eftir opinberum starfs- mönnum. Atvinnuleysi hefur minnkað í öllum starfsgreinum auk þess sem lausum störfum hefur fjölgað um 40% miðað við ágúst í fyrra. Tæplega 66.000 íbúar landsins eru skráðir at- vinnulausir, en þar búa um 4,6 milljónir. M & y

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.