blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 blaðið matur matur@bladid.net Algjör sveppur Á íslandi eru þekktar uin 2.000 tegundir af sveppum, þar af um 350 sem verða það stórar að þær má greina með berum augum. ■* mm « m ■ ■■ r aa m Hollir og ljuffengir Matsveppireruvið- kvæmir og geymslu- þol þeirra takmark- að. Best er að geyma þá í myrkri við tveggja gráðu hita og mikinn raka. Sé birtan mikil þrosk- ast sveppirnir hrað- ar og gæðin rýrna. Steiktir sveppir í kryddjurtum • íslenskir sveppír • Nokkrir pressaðir • hvítlauksgeirar • Börkur af einni sítrónu • 2 matskeiðar ólífuolía • Pipar • Rósmarín • Timjan Skerið sveppina niður í sneið- ar og hitið olíu á pönnu. Press- ið hvítlauksgeirana í olíuna þegar hún fer að krauma og bæt- ið síðan sveppun- um við. Steikið sveppina við háan hita í um mínútu en lækk- ið svo hitann og látið krauma um stund. Bætið sítrónu- berkinum, pip- ar, rósmarín og timjan við og látið krauma þangað til svepp- irnir hafa tékið á sig lit. Hrærið reglulega í. Sumum finnst gott að bæta svolitlu rauð- víni við undir lokin og jafnvel ferskum kryddjurtum (til dæm- is blóðbergi eða steinselju) að eigin smekk. Sveppirnir eru góðir einir og sér eða sem meðlæti með kjöt- eða grænmetisréttum. Ótal möguleikar Sveppi má matreiöa á ýmsa vegu. og eggjalaus gerír gœfumuninn I VOGABÆR 3 Síml 424 6525 www.vogabaer.ls Undraheimur matsveppa Margt að varast Fólk á ekki að tína aðra sveppi en þá sem það þekkir enda eru marg- irþeirra beiniinis hættulegir. Nú er rétti árstíminn til að tína villta matsveppi en því miður veigra sér margir við því sökum kunnáttuleysis við að greina æta sveppi frá þeim sem eru óætir eða beinlínis hættulegir. Ása M. Ásgrímsdóttir er annar höfundur bókar um villta mat- sveppi. „Maður verður að læra að þekkja góða matsveppi og halda sig við þá. Það er eiginlega eina ráðið, því hvorki er hægt að sjá ut- an á þeim né finna það á lyktinni hvort þéir eru ætir. Best er að læra að þekkja matsveppi af bókum eða með fræðslu." Ása segir að ekki megi setja sveppi í plastpoka þar sem þeir skemmist í þeim. „Umgangast þarf sveppi eins og ferskan fisk. Ef ekki er hægt að ganga frá þeim strax setur maður þá í kæli en skilur þá alls ekki eftir á matarborðinu,“ segir Ása. Langbest er að leita að matsvepp- um í skóglendi enda er það kjörlendi helstu tegundanna á borð við furu- svepp, lerkisvepp og kóngssvepp. „Ekki er gott að tína í bænum þar sem umferð er og mengun sem margir sveppir taka í sig. Það er betra að fara út í náttúruna og tína þar,“ segir Ása sem sjálf tínir mikið af sveppum á hverju hausti. Ása býður öllum að kynnast listisemdum sveppanna á morgun í göngu í nágrenni Vígsluflatar í Heið- mörk. Gangan er klukkan ellefu og aðgangur ókeypis. Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: PerkinsTurbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.