blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 20
blaöió Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Breytt Blað Mikil tíðindi eru í útgáfu Blaðsins í dag. Upplag þess hefur verið aukið og er því nú dreift í rétt um eitthundrað þúsund eintökum. Framvegis mun Blaðið berast lesendum að morgni og því er treyst að lesendum muni fjölga verulega. Breytingar eru gerðar á útliti Blaðsins og efnistök verða skýrari. Þar með er lokið við að gera þær breytingar sem var talað um þegar breytingar urðu á ritstjórn Blaðsins fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þrátt fyrir tímamót mun Blaðið eigi að síður halda áfram að breytast og þroskast. Blaðið hefur nokkra sérstöðu frá hinum dagblöðunum tveimur. Blaðið mun ekki ætla sér að keppa beint við hin dagblöðin tvö, heldur verða skýr valkostur. Sérstaða þess er nokkur. Blaðið verður áfram alþýðlegt, veitir upplýsingar og gætir að hag neytenda. Blaðið verður hófsamt og ákveðið, sanngjarnt og kjarkað og leitast verður við að í hverju tölublaði verði við- bót við allt það efni sem aðrir fjölmiðlar birta. f nútímasamfélagi er það þannig að velflestir hafa aðgang að ljósvaka- fréttum að degi til og á kvöldin og aðgangur íslendinga að tölvum er meiri en almennt gerist. Þess vegna er aðgangur flestra að almennum fréttum nokkur og stundum mikill. Blaðinu er ekki ætlað að endursegja fréttir sem aðrir fjölmiðlar hafa birt. Það hefur þegar skapað sér sérstöðu og áfram verður haldið á þeirri braut. Mikil og sterk viðbrögð hafa verið við þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar og er það von okkar sem störfum við Blaðið að þær brey tingar sem nú líta dagsins ljós mælist einnig vel fyrir. Það er þörf fyrir fjölmiðil sem eykur litróf frétta, sem nálgast fréttir með öðrum hætti en allir hinir, sem er í senn alþýðlegur og skemmtilegur fjölmiðill. En fjölmiðill er ekki bara fréttir. Áfram verður lögð alúð við annars- konar efni. í dag fylgir Orðlaus Blaðinu og verður svo áfram á hverjum föstudegi. Fastir efnisflokkar verða alla daga, svo sem menning, íþróttir og fleira. Ekki verður dregið úr vægi þessara þátta þrátt fyrir að frétta- hlutinn hafi verið aukinn. Með annarri uppröðun efnis og fastari efnis- tökum mun fjölbreytni aukast og meira verður lagt í vinnslu alls efnis. Takmarkið er augljóst. Blaðið á að hafa sérstöðu, Blaðið á að vera skemmti- legt, fræðandi og ábyrgt. Það er fleira sem breytist en aukið upplag, morgundreifing, útlit og efnistök. í fyrstu verður mánudagsútgáfu Blaðsins hætt. Þar sem sömu blaðberar dreifa Blaðinu og Morgunblaðinu er ekki unnt að bæta á þeirra vinnu á mánudögum, en þá kemur fasteignablað Morgunblaðsins út og því er vinna blaðbera mikil á mánudögum. Það er von okkar sem störfum við útgáfu Blaðsins að breytingar á dreif- ingu og efnistökum sem og útlitinu verði til þess að styrkja enn frekar ágætt samband Blaðsins og lesenda. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsimi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Islandspóstur 20 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 bla6iö * MM VlAWM SJör-nÍ VEt&uti ty Tfí >ES£*r Lt-YJW^STU §fJÍ4. Vb9 'E’RUM r gN&U gmq^j zTtír )ooo áRr l£Tiuv, SUbCK ' OQ nvGmmatsi Prófessor Þorvaldur og keltneski tígurinn I Fréttablaðinu í gær birtist grein eftir Þorvald Gylfason pró- fessor um stöðu nágranna okkar og frænda á írlandi. Hann vekur meðal annars máls á örum efna- hagslegum framförum þar í landi á undanförnum árum enda hlýtur það að vekja athygli hvernig írum tókst á undraskömmum tíma að verða ein ríkasta þjóð Evrópu og heimsins alls eftir að hafa verið meðal þeirra fátækustu í hinum vestræna heimi allt fram á áttunda áratug síðustu aldar. Opnað fyrir Qárfestingar og viðskipti Þorvaldur getur þess réttilega að til þess að skapa skilyrði fyrir þessum framförum hafi írar þurft að kasta af sér þeim hlekkjum hugarfarsins, sem langvarandi nýlendustjórn Breta hafi lagt á þá og nefnir að með aðild landsins að Evrópusambandinu 1973 hafi hjólin verulega farið að snúast og svigrúm skapast til umskipta heima fyrir. Stjórnvöld hafi hætt að einblína á landbúnað og farið að búa i haginn fyrir iðnað, verslun og þjónustu. Loks getur hann þess að ríkisstjórnir lands- ins hafi breitt út faðminn á móti er- lendum fyrirtækjum sem laðast hafi að landinu meðal annars vegna þess að írar tali ensku. Skattalækkanir á atvinnulífið Allt eru þetta réttar athugasemdir, svo langt sem þær ná, en til að skilja árangur Ira er nauðsynlegt að huga nánar að nokkrum þáttum. Þannig má nefna, að Evrópusambandsað- ildin var írum vissulega mikilvæg - til skamms tíma vegna þess að þeir fengu sem fátæk þjóð ríflega styrki úr sjóðum sambandsins en til lengri tíma vegna þess að þar með urðu þeir hluti af innri markaði sambandsins Birgir Ármannson og hindrunum í viðskiptum var rutt úr vegi. Aðild að ESB hefði hins vegar ekki skilað þessum mikla efnahags- legaárangri nema vegnaþess að stjórn- völd gripu til ýmissa annarra ráðstaf- ana til að bæta skilyrði atvinnulífsins í landinu. í því sambandi er óhætt að fullyrða að stórfelldar skattalækk- anir, einkum á fyrirtæki en einnig á einstaklinga, hafi riðið baggamuninn. Það var nefnilega einkum með afar hagstæðu skattaumhverfi sem írsk stjórnvöld breiddu út faðminn á móti erlendum fyrirtækjum þótt notkun hinnar ensku tungu hafi heldur ekki spillt fyrir. írar sáu nefnilega að til að styrkja stöðu sína í alþjóðlegri sam- keppni var mikilvægt að bjóða betur í skattamálum heldur en gekk og gerð- ist í nágrannalöndunum og árangur þeirra var meiri en jafnvel bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. ísland - frland Það var á sömu forsendum og hjá írum að ríkisstjórnir Davíðs Odds- sonar fóru út í miklar skattalækkanir á atvinnulífið í landinu. Það var ekki út af neinni sérstakri góðsemi í garð fyrirtækjanna eða eigenda þeirra heldur til þess að efla atvinnulífið og tryggja þar með grundvöll góðra lífskjara og velferðar í landinu. Þetta hefur tekist bæði á Islandi og írlandi. Bæði löndin bjóða i dag upp á hag- stætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki, sem á ríkan þátt í því að atvinnulíf stendur í blóma og kaupmáttur og Iífskjör eru með þvi besta sem gerist í heiminum. Segja má að írar standi framar að því leyti að almennt tekju- skattshlutfall fyrirtækja þar er nú 12,5% meðan það er 18% hér og hlýtur það að þrýsta á frekari lækkun hér á landi á næstu árum. Reynslan sýnir að það er hægt að gera án þess að tekjur ríkisins minnki - reynsla bæði Ira og íslendinga leiðir í ljós að með lægri skattprósentu er hægt að örva at- vinnulífið, auka tekjumyndun í þjóð- félaginu, stækka þar með skattstofna og ná inn meiri tekjum til að standa straum af sameiginlegum útgjöldum, hvort sem er til menntamála, heilbrigð - ismála eða annarra velferðarmála. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá stjórnmálamenn og flokka sem alltaf hafa staðið gegn skatta- lækkunum en krefjast á sama tíma stöðugt aukinna opinberra útgjalda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, skrifar Páli Magnússyni útvarpsstjóra • j opið bréf í gær og gerir athuga- semdir við vinnubrögðin í Kast- Ijósi, sem hafði boðið honum til viðræðu ásamt Vaigerði Sverr- 1 isdóttur utanríkisráðherra en það boð var svo dregið til baka skömmu síðar. Telur Steingrímur einsýnt að ráðherrann hafi neitað að koma nema hún yrði ein í kast- Ijósinu og finnst honum það að vonum fúlt. íg verö aS segja útvarpsstjóri góður að ég veit ekki hvortþessi uppákoma, sem ég hefærna ástæðu til að ætla að sé ekki etnsdæmi, er verri og meira niðurlægjandi fyrir ráðherrann eða Ríkisútvarpið. Ráðherra sem ekkiþorir að mæta stjórnmálaandstæðingum í rökræðum gefur auðvitað með því sjálfum sérog/eða málstað sínum falleinkunn. Hitt er líka ofboðs- legt að verða vitni að því að Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þessum hætti og láta það eftir ráðherranum að ryðja andstæðingi i stjórnmálum og talsmanni ólíkra sjónarmiða útúrumræðuþætti. SlEINGRfMUR J. SlGFÚSSON, 31.VIII.2006 r Iaðdraganda forsetakosninga í Bandaríkj- unum 1988 höfðu ráðgjafar Mike Dukakis áhyggjuraf þvi, að kjósendum fyndist hann of uppburðarlítill, sem ekki var úr lausu lofti gripið. Skipulögðu þeir því myndatöku af fram- bjóðandanum um borð í skriðdreka í von um að hann þætti meira karlmenni á eftir. Sú ráða- gerð mistókst fullkomlega, því engum þótti Dukakis maðurað meiri í of stórum öryggishjálmi með Mikka mús- eyrum. Hann skíttapaði svo kosningunum. En síðan birtir Morgunblaðið í fyrradag forsíðumynd af Georg Lárussyni, hinum skelegga forstjóra Landhelgisgæsl- unnar.semernán- ast einsog sniðin eftirforskriftDuk- akis.Goggi erþvi tæpast á leiðinni íframboð. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.