blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 blaöið veiði veidi@bladid.net Veiöiráð Rannsakaöu umhverfi fisksins áöur en þú velur fluguna. Hvers konar æti er i umhverfinu? Þá er gott aö kíkja undir steina og athuga hvers konar skordýr þu finnur. Einnig er ráðlegt að athuga hvers konar skordýr fljóta á vatninu og velja síðan flugu svipaða að iögun og lit. Ásgeir Guðmundsson og synir með ólæknandi veiðidellu Veiða víða um heim Veiðisagan Maríulaxinn í afmælisgjöf Gyða Sigríður Einarsdóttir fór í laxveiði í Laxá í Dölum á 35 ára afmælisdegi sínum og setti í mar- íulaxinn sinn á flugu. Þrír laxar veiddust í túrnum, fjögurra til fimm punda fiskar, og tóku þeir Svartan Frances og Tvo á kamr- inum. Skálaði hún í kampavíni á bakkanum í tilefni dagsins. „Ég hef alist upp við veiði frá unga aldri og hef mjög gaman af stangaveiðinni. Þegar ég var þrítug fór ég líka í Laxá í Dölum og veiddi fyrsta laxinn minn á maðk sem var sjö pund,“ sagði Gyða sem var með unnusta sín- um Ásgeiri Guðmundssyni flug- stjóra, grínara og veiðimanni fimm árum síðar í sömu ánni og gerði enn betur með flugustöng- inni. Sumir veiða til að lifa á meðan aðrir lifa til að veiða. Ásgeir Guðmundsson flugstjóri, veiðimaður og grínari, er án efa i seinni flokknum en veiðar eru lífhansogyndi. Þegar Ásgeir ferðast um allan heim í starfi sínu fyrir Cargolux notar hann tímann vel og veiðir ýmist fugla eða dýr. Geiri tekur gjarnan syni sína þrjá með í veiðiferðir og í vor fóru þeir feðg- ar, Geiri, Ásgeir Atli og Emil Már, til S-Illinois á villikalkúnaveiðar. Emil, sem er átján ára, felldi vænan kalkún með haglabyssu ásamt föður sínum en Emil fór til Afríku fyrir tveimur árum, þá aðeins sextán ára gamall, og felldi þar stór veiðidýr svo sem oryx og springbuck. Sonurinn forfallinn með stöngina f sumar fór Geiri með næstelsta son sinn, Ásgeir Atla sem er ellefu ára, í laxveiði norður í Djúpá í Köldukinn þar sem Ásgeir Atli veiddi maríulaxinn sinn á maðk, fimm punda fallega hrygnu. Þeir veiddu fimm laxa í túrnum í þessari litlu og þægilegu „dekurá” eins og Geiri kall- ar ána. „Við veiddum á snældur og gárutúp- ur. Þarna hafa veiðst tólf til fimmtán punda laxar en áin þolir ekki mikla veiði. Strákurinn er alveg forfallinn í stangaveiðinni og það er ekki aftur snúið með hann,” segir Geiri stoltur þegar hann rifjar upp veiðitúrinn í Djúpá í Köldukinn. Á hreindýraveiðum Ásgeir Guðmundsson og Ásgeir Atli með hreinkú á Þrælahálsi í 20 stiga hita. Á hreindýraveiðum Nýverið fór Ásgeir Atli í mikið veiðiferðalag með pabba sínum um landið og óku þeir 3.500 kilómetra vítt og breitt og fóru meðal annars á hreindýraveiðar fyrir austan í 20 stiga hita og sól á svæði 2 við Þrælaháls. Þar felldi Geiri stóra hreinkú sem vó 46 kíló flegin. „Við flugum líka á litlu rellunni okk- ar, TF-GUN, yfir veiðisvæðin með útlendinga í útsýnisflugi á sama tíma og þeir voru mjög hrifnir af landinu okkar. Sjálfur hef ég veitt viða um heiminn bæði fugla og dýr og reyni líka að veiða hér heima þegar ég á frí.” Það má því með sanni segja að líf Ás- geirs snúist mikið um veiði og hann tekur syni sína oft með á veiðar enda áhugasamir með eindæmum. Geiri lif- ir til að veiða. Róbert Schmidt Ánægður með villikalkúninn Emil Már með tvo væna villikalkúna í S-lllinois. Með maríulaxinn ÁsgeirAtli með maríulaxinn sinn, ellefu ára gamall, í Djúpá ÍKöldukinn. 'emington Skotveiðivörur fást í næstu sportvöruverslun. Innflutningur og dreifing: Veiðiland ehf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.