blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 4
I FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 FRETTIR INNLENT Aldrei meira keypt íslenskir fjárfestar keyptu fleiri erlend verðbréf í síðasta mánuði en þeir hafa nokkru sinni gert í einum mánuði. Kaupin námu 54 milljörðum króna í síðasta mánuði en áður hafði mest verið keypt fyrir fjörutíu milljarða króna í janúar. Styttri útivistartími Frá og með deginum í dag mega tólf ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 á kvöldin en þrettán til sextán ára unglingartil klukkan 22. Þeirsíð- arnefndu mega þó vera síðar á ferð ef þeir eru á heimleið af skóla- eða æskulýðsskemmtun. Komið á fullt Álverið í Straumsvík er komið í fullan gang eftir að hafa verið rekið með skertum afköstum síðan í sumar þegar slökkt var á öllum kerum í kerskála 3 vegna rafmagnstruflunar. Byrjað var að ræsa kerin í júlí og því lauk í gær, tveimur mánuðum á undan áætlun. Framleiðslutapið var mun minna en búist var við. + blaóiö W . r r ■' n Muslimar á Zanzibar: Telja Freddie hafa skaðleg áhrif Skipuleggjendur hafa þurft að fresta mikilli hátíð sem átti að halda í Zanzibar í Tansaníu þann 5. þessa mánaðar til þess að minn- ast þess að sextíu ár eru liðin frá fæðingu rokkstjörnunnar Freddie Mercury. Ástæða frestunarinnar er mikil mótmæli. Múslimar á eyjunni kröfðust þess að stjórnvöld myndu banna samkomuna en þeir telja að lífsstíll Mercury heitins eigi lítið erindi við íslömsk gildi og fordæmdu skipu- leggjendur hátíðarinnar fyrir að halda merki hans á lofti. Stjórnvöld ákváðu að banna ekki skemmt- unina en meinuðu fjölmiðlum að fjalla um hana. En þar sem hópur múslima ætlaði að standa fyrir fjöldamótmælum þar sem skemmt- unin átti að fara fram ákváðu skipu- leggjendur að láta undan. Freddie Mercury fæddist á Sansi- bar árið 1946. Hann fluttist síðar Ekki æskileg fyrirmynd Freddie Mercury á sokkabandsárum sínum. til Englands þar sem hann gerði garðinn frægan sem prímusmótor í rokkhljómsveitinni Queen. Merc- ury var tvíkynhneigður og þótti ansi skrautlegur á sviði. Hann lést vegna eyðnismits árið 1991. Þrátt fyrir að fáir íbúar Sansibar viti að hann hafi fæðst á eynni er þar starf- ræktur veitingastaður sem heiðrar minningu hans. Óvæntur atburður í Keflavík: 15 ára tekinn á bíl Lögreglan í Keflavík hafði af- skipti af 15 ára pilti sem var að aka bifreið á Hafnargötunni í Keflavík ígær. Vinur piltsins sem er 18 ára gamall hafði leyft piltinum að aka. Ekki endaði sú ökuferð alveg eins og piltarnir höfðu ímyndað sér f upphafi og þeir voru báðir sekt- aðir fyrir uppátæki sitt. 9i ^nnJzaupasíjórar möíunet/ía aínuqio Persónuleg þjónusta, gæði á góðu verái Bjóðum upp á kjöt, unnar kjötvörur og álegg. Útlendingar skilja ekki íslenskar vegamerkingar Yfir 5 þúsund bíla- leigubílar á þjóövegum landsins á hverjum degi Bianmui Vegamerkingar á íslandi: Óskiljanlegar fyrir erlenda ökumenn ■ Átta sig ekki á hættum ■ Tjón yfir 100 milljónir Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Vegamerkingar á íslandi eru al- mennt mjög lélegar og í sumum til- fellum óskiljanlegar fyrir erlenda ökumenn að mati þeirra sem reka bílaleigufyrirtæki. Dæmi er um að tjón af völdum lélegra merkinga hafi kostað bílaleigu yfir 100 millj- ónir á ári. Telja þeir nauðsynlegt að setja upp merkingar á ensku á hættulegustu stöðunum. Aðstoð- arvegamálastjóri segir vegamerk- ingar á útlensku ekki koma til greina að svo stöddu. Bíður eftir stórslysi „Við erum búnir að missa um 20 bíla í heiltjón í ár og þar af meira en tíu vegna þess að útlendingur missti stjórn á bíl á malarvegi,“ segir Hjálmar Pétursson, fram- kvæmdastjóri ALP Bílaleigu. Hann segir vegamerkingar við hættulega staði vera óskiljanlegar fyrir útlend- inga þannig að þeir átta sig ekki á hættunni. „Það eru ákveðin skilti hér sem eru ekki notuð annars staðar eins og t.d. malbik endar. Út- lendingar þekkja ekki svona merki. Við höfum bent á að það væri gott að hafa svona á ensku.“ Hjálmar segir ennfremur að til- finnanlegur skortur sé á vegamerk- ingum þar sem vegaframkvæmdir eru í gangi og oft séu viðvörunar- skilti eingöngu á íslensku. „Eins og ástandið er nú þá bíður maður eftir stórslysi. Ég hugsa að tjónið hjá okkur að meðtöldum iðgjöldum m.a. vegna lélegra vegamerkinga sé vel yfir xoo milljónir á ári.“ Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, tekur undir orð Hjálmars og segir fyrirtækið hafa lagt mikla áherslu á að mikilvægustu hættu- merki verði auðgreind á ensku. ,Það stendur kannski fjallvegur lokaður eða hættuleg beygja fram- undan með stórum íslenskum stöfum en ekkert á útlensku. Merk- ingum er ábótavant að mínu mati og það væri gott ef bílaleigurnar, Vegagerðin og tryggingafélögin myndu vinna saman að því að koma þessu í lag.“ Of ríkmálvernd Að sögn Gunnars Gunnarssonar að- stoðarvegamálastjóra ráða viss mál- verndunarsjónarmið því að ekki er komið upp enskum vegamerkingum hérlendis. „Málverndunarmenn hafa lagst gegn enskum merkingum. Það sést heldur ekki erlendis að vega- merki séu á öðrum tungumálum. Því er það ekki í umræðunni núna að koma upp svona merkingum." Gunnar segir þó að á vissum stöðum á hálendinu hafi verið komið fyrir merkingum á ensku en það heyri til undantekninga. Þá efast hann um að hægt sé að rekja slys til lé- legra merkinga en leggur áherslu á að Vegagerðin fylgist með að verktakar merki vinnusvæði. „Auðvitað eigum við með öllum ráðum að reyna að koma í veg fyrir slys. En ég veit ekki hvort hægt sé beinlínis að rekja slys til lélegra merkinga. Við reynum að hafa mjög strangt eftirlit með þeim verktökum sem vinna á okkar vegum. Við erum með verklagsreglur um það hvernig á að merkja vinnustaði og eftirlitsmenn okkar gæta þess að þeim sé fylgt eftir.“ Pentax K100D er kominl Alvöru DSLR vél - hlaðinn búnaði. Vélin er með nýrri Pentax hristivörn (SR), sem hristíver flöguna, þannig að ekki þarf að kaupa hristivörnina (hverri linsu. Auk SR kerfisins sem færir flöguna eldsnöggt til að vinna móti hreyfingu, þá er vélin með hárnákvæman og leiftursnöggan, sjálvirkan 11 punkta SAFOX VIII fókus og sjálfvirka Ijósnæmisstillingu (16 hluta Ijósmæling). Vélin er með marga auönotanlega tökuhætti, 2,5 tommu (210.000 díla) skjá, bjartan Pentax spegil glugga með 0,85X stækkun ofl. ofl. K100D er fyrir bæði venjulega, sem og reynslu meiri Ijósmyndara. Einstakt verö Pentax K100D með Pentax DA 18-55mm linsu, á kr. 74.900! Pentax K100D með Pentax DA 18-55mm og Pentax DA 50-200mm linsum á kr. 97.500! Nánari upplýsingar á www.ljosmyndavorur.is tíiÉtirtl MYNBiál -I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.