blaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006
blaöift
kolbrun@bladid.net
Of mikiö af því
góöa getur veriö
dásamlegt,
Mae West
Afmælisborn dagsms
EDGAR RICE BURROUGHS RITHÖFUNDUR, 1875
LILYTOMLIN LEIKKONA, 1939
Öfgar í leikhúsárinu
tli leikárið ein-
kennist ekki að ein-
hverju leyti af því
að við eigum no
ára afmæli í janúar.
Annars vegar má segja að einkenni
leikársins sé viss íhaldssemi og síð-
an ótrúleg framsýni,“ segir Guðjón
Pedersen leikhússtjóri Borgarleik-
hússins. „Við sýnum aftur Dag von-
ar eftir Birgi Sigurðsson sem var
frumsýnt á 90 ára afmæli leikfélags-
ins og sýnum einnig söngleikinn
Gretti eftir Ólaf Hauk Símonarson,
Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson.
Við sýnum Amadeus eftir Peter
Shaffer um samband Mozarts og
Salieris sem er stórsýning í leik-
stjórn Stefáns Baldurssonar.
Við kynnum nútímalegt skoskt
leikskáld, Anthony Neilson, sem
við sýnum tvö verk eftir. Jólasýn-
ingin okkar verður Fagra veröld eft-
ir hann og síðan sýnum við gaman-
leik hans Lík í óskilum. Við sýnum
líka Mein Kampf eftir Georg Tabori
sem segir frá því þegar hinn ungi
Adolf Hitler reynir að komast inn í
Listsaakademínuna í Vín en hittir
fyrir tvo gyðinga sem ráðleggja hon-
um að vera ekki að hugsa um mynd-
listina því hann eigi miklu fremur
heima í stjórnmálum.
Ætli þessar sýningar sýni ekki
öfgarnar á leikárinu, það er ekkert
miðjumoð í leikhúsinu í vetur.
Við sinnum nýsköpun og erum
með tvö samstarfsverkefni, annað
er Eilíf hamingja eftir Andra Snæ
Magnason og siðan leikritið Fyrir-
tíðarspenna eftir Björk Jakobsdótt-
«
ur.
Alltaf að slá eigin met
Þegar Guðjón er spurður hvað
honum þyki mest spennandi á leik-
árinu segir hann: „Eg hlakka óskap-
lega til að hitta Anthony Neilson
sem ætlar að koma til okkar um jól-
in. Verkin tvö sem við sýnum eftir
hann eru mjög ólík. Ég hlakka einn-
ig mjög til að hitta Pinu Bausch
sem er einn áhrifamesti sviðslista-
maður samtímans og kemur til okk-
ar með gestaleik í september. Það er
stór viðburður í íslensku leikhúslífi
að fá dansleikhúsið til okkar.“
Guðjón segir starfsemi Borgar-
leikhússins ganga vel: „Við erum
alltaf að slá okkar eigin met. Það
komu yfir 150.000 í húsið á síðasta
ári. Við stöndum vel fjárhagslega,
eigum frábært hús og erum með
frábært fólk.“
Opið hús
Þess skal að lokum geta að opið
hús verður í Borgarleikhúsinu á
sunnudaginn milli 3-5, boðið verð-
ur uppá fjölbreytta dagskrá þar
sem allir geta fundið eitthvað við
sitt hæfi.
Starfsfólk Borgarleikhússins
bakar vöfflur fyrir gesti og gang-
andi, það verður heitt á könnunni
og svaladrykkir fyrir börnin. Geir-
fuglarnir spila, Laddi og Eggert
Þorleifs ætla að gera það gott. Flutt
verða tónlistaratriði úr Ronju ræn-
ingjadóttur, Gretti og Footloose og
börn úr Sönglist troða upp. Hægt
verður að fylgjast með æfingum
á Amadeusi, Mein Kampf og hjá
Islenska dansflokknum. Kynning
verður á nýju leikári hjá Borgar-
leikhúsinu, Id og Sönglist. Persón-
ur úr verkum vetrarins spígspora
um leikhúsið. Opnuð verður sýn-
ing á öllum Ronju-myndunum
sem bárust í teiknisamkeppnina
„Ronja ræningjadóttir í sumarfríi”
og mun Ronja afhenda verðlaun-
in fyrir efstu þrjú sætin.
Guðjón Pedersen.
,/Etli þessar sýningar sýni
ekki öfgarnar á leikárinu,
þad er ekkert miðjumoð i
leikhúsinu i vetur.“
Mynd/Frlkkl
,
tmssm
.
—-
■
Súperbygg hefur
hafíð innflutning á
byggingatimbri.
-r-
- >35*
—--
Fyrsta sending er
komin og nú eigum við
mótatimbur og smíðavið
-
■
Fáið frekari upplýsingar
hjá sölumönnum okkar í
síma 414 6080.
......
DÍð
daga 8-18.
alla
Bæjarhrauni 8
Sími: 414 6080
www.superbygg.is
- meira fyrir minna