blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 blaðiö VEÐRIÐ I DAG Skúrir víða Suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu og skúrir vestanlands en rigning á Suðaustur- og Austurlandi. Hægari og úrkomulítið eftir hádegi og léttirtil norð- austanlands. Hiti 8 til 15 stig að deginum. ÁMORGUN Rok Stíf sunnanátt og rigning, en snýst í hægari suðvestanátt með skúrum vestanlands. Hiti 9 til 15 stig.Fremur stíf norðaustanátt og rigning norðan og austanlands, en bjart um suð- vestanvert landið. 8 til 16 stig. | VÍÐA UM HEIM | Algarve 28 Glasgow 16 New York 19 Amsterdam 18 Hamborg 16 Orlando 24 Barcelona 28 Helsinki 15 Osló 15 Berlín 23 Kaupmannahöfn 17 Palma 29 Chicago 15 London 19 París 24 Dublin 17 Madrid 30 Stokkhólmur 15 Frankfurt 25 Montreal 14 Þórshöfn 10 Guantanamó: Fjórtán fluttir í fangabúðirn- mbl.is George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur ákveðið að láta flytja fjórtán hryðjuverka- leiðtoga til fangabúðanna við Guantanamó-flóa en þeir hafa verið í haldi bandarísku leyni- þjónustunnar á leynilegum stað. I Guantanamó verður hafinn undirbúningur að réttarhöldum yfir föngunum fjórtán. Umræddir fangar eru sagðir vera lykilmenn innan al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna. Þar má nefna Khalid Sheik Moham- med sem var talinn vera þriðji æðsti leiðtogi al-Qaeda áður en hann náðist í Pakistan. Náttúrufræðistofnun: Draga þarf úr rjúpnaveiðum mbl.is Rjúpnastofninn er á nið- urleið um allt land eftir tveggja ára uppsveiflu, samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar Islands sem hefur metið veiðiþol rjúpna- stofnsins. Lagt er til að dregið verði úr rjúpnaveiði í haust með því að takamarka veiðitíma verulega og að sölubann gildi áfram. Niðurstöður frá ein- stökum talningarsvæðum sýna að meðaltali 12 prósenta fækkun rjúpna frá fyrra ári. Veikindi á íslenskum vinnumarkaði Veikir íslendingar Miöað við meðaltalstölur Vinnueftirlits ríkisins má gera ráð fyrirSOOO veikum Islendingum á hverjum degi. Veikindi starfsmanna Landspítalans á ekki við starfs- mennina á myndinni. Þrju prósent veikir að meðaltali hverju sinni ■ Minna menntaðir oftar veiki Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þarna kemur vel á vondan því ég er einmitt með hálsbólgu núna,” segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, aðspurður um veikindi á íslenskum vinnumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands eru tæplega 165 þúsund starfandi landsmenn og miðað við tölur Vinnueftirlitsins má gera ráð fyrir því að tæplega 5.000 séu veikir á degi hverjum. „Rannsóknir á þessu hafa ekki verið gerðar og því miður vitum við ekki nógu mikið um þetta. Fyrir nokkrum árum gerðum við kann- anir sem leiddu í Ijós að þrjú prósent eru að meðaltali veikir hverju sinni. Þá könnuðum við út frá styttri fjar- vistartíma því að annars hefðu töl- urnar litast af langtímafjarvistum,” segir Kristinn. „Algengast er að fólk sé frá í tvo Vantar sam- ræmda skrán- ingu á þessu sviði. Kristinn Tómasson Sérfræflingur Vinnu- eftirlits rikisins til fjóra daga. Meðaltalstölur hækka þegar langtímaveikindi eru skoðuð, fara upp f fjögur prósent. Tölurnar eru ekki fullkomnar. Það vantar samræmda skráningu á þessu sviði. Einnig er erfitt að gera samanburð við Norðurlöndin því þar eru veik- indagreiðslur með öðrum hætti en hér. Síðan er líka erfitt að fá tölur frá einkafyrirtækjum því þetta eru við- kvæmar samkeppnisupplýsingar.” Mega ekki veikjast Kristinn segir ákveðinn hóp starfs- fólks ekki vera í aðstöðu til að veikj- ast og því líklegt að meðaltalstölur Lægra mennt- unarstig virðist orsaka fleiri fjarvistir. Jóhannes Gunnarsson Framkvæmdastjórilækn- inga á Landspitalanum myndu hækka ef sá hópur hefði tæki- færi til að taka sér frí. „Aðstaða manna til að vera veikir er misgóð. Einyrkjar og stjórnendur fyrirtækja eiga mjög erfitt, starfs sfns vegna, að taka sér frí vegna veikinda,” segir Kristinn. “Bændur og verslun- areigendur sem starfa í eigin verslun geta f raun aldrei tekið sér frí. Sama á við um skurðlækna því þá myndi öll starfsemin riðlast verulega. Þeir þurfa sennilega að vera meðvitundarlausir til þess að flokkast sem óstarfhæfir.” Ákveðið mynstur Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspít- alanum, segir að samanburður hafi verið gerður milli norrænna sjúkra- húsa og þar komi fram ákveðið mynstur í veikindum starfsfólks. „Veikindafjarvistir eru mjög misjafnar eftir (Starfsgreinum. Á heildina litið virðast fjarvistirnar hér á landi tiltölulega litlar í sam- anburði við Norðurlönd,” segir Jóhannes. „Fjarvistir í ummönnun- arstéttum eru nokkuð miklar og það er klárt mynstur milli álags og fjarvista. Þeim mun meira álag sem er í starfi því algengari eru veikindafjarvistir,” segir Jóhannes og bætir við: „Menntunarstig hefur líka heilmikið að gera með veikindi. Því hærra sem mennt- unarstig starfsfólksins er því sjaldgæfari eru veikindafjarvistir. Lægra menntunarstig virðist or- saka fleiri fjarvistir og því helst þetta í hendur. Við þekkjum þetta mynstur hjá okkur.” persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur www.zedrus.is Hlíöorsmára 11 S. 534 2288 Dómsmálaráðherra: Betra eftirlit með réttindalausum Endurskipuleggja þarf eftirlit með réttindalausum útlendingum hér á landi að mati Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra. Hann segir ríki innan Schengen-svæðis- ins vera í sívaxandi mæli að bregð- ast við fjölda óiöglegra innflytj- enda og ekki ástæða til að ísland skeri sig úr að því leyti. „Ríkisstjórnir í löndum þar sem mikið er um ólöglega innflytj- endur eru að gera ráðstafanir til þess að sporna við þessu og flytja fólk úr landi. Við hér höfum litið til þess og þurfum að endurskipu- leggja okkar eftirlit með útlend- ingum hérna. Við viljum heldur ekki að réttindalausir menn séu hér á landi.“ Á föstudag mun Háskólinn á Bif- röst í samvinnu við Evrópunefnd forsætisráðuneytisins standa fyrir ráðstefnu um samtvinnun EES- samningsins, Schengen og dóms- og innanríkismála. Á ráðstefnunni tekur fjöldi erlendra sérfræðinga til máls og þá mun Björn Bjarna- son einnig halda fyrirlestur. Björn segir að á ráðstefnunni verði velt upp þeirri spurningu I Með fyrirlestur V á ráðstelnu jfl ura Schengen TM og EES. r Á Björn Bjarnason ■JH dómsmálaráðherra hvort ástæða sé til að tengja Schengen betur við EES-samning- inn. „Við höfum núna tvær leiðir til að hafa samskipti við Evrópu- sambandið. Annars vegar í gegnum EES-samninginn og hins vegar í gegnum Schengen. Báðar leiðir eru mikilvægar og við ætlum að ræða hvort ástæða sé til að tengja þetta betur saman.“ Að sögn Björns hefur Schengen samstarfið þjónað íslendingum vel og sérstaklega við hvers konar landamæravörslu. „Schengen hefur gert það að verkum að menn grípa til sameiginlegra úrræða sem er betra en ef menn væru að bauka hver í sínu horni. Þá höfum við að- gang að öflugum gagnagrunnum til að fylgjast með og skrá upp- lýsingar. Þetta hjálpar við alla landamæravörslu." Piltur í gæsluvarðhald: Stakk hnífi í bak manns mbl.is Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 26. september og gert að sæta geðrannsókn vegna hnífsstungumáls aðfaranótt síðastliðins þriðjudags í Laugar- dal. Piltinum er gefíð að sök að hafa stungið 25 ára karlmann í bakið með hnífi en árásin var tilefnislaus. Kunningsskapur er með geranda og þolanda en atvikið átti sér stað í Laugardal þar sem mennirnir höfðu numið staðar stundarkorn eftir ökuferð. Árásarmaðurinn hvarf strax af vettvangi en sá sem fyrir árás- inni varð náði sjálfur að keyra á slysadeild. Meiðsli hans reynd- ust ekki eins alvarleg og leit út fyrir í fyrstu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.