blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 1
Prívat persóna „Það sem skiptir mig mestu er fyrst og fremst fjölskyldan, heilsan og að hafa góðar stoðir í kringum mig. Ég er mjög prívat persóna, fer lítið út að skemmta mér eða á viðburöi," segir Elín Hirst. 200. tölublað 2. árgangur fímmtudagur 7. september 2006 ■ FOLK „Við leitum fyrst og fremst eftir i því sem á erindi við samtímann," k segir Ása Briem ÍV: ISÍÐA34 ■ HEILSA ,Kraftganga er góð hreyfing fyrir byrjendur,4' segir Árný Helgadóttir SÍÐA38 Ellilífeyrisþegar bera skarðan hlut frá borði: Borga 60 prósent af fjármagnstekjum ■ Lífeyrir lækkaður vegna sparnaðar ■ Forstjóri Tryggingastofnunar segir farið að lögum Eftir Hðskuld Kðra Schram hoskuldur@bladid.net Fjármagnstekjur eftirlaunaþega*af uppsöfnuðum sparnaði skerða ellilífeyri ásamt því að tekin er af honum hefðbundinn fjármagnstekjuskattur. Ellilífeyrisþegi segir þetta hrópandi óréttlæti og jafngilda því að ríkið taki um 60 prósent skatt af fjármagnstekjum eldri borga á meðan aðrir borgi aðeins 10 prósent. Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir kerfið koma í veg fyrir að fólk leggi pening í sparnað. Forstjóri Tryggingastofnunar rík- isins segir allar tekjur koma til skerðingar á lífeyri. „Venjulegt fólk borgar aðeins 10 prósent af sínum fjármagnstekjum en þegar kemur að ellilífeyris- þegum hækkar skatturinn upp í 60 prósent,“ segir Kolbrún Olgeirsdóttir ellilífeyrisþegi. „Þetta er hrópandi óréttlæti og ég trúi því ekki að þetta sé löglegt.“ Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir félaginu berast margar fyrirspurnir vegna þessa. „Við heyrum heilmikið af þessu og þetta skerðir mikið þær bætur sem fólk er að fá.“ Að sögn Margrétar virðist kerfið vinna gegn þvi að fólk leggi pening í sparnað á lífsleiðinni. Ríkið hirði einfaldlega obbann af þeim sparnaði. „Ríkið er eiginlega stærsti lífeyrisþeginn. Það tekur svo mikið af sparnaði fólks." Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins, segir lögin einfaldlega kveða á um hlutirnir séu gerðir með þessum hætti. „Það koma allar tekjur til skerðingar á bótum. Ef menn eru ósáttir við lögin þá þarf að tala við þá sem setja lögin.“ Sjá einnlg síðu 4 Evrópusambandiö og íranir fresta fundi Viðræðum á milli klerkastjórnarinnar í (ran og fulltrúa Evrópusambandsins (ESB) um kjarnorkudeilu Irana sem áttu að fara fram í Vín í Austurríki í gær var frestað. Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, hafði boðið Irönum til fundarins til þess að veita þeim lokatækifæri til þess að koma í veg fyrir að alþjóðasam- félagið grípi til þvingunaraðgerða vegna þess að klerkastjórnin neitar að láta af auðgun úrans. Ali Ashgar Soltanieh, erindreki Irana hjá Alþjóöakjarnorkumálastofnuninni (IAEA), sagði að báðir aðilar hefðu sam- þykkt að fresta fundinum og að hann gæti farið fram á morgun, föstudag. FRÉTTIR » síða 6 œs Stiklur á menntavegi Þessar hafnfirsku telpur skemmtu sér við það í blíðunni í gær að stikla á steinum í Tjörninni eftir skóla og byrðarnar á bakinu virtust ekki trufla þær við þá iðju. Og eitthvert góðgæti i posa virðist standa fuglinum til boða á þessu síðsumri sem aldrei ætlar að slota. LIFIÐ » siða 44 Mögnuö afrafmögnuð Patti Smith skemmti tónleika- gestum vel á tónleikum í Háskólabíói og lét að því liggja að tónleikar hennar yrðu árviss við- burður á fslandi. VEÐUR Rigning Skúrir vestanlands aö morgni og rigning suðaustantil þegar líður á daginn. Suðvestan 5 til 10 á suðvesturhorninu. Hiti 8 til 15 stig. NAMSKEIÐ Sérblað um námskeiö fylgir Blaðinu í dag » síður 17-32 Nakinn á hótelherbergi Tuttugu og þriggja ára gamall maður var dæmdur í sextán mánaða fangelsi í Burnley á Englandi í gær fyrir kynferð- islega árás á stúlku undir lögaldri og að hafa lokkað hana ti! sín í gegnum Netið. Stúlkan var fjórtán ára gömul og bjó í Burnley. Maðurinn er nafngreindur í breskum fjölmiðlum og heitir Guðni Snæbjörnsson. Guðni kynntist stúlkunni í gegnum Netið og var í sífelldum samskiptum við hana á MSN-spjallrásinni og með smáskilaboðum í síma. Hann hitti stúlk- una þrisvar. 5.000 veikir hvern dag Sé miðað við tölur Hagstofu Islands eru tæplega 165 þúsund landsmenn á vinnumarkaðinum og sé miðað við tölur Vinnueftirlitsins má gera ráö fyrir því að tæplega 5.000 séu veikir á degi hverjum. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnu- eftirliti ríkisins, segir algengast að fólk sé frá í tvo til fjóra daga. „Meðaltals- tölur hækka þegar langtímaveikindi eru skoðuð, fara upp í fjögur prósent,” segir Kristinn en bendir á að tölurnar séu ekki fullkomnar. „Það vantar sam- ræmda skráningu á þessu sviði. Einnig er erfitt að gera samanburð við Norður- lönd því þar eru veikindagreiðslur með öðrum hætti en hér. Síðan er líka erfitt að fá tölur frá einkafyrirtækjum því þetta eru viðkvæmar samkeppnisupp- lýsingar.” Kristinn segir ákveðinn hóp starfsfólks ekki vera í aðstöðu til að veikjast og því líklegt að meðaltalstölur myndu hækka ef sá hópur hefði tæki- færi til að taka sér frí.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.