blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 18
34 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er stemningin rafmögnuð? „Stemningin er mögnuð enda alltaf gott að vera á Akureyri." Siguður Arnarsson kcnuari. Sigurður þurfti að selja húsið sitt á margfalt lægra verði vegna þess að Landsvirkjun reisti rafmagnslínur allt i kringum húsið hans. Á förnum vegi HEYRST HEFUR... Guðjón Lárusson Pepperón/' og piparost. 10-12 O Jim Unger/dist. by Unlled Media, 2001 Ég held að hann sé búinn með súkkulaðibragðið? Hvað viltu á pitsuna þína? Ámi Júlíusson, málari Ég vil pepperóni og lauk. Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmaður Pepperóní, nautahakk og ananas. Emilía Gylfadóttir, nemi Skinku, ananas, pepperóní, sveppi og piparost. Tómas Rizzo, nemi Það fer eftir matsölustaðnum. Frumleg tónlist og iðandi menning Þátturinn Hlaupanótan er tryggum hlustendum Rásar í að góðu kunnur. Fátt er notalegra i dagsins önn en að draga andann djúpt, hella upp á kaffi og gefa sér tíma til að leggja eyrun við því sem þær stöllur í Hlaupanótunni hafa fram að færa. Ása Briem er einn umsjónarmanna þáttarins en hún hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu með hléum frá árinu 2001 og líkar ákaflega vel við vinnustaðinn. „Hér í Efstaleitinu er ávallt mikið líf og fjör og maður hefur möguleika á því að móta starfið sitt svolítið sjálfur sem er ótvíræður kostur. Hlaupanótan er á dagskrá alla virka daga. Við viljum einbeita okkur að því að fást við fjölbreytt tónlistarlíf, bæði íslenskt og erlent. Við reynum að fylgjast með áhugaverðri útgáfu, kynna nýja tónlist og jafnvel tala við tónlistarmennina ef það er mögu- legt. Við hugsum um tónlist dags- ins í dag, hvort sem hún er gömul og flutt af nýjum og skapandi lista- mönnum eða nýsamin. Við leitum fyrst og fremst eftir því sem á er- indi við samtímann." Ása er klass- ískt menntuð í tónlist en hún lauk einkleikaraprófi á píanó frá Tón- listarskólanum í Reykjavík fyrir 10 árum. Þaðan hélt hún til Bretlands í meistaranám þar sem hún skrifaði lokaritgerð um klassíska, indverska tónlist. „Ég hafði skömmu áður ferðast um Indland í nokkra mán- uði og þar vaknaði þessi áhugi á tónlist landsins. Fljótlega eftir að ég kom heim staldraði ég svo við í tón- smíðanámi í Listaháskólanum en það var nú bara svona smá tilraun og ég hef ekki fengist mikið við að semja tónlist." Nokkrar breytingar eru í vændum í starfi Ásu á Rík- isútvarpinu en hún mun á næstu dögum kveðja Hlaupanótuna með nokkrum söknuði og flytja sig yfir á fréttastofuna þar sem hún mun ein- beita sér að menningartengdu efni. .Þetta er ákveðin stefnubreyting á fréttastofu Rikisútvarpsins en það hefur verið ákveðið að gefa menn- ingunni meira svigrúm í fréttatím- unum sem eru miklar gleðifréttir. Einnig mun ég verða með innslög á morgunvaktinni um menningar- tengd efni. Ég verð því ekki lengur einn af umsjónarmönnum Hlaupa- nótunnar en þær Elísabet Indra og Berglind María munu áfram sjá um þáttinn svo dyggir hlustendur þurfa engu að kvíða,“ segir Ása kát að lokum og hlakkar til að takast á við ný verkefni í Efstaleitinu. eftir Jim Unger í 100 ml AFVÍKING UTE: PRÓTEIN 0.36 g KOLVETNI 0.8 g ORKA 29 kkal. VIKING LÉTTÖL Húsfyllir var á tónleikum Patti Smith síðastliðið þriðjudagskvöld. Patti kom þar fram ásamt Lenny Kayne og 19 ára dóttur sinni. I áheyrendaskar- anum leyndust að sjálfsögðu margir þjóð- þekktir einstak- lingar svo sem skáldin Sjón og Bragi Ólafsson og tónlistarmennirnir Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gisladóttir. Patti virðist hafa fallið fyrir landi og þjóð en eins og kunnugt er hefur hún lýst því yfir að sig langi til að festa kaup á húsi í Reykjavík, helst með útsýni yfir hafið. Hvort sem af húsakaupum verður eða ekki mega íslendingar fastlega gera ráð fyrir því að sjá og heyra meira af skáldkonunni tónelsku. Á tónléikunum sagði hún nefnilega að það væri að skapast eins konar hefð fyrir því að hún héldi árvissa tónleika í Reykjavík. Bókaútgáfan Bjartur hyggst hasla sér völl í plötuútgáfu og er von á fyrstu plötunni innan skamms. Á henni syngur söngkonan knáa Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, lög meistara Meg- asar með sínu nefi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Magga Stína reynir sig við lög meistarans en skemmst er að minnast útgáfu hennar á Fílahirðinum í Súrín sem hún flutti á tónleikum i tilefni sextugsafmælis söngva- skáldsins um árið. Alls syngur Magga Stína ellefu lög eftir Megas og þar af þrjú ný.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.