blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 12
SnUéLjuueqi 46 S * 'Zjífuxwuti ^ERUM MEÐ1150 NÝJAR OG NÝLEGA UPPFÆRÐA BÍLA Á SKRÁ!!!! VWG0LFC0MF0RTLINE 1,6 08/98 Ek.lOöþ. 5.gíraV.580,- HYUNDAISANTA FE11/02 ISUZU TROOPER 3,0 TDIABS35" 7 MANNA 09/99 Ek.125 þ.km V.1,550,- GÓÐUR BÍLL TOYOTA LAND CRUISER 90 VX TDI Árg. 97 Ek.167þ.km V.1690,- Lán 890, Ek-28 þ.Sjálfsk. V.2,250, GUL GATA m^S^SaSSm >;*■» jfel Skólobrú VEITINGAHÚS/RESTAURANT Borðapantanir í síma: 562 4455 Skolabrú@skolabru.is Veitingahúsið Skólabrú óskar eftir Matreiðslumeistara til starfa. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Áhugasamir hafið samband við Ólaf Helga í síma 8993266. Skolabru@skolabru.is 12 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 UTAN ÚR HEIMI Segir tímann nauman Mahmoud al-Mashhadani, forseti íraska þingsins, telur landið við það að leysast upp í frumeindir. Forsetinn sagði að ef ekki næðist fram eining á þinginu myndi landið falla í fen trúar- og borgarastríðs. Ummæli hneyksla Helstu þungavigtarmenn heims í eyðnirannsóknum hafa krafist þess að heilbrigðisráðherra Suður-Afríku segi af sér. Ráðherrann ráðlagði eyðnismituðum að borða mikið af hvítlauk og rauðrófum. Fimm milljónir eru smitaðar af eyðni í landinu og hafa stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. ■ Davíð Oddsson spurpi í Kastljósþætti hvers vegna Baugsmenn, sem segðust sak- lausir af ákærum, verðu allt að tveimur milljörðum króna til að komast hjá að sakirnar kæmu fyrir dóm og fengju efnislega meðferð. B— ■ Hreinn Loftsson stjórnarfor- maður Baugs Group er ekki sáttur við orð Daviðs og svarar fullum hálsi í fréttaviðtali. Hann vill meðal annars vita hvað málatilbúnaðurinn hefur kostað hið opinbera. Hann finnur margt að orðum Davíðs. Davíð hefur tungur tvær og notar þær Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Glögglega kemur fram í allri orð- ræðu Davíðs að hann hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri. Hann segir eitt og framkvæmir annað,” segir Hreinn Loftsson, lögmaður og stjórnarformaður Baugs Group. Hreinn furðar sig jafnframt á að Davíð skuli í öðru orðinu taka fram að hann muni ekki skipta sér af störfum eftirmanns síns en í hinu orðinu vegur hann að honum með gagnrýni á varnarmálin. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur verið mikið í opinberri um- ræðu eftir viðtal við hann sem birtist í Kastljósi síðasta sunnudag. Þar lét hann ýmis ummæli falla um íslenskt dómskerfi og græðgi ís- lenskra auðmanna. „Davíð leggur sífellt áherslu á að ekki megi verða til sérstök með- ferð eða lög um ríka einstaklinga. Sjálfur hefur Davíð hins vegar sett lög um eftirlaun stjórnmálamanna og með því fært sér og öðrum stjórn- málamönnum réttindi umfram aðra í þjóðfélaginu. Með þessu er Davíð að búa til sérréttindastétt,” segir Hreinn. „Þar að auki hefur Davíð reglulega komið fyrir vinum sínum, ættingjum og pólitískum varðhundum í hinu opinbera kerfi. Hinir ákærðu hafa þurft að þola sérlega harkalega og tillitslausa meðferð þeirra aðila sem fara með rannsóknarvaldið. Stöðugir lekar af rannsókn málsins hafa átt sér stað og komið sér verulega illa fyrir ákærðu. Hann getur því ekki leyft sér að tala með þessum hætti.” Taumlaus græðgi Hreinn skilur ekki hvers vegna Davíð tönnlast sífellt á stétt auð- manna og í sömu setningu noti hann orðið græðgi. „Ég vil benda á að græðgi getur birst í ýmsum myndum, meðal annars í óhóflegri fíkn í völd og áhrif. Þar kemur græðgi Davíðs Oddssonar fram og hann getur til dæmis ekki stillt sig þrátt fyrir það að hafa lýst því yfir að vera sestur í helgan stein í pólitík,” segir Hreinn. „Þess í stað stígur hann fram með dylgjum, hreinum ósannindum og pólitískum yfirlýsingum. Til dæmis um varnar- og virkjunarmál. Það stendur því ekki steinn yfir steini í þessari gagnrýni hans.” Falleg lygasaga Hreinn bendir á að Davíð treysti á skammtímaminni almennings og nú síðast hafi Davíð sagt ósatt varðandi mögulegt framboð sitt til forseta. „Davíð skáldaði upp einhverja fallega sögu um að hann hafi fjög- urra ára gamall ákveðið að verða ekki forseti. Ég man ekki betur en að snemma árs 1996 hafi reglulega birst af því fréttir í Morgunblaðinu að hann væri að íhuga forsetafram- boð,” segir Hreinn. „Um miðjan apríl, einum og hálfum mánuði fyrir kosningarnar, lýsti Davíð því loksins yfir að hann væri hættur að hugleiða framboð til forseta og aðrir gætu farið að hugleiða fram- boð gegn Ólafi Ragnari.” Of tengdur ákæru valdinu Þegar Davíð gagnrýndi dóms- kerfið veltu menn því fyrir sér í kjölfarið hvort hann ætti við kerfið í heild sinni eða eingöngu dómstólana. „Annars vegar segist Davíð ekki vita neitt um málið og hins vegar segir hann dóm- stólana hafa brugðist í Baugs- málinu. Ljóst er að hann er að vísa til dómstólanna en ekki ákæruvaldsins. Davíð sem lögfræðingur verður að tala með skýrum hætti og orð hans verða ekki túlkuð öðruvísi en sem ádeila á dómstól- ana fyrir að hafa ekki tekið málið til efnismeð- ferðar,” segir Hreinn. A ð spurður s e g i r Hreinn að dómstólarnir hafi staðið sig vel í þessu máli því að ákæru- valdið hafi ekki búið málið í þann búning að dómstólarnir teldu það hæft til meðferðar. „Miðað við það ætti gagnrýni Dav- íðs að beinast að ákæruvaldinu og hvers vegna gerir hann það ekki? Vill hann ekki fá þá á móti sér? Getur verið að það sé vegna þess að hann er of tengdur því?” Ríkir mega ekki verja sig Nýverið óskaði Davíð eftir út- skýringum á varnarkostnaði hinna ákærðu og sagðist ekki skilja hvers vegna þeir hafi ekki látið málið fara venjulega lögfræðilega leið í dómskerfinu. „Nær væri að spyrja hvað rann- sókn rikislögreglustjóra hafi kostað í þessu máli.Tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar hafa vakið upp grun- semdir um aðdraganda málsins og allt frá upphafi hefur farið gríðar- legur kostnaður í rannsókn máls- ins sem lendir á skattgreiðendum. Ekki hefur verið gerð grein fyrir þeim kostnaði á opinberum vett- vangi,” segir Hreinn. „Davíð virð- ist vera þeirrar skoðunar að menn megi ekki verja sig og alls ekki ríkir menn. Ivlálið hefur gengið sína lögfræðilegu leið og dómstólarnir hafa einfaldlega sagt að stærstu þættir málsins séu ekki tækir til efnislegrar meðferðar.” BÆTIFLÁKAR TALSMAÐUR LANDSNETS SVARAR ÁSÖKUNUM SIGURÐAR ARNARSSONAR Fullyrðingarnar standast ekki „Fullyrðingar Sigurðar fá ekki staðist. Því er hafnað með öllu að hann hafi fengið greiddar smánarbætur því að okkar mati voru bæturnar rausnarlegar,” segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sem er dótt- urfyrirtæki Landsvirkjunar og reisti umdeild línustæði i Skriðdal. í Blaðinu í gær gagnrýnir Sigurður Arnars- son, fyrrum íbúi í Skriðdal, vinnubrögð Landsvirkjunar og segist hafa tapað tugum milljóna í viðskiptum við Landsvirkjun. „Ég er með skjalfest gögn sem segja húseignina vel fyrir utan hættumörk. Framkvæmdin uppfyllir öll lög og reglur um fjarlægð frá íbúðarhúsnæði. Samkvæmt að- alskýrslu má greinilega sjá að Landsvirkjun hefur ekki sent rangar upplýsingar til iðnaðarráðuneytisins því þar kemur rétt fjarlægð fram,” segir Þórður. „Landsnet fjallaði um allar athugasemdir sem bárust eins og gert er ráð fyrir í matsferlinu og var tekið tillit til þeirra á viðunandi hátt.” „Skiljanlegt er að fólk hræðist háspennulínur og ég geri alls ekki lítið úr því. Hins vegar er engin hætta af þessum línum, hvorki hávaða- né rafsegulmengun.” bætir Þórður við.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.