blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 22
3 8 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 blaðið heilsa heilsa@bladid.net Hjálm á hvern haus Hjólreiðahjálmar geta dregið úr alvarleika slysa og jafnvel bjarg- Xi að mannslífum og þvi ætti enginn að stíga hjálmlaus á reiðhjól. Langvinn áhrif á öndunarfærin Æfingar utandyra Kraftgönguhópar hittast reglulega í Öskjuhlíöinni og stunda æfingar og kraftgöngu í náttúrunni hvernig sem viðrar. Nærri 70% þeirra sem unnu að björgunar- og hreinsunarstörfum í rústum Tvíburaturnanna í New York í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hafa átt við öndunarfærasjúkdóma að stríða og margir munu þjást af þeim það sem þeir eiga eftir ólifað. Þetta eru niðurstöður viðamestu heilsu- farskönnunar sem gerð hefur verið í tengslum við hryðjuverkin og var birt í fyrradag. Rannsóknin var unnin af læknum við Mount Sinai-sjúkrahúsið í New York og sýnir fram á að tengsl eru á milli krónískra öndunarfæra- erfiðleika og hreinsunarstarfs í rústunum. Dr. Robert Herbert fór fyrir hópi sem hefur fylgst með heilsufari nærrí 16.000 manna sem unnu í rústunum. Hann segir að flestir sjúklinganna hafi komið á svæðið skömmu eftir árásina og hafi kom- ist í snertingu við hættuleg efni Eftirköst árásanna Margir þeirra sem unnu við hreinsunarstarf eftir árásirnar á Tvíburaturnana þjást nú af öndunarfærasjúkdómum. svo sem asbest, steinsteypuryk, kvikasilfur og toxín. „Sjúklingar okkar komust í mjög mikla snertingu við þessi efni pg líklegt má teljast að þeir muni eiga við heilsufarsvandamál af þeim sökum það sem þeir eiga eftir ólifað,“ sagði hann í viðtali við Reuters-fréttastofuna á þriðjudag. YOGASTOÐIN HEILSUBOT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga Bctri svefn í rúmi frá Recor! Belgísk gæðarúm, rúmteppi, baðsloppar og handklæði á 20% afslætti Rafstillanlcg rúm frá Recor: Stærðir 80x200, 90x200, 90x210, 100x210, 120x200. Verð frá kr. 92.800.- pr. rúm (185.600 fyrir tvo) rumco Langholtsvegi 111,Rvk. Sími: 568 7900 Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-14 Einnig hefðbundin rúm i ýmsum staerðum. Valkostur við hefðbundna líkamsrækt Gengið af krafti Kraftganga hefur verið stunduð í Öskjuhlíð í 16 ár undir stjórn Árnýjar Helgadóttur, íþrótta- þjálfara og hjúkrunar- fræðings, og hefur áhuginn aukist hægt og hægt. „Ég er svo lánsöm að sami kjarninn hefur verið í þessu alla tíð og svo koma alltaf einhverj- ir nýir inn,“ segir Árný og bætir við að byrjendur eða þeir sem séu ekki í stakk búnir til að takast á við erf- iða þjálfun séu sérstaklega boðnir velkomnir. „Við förum mjög rólega í byrjendatímana. Hinir tímarnir eru erfiðari þannig að byrjendur geta ekki komið inn í þá,“ segir Árný. Öll hreyfing af hinu góða Árný kenndi á sínum tíma þol- fimi innanhúss og hugleiddi þá hvort ekki væri hægt að fá fólk til að gera æfingar undir beru lofti þar sem flestir ynnu allan daginn inn- andyra. „Mér fannst sjálfri svo gott að komast út að loknum vinnudegi og viðra mig að ég taldi að það hlyti að vera hægt að bæta einhverju við þetta sem er að gerast inni i sal,“ seg- ir Árný en áréttar um leið að hún hafi ekki fordóma í garð hefðbund- inna líkamsræktarstöðva enda sé öll hreyfing af hinu góða svo fremi sem hún sé ekki hættuleg. Kraftgangan getur verið góður valkostur fyrir þá sem ekki finna sig í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum. „Ég hugsa að í mörgum tilfellum fái ég fólk sem hentar ekki það form sem líkamsræktarstöðvarnar bjóða upp á eða telur þetta eiga betur við sig. Það er bara fínt. I lífinu verður hver og einn að velja það sem hon- um hentar.“ Alhliða líkamsþjálfun Árný segir að gangan sé alhliða líkamsþjálfun með forvarnir í fyr- irrúmi. „Við notum gönguna sem þema ef svo má að orði komast en það fylgir upphitun, æfingar og teygjur í pakkanum. Hver tími tek- ur klukkustund í senn eins og aðrir likamsþjálfunartímar. Við gerum æfingar á meðan á göngunni stend- ur. Þær eru miserfiðar og sniðnar að hópunum,“ segir Árný og bætir við að útiveran sé einnig mikill kostur en gangan er stunduð hvernig sem viðrar. „Það er ekki til neitt sem heitir slæmt veður. Það er bara til slæmur útbúnaður. Við sem erum hraust höfum bara gott af því að takast á við rok og rigningu," seg- ir Árný og hvetur fólk til að prófa þessa tegund líkamsræktar enda los- ar hún um streitu og fær það til að gleyma áhyggjum hversdagsins um stund. „Þetta er góð leið til að hætta að hugsa um Visakortið, vinnuna og allt þetta daglega amstur okkar.“ Gengið á Grænlandi Gönguhóparnir hittast yfirleitt í anddyri Perlunnar og ganga síðan um Oskjuhlíðina. Stundum hefur fólk þó brugðið undir sig betri fætin- um og farið i ferðalög og fjallgöngur. í vor gekk til dæmis hópur á Hvanna- dalshnjúk og í sumar hélt Árný ásamt nokkrum félögum sínum til Grænlands sem hún segir hafa ver- ið afar skemmtilega reynslu. „Við vorum afspyrnuheppin með veður og það gekk allt upp í ferðinni,“ seg- ir Árný og tekur undir að aðstæður hafi verið nokkuð öðru vísi en hún á að venjast á íslandi. „Maturinn var náttúrlega svolítið frumstæður og misjafnt hvað fólki fannst um hann en við fórum öll með það fyrir aug- um að njóta tilbreytingarinnar og fyrst Grænlendingarnir geta lifað á þessum mat þá hljótum við að geta það líka,“ segir Árný. Nánari upplýsingar má nálgast á www.kraftganga.is. Heilsustefna í áratug Um þessar mundir eru tíu ár frá því að heilsustefnan var fyrst tekin upp í leikskólanum Skólatröð í Kópa- vogi og var því fagnað í Salnum á föstudag. Skólatröð er nú hluti af heilsuleikskólanum Urðarhóli þar sem merki stefnunnar hefur verið haldið á lofti og unnið að ýmsum þróunarverkefnum og rannsókn- um. „Heilsustefnan gengur út á þrjú markmið sem eru næring, hreyf- p / X ý AlOtVfRA \\ Nú líka með ALOE VERA Vaseline WBSBM Vaseline Vaseline inter.N.yoCarr °CKH *°CK|T A varasalvi ing og listsköpun í leik. Hún hefur verið við lýði í tíu ár og nú eru fleiri leikskólar á landinu sem hafa tekið hana upp,“ segir Lilja Kristjánsdótt- ir, aðstoðarleikskólastjóri á Urðar- hóli. Hreyfing og hollusta í leikskólastarfinu er meðal ann- ars lögð áhersla á að börnin borði hollan og næringarríkan mat, öðl- ist aukna vitneskju um líkamann og örvi sköpunargleði sína og hug- myndaflug. „Við erum með fagstjóra í íþrótt- um og fagstjóra í listum auk þess sem við höfum næringarfræðing okkur til halds og trausts. Þá skrif- um við um hvert barn í svokallaða heilsudagbók sem er síðan farið yfir í viðtölum við foreldra,“ segir Krist- ín. Standa sig betur Starfið á Urðarhóli hefur greini- lega borið árangur því að saman- burðarrannsóknir sem hafa verið gerðar á hreyfifærni barna sýna að börnin þar koma betur út en börn á leikskólum þar sem ekki er lögð áhersla á markvissa hreyfiþjálfun. 1 tilefni af afmælinu er komin út bók og myndband um heilsustefn- una sem er ætluð þeim sem vilja kynna sér hvernig megi samþætta nám og heilsueflingu. Fjallað er um sögu skólans, hugmyndafræðina og þróunarverkefni og rannsóknir á vegum skólans.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.