blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 8
blaðið A/fCrl CAPSULES Bylting í þyngdarstjórnun! Fitubrennsluhylki Einbeiting og orka Minni matarlyst Vatnslosun Andoxunaráhrif Fáanlegar í matvöruverslunum og apótekum. Nánar ó www.eas.is ^ ILG T500J Vinnulvlta Vinnuhæð17metrar Burðurákörfu230kg Jib og snúuingur á körfu loftlagnír Vatnslagnír Rafmagnslagnir Silvía Nótt réðst inn á Magna í Hollywood: k SMÁAUGLÝSINGAR 8 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 UTAN ÚR HEIMI JAPAN Ríkisarfi fæddur Japanska prinsessan Kiko fæddi í gær sveinbarn. Það er í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem drengurfæðist í keisarafjölskyldunni. Skortur á ríkisörfum af karlkyni hefur leitt af sér miklar og djúpstæðar umræður meðal Japana um hvort eigi að hleypa konum að krúnunni. Hrósar Tyrkjum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hrós- aði tyrkneskum stjórnvöldum á miðvikudag fyrir að ákveða að senda hermenn til friðargæslu í Lib- anon. Andstaðan á þinginu og meðal almennings er mikil og götuóeirðir brutust út á götum Ankara. Deilan um kjarnorkuáætlun írana: íranar að falla á tíma ■ Samningafundi írana og ESB frestað ■ Fundað á föstudag Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net Viðræðum á milli klerkastjórnarinnar í íran og fulltrúa Evrópusambandsins (ESB) um kjarnorkudeilu Irana sem áttu að fara fram í Vín í Austurríki í gær var frestað. Javier Solana, utanrík- ismálastjóri ESB, hafði boðið írönum til fundarins til þess að veita þeim loka- tækifæri til þess að koma í veg fyrir að alþjóðasamfélagið grípi til þvingunar- aðgerða vegna þess að klerkastjórnin neitar að láta af auðgun úrans. Ali Ashgar Soltanieh, erindreki írana hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA), sagði að báðir aðilar hefðu samþykkt að fresta fundinum og að hann gæti farið fram á morgun, föstu- dag. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu sagði Manouchehr Mottaki, utanríkisráð- herra írans, i gær að ekkert hefði verið ákveðið með frekari fundarhöld. Sam- staða er á meðal stóveldanna sem hafa neitunarvald i öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna ásamt Þjóðverjum umaðbíða með að hefja Heræfingar Á meðan deilan um kjarnorkuáætlun Irana harðnar legg- ur íranski herinn stund á heræfingar. vinnu við útfærslu þvingunaraðgerða þar til útséð er með hverju viðræður Larijani og Solana skila. Sérfræðingar segja að því lengri tími sem líði frá því frestur Irana til þess að láta af auðgun úrans rann út, því minni líkur séu á því að lausn deil- unnar finnist við samningaborðið. Deilan snýst um kjarnorkuáætlun Irana en klerkastjórnin ítrekar rétt sinn til þess að nýta kjarnorku í frið- sömum tilgangi en óttast er að raun- verulegur tilgangur áætlunarinnar sé að þróa kjarnorkuvopn. Helstu samningamenn Bandaríkja- manna, Frakka, Breta, Rússa og Kin- verja auk Þjóðverja í deilunni um kjarnorkuáætlun Irana funda um næstu skref í Berlín í dag. Banda- ríkjamenn vilja að öryggisráðið grípi til þvingunaraðgerða og leiðtogariki ESB eru i auknum mæli að gefa upp vonina um að hægt verði að finna lausn á deilunni við samninga- borðið. íranar hafa byggt sína stefnu í deilunni á þeirri ályktun að samstaða um að- gerðirmuniekki ' X nást á meðal \ stórveldanna. Bæði Kínverjar og Rússar hafa umtalsverðra hags- muna að gæta í íran og full- trúar þeirra hafa látið í veðri vaka að þeir muni ekki styða þvingunaraðgerðir á vettvangi öryggisráðsins. En þrátt fyrir það bendir ýmislegt til að ríkisstjórnir þjóðanna séu í auknum mæli að átta Messufall Fundarhöld Manouc- hehr Mottaki, utanrikisráðherra kterkastjórnarinnar i íran, með Javier Solana, utanríkismála- stjóra ESB, er sagður vera siðasta tækifærið til að afstýra þvingunaraðgerðum sig á alvarleika deilunnar. Háttsettur ráðgjafi Vladímirs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í gær að engin þjóð myndi skaðast meira en Rússar tækist írönum að koma sér upp kjarna- vopnum. En hann bætti við að efnahagsþvinganir gætu haft skaðleg áhrif þar sem þær myndu leiða til hærra heimsmark- aðsverðs á olíu og ýta enn frekar undir óstöðugleika fyrir botni Miðjarðarhafs. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að ekki væri útilokað að Rússar myndu styðja viðskiptaþvinganir en hins vegar mættu slíka þvinganir alls ekki fela í sér hótanir um frekari vald- beitingu. Kínverjar tala í öllu meiri véfréttastíl en enduróma þó afstöðu Rússa. Wen Jiabo forsætisráðherra sagði fyrir fund fulltrúa ríkjanna í Berlín að gæta þyrfti að því að þving- unaraðgerðir myndu ekki skaða meira en þær myndu skila. Ábyrgðarleysi að saka eitt þjóðerni um fíkniefnasmygl: Skuldinni skellt á þjóðerni Paul F. Nikolov, stofnandi Inn- flytjendaflokksins og fyrrum blaðamaður á Grapevine, segir um- ræðuna varðandi fíkniefnasmygl Litháa á íslandi og hugsanlega skipulagða glæpastarfsemi þeirra á villigötum. „Ljóst er að íslendingar smygla oftast fíkniefnum til Islands og svo koma Danir og Frakkar,” segir Paul og vísar í frétt Blaðsins í gær. „Maður heyrir ekki í fréttum um dönsku mafíuna á íslandi eða þá frönsku,“ segir Paul. íslendingar smygla oftast fíkniefnum til íslands Paul F. Nikolov, stofnandi Inn- flytjendaflokksins Það alvarlegasta I umræðunni að mati Pauls er blöndun þjóðernis og skipulagðrar glæpastarfsemi. Hann segir það alvarlegt mál ef úr verður að þeir Litháar sem búa á íslandi þurfi að sæta sérstakri tollskoðun vegna þjóðernis í hvert sinn sem þeir koma til landsins. „Það er líka ábyrgðarleysi að skella skuldinni á eitt þjóðerni og líta fram- hjá hinu raunverulega vandamálif segir Paul alvarlegur í bragði en bætir við að hann skilji hina endalausu bar- áttu lögreglu og tollayfirvalda við fíkniefni. Hann segir að hann vilji samt ekki sjá málin þróast í þessa átt og að þau séu einfölduð líkt og gert hefur verið að undanförnu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.