blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 24
40 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net jgS SJfc Börsungar merktir UNICEF Forráðamenn Barcelona hafa undirritað samning við barnahjálp Samein- *V. uðu þjóðanna um að einkennismerki UNICEF prýði búninga spænsku «meistaranna næstu fimm árin, en Barcelona hefur lengi haldið þeirri stefnu að hafa búninga sína án auglýsinga. Skeytin inn ][" ohn Terry segir að hann hafi lært margar lexíur af José Mo- I urinho sem fyrirliði Chelsea. in þeirra sé að hann eigi að vera óhræddur við að tjá skoðanir sínar.„Mourinho er mjög hrifinn af uppgjörum og hefur sagt mér að ég eigi ekki að vera hræddur við að hjóla í sig fyrir framan leik- mennina. Þú ert fyrirliði liðsins og það er þín skylda að standa með liðsfélögunum. Jafnvel þó þeir hafi rangt fyrir sér,” sagði Terry. Lítið fór þó fyrir 3, stuðningi Johns Terry við William Gallas, en líldega hafa þeir bláu kom- ið sér saman um að Gallas væri aðskota- hlutur í liðinu. Stuart Pearce, stjóri Manc- hester City, sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi selt Andy Cole til Portsmouth væri sú að leikmaðurinn hafi hótað að leggja skóna á hilluna fengi hann ekki lausn frá félaginu. „Ég var búinn að reyna að bjóða honum nýjan samning sem hann vildi ekld skrifa undir. Það eina sem ég gat gert í stöð- unni var að segja bara „ókei” og óska honum góðs gengis,“ sagði Pearce sem fékk þó 500 þúsund pund fyrir Cole. Alex Ferguson hefur gagn- rýnt tilveru ldofningsfélags Manchester United, FC Unit- ed, sem var stofnað í borginni sum- arið 2005 eítir að hin bandaríska Glazer-fjölskylda eignaðist meira en helmingshlut í Manchester Un- ited. FC United spilar í utandeild og fær allt að 6.000 áhorfendur á leiki hjá sér. Sir Alex sagði að hjörtu þessara L fyrrum stuðnings- manna félagsins gætu aldrei hafa verið holl Manchester United fyrst þeir yfirgáfu klúbbinn. r Lið-a-mót FRA www.nowfoods.com GÓÐ HEILSA GULLI BETRI (0 l a> 3 3 « ö> w fSSUJ ■Hl Glutosaminí tChont APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Stefnir í sterka og jafna deild í handboltanum í vetur Valsmenn með sterkasta hópinn ■ Ný átta liða deild ■ Fimm lið berjast um titilinn „Framarar verða líklegir kand- ídatar til að verja titilinn, Haukar verða líka þarna í baráttunni þótt þeir hafi ekki bætt við sig mörgum leikmönnum,” segir Einar Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri KSÍ um handboitatímabilið sem hefst undir lok septembermánaðar. Þór og Fylkir ekki í baráttunni „Ef ég á að segja hverjir verða sterk- astir eru það Fram, Haukar, Stjarnan, HKogValur. Nýsameinað Akureyrarlið Þórs og KA er svolítið spurningarmerki. Þeir eru með góðan þjálfara alveg klárlega sem var þjálfari Þórs í fyrra, Rúnar Sigtryggsson, en ég held þó að þeir eigi ekki eftir að blanda sér í bar- áttuna. Sömuleiðis virðist Fylkisliðið hafa orðið fyrir blóðtöku en Heimir Örn er farinn til Danmerkur og það verður erfitt að fyila hans skarð,“ segir Einar. Valsmenn styrkt sig mest „Það lið sem er líklega búið að styrkja sig mest í sumar er Valsliðið. Þeir fengu Erni Arnarson sem er einn efnilegasti örvhenti leikmaðurinn í deildinni, Ólaf Gíslason fengu þeir frá Sviss og Markús Mána frá Þýska- landi. Valsmenn verða þvi gríðarlega sterkir og eiga klárlega eftir að gera harða atlögu að titlinum í vetur.” Einar segist búast við jafnri og skemmtilegri deild með nýju fyrir- komulagi. „Nú er þetta orðin átta liða úrvalsdeild, en sex lið voru skorin niður í fyrstu deild, þar sem líka verða átta lið. Það verða leiknar þrjár umferðir í hvorri deild, fyrst heima og að heiman en í síðustu um- ferðinni verður dregið um hvort liðið fær heimaleik.” Bindum vonir við Brján Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Fram, segir Framliðið hafa misst nokkra leikmenn en á móti fengið leikmenn í staðinn. „Við misstum auðvitað Sverri úr vörninni en fengum í stað hans Brján Bjarnason sem við bindum miklar vonir við” segir Guðmundur. Varðandi spádóma segir Guð- mundur að án þess að gera lítið úr öðrum liðum verði það Fram, Valur, Haukar, Stjarnan og HK sem eigi eftir að berjast um titilinn. „Fyrir- fram eru Valsmenn með best mann- aða liðið. Þeir eru með öflugan og breiðan hóp. Stjarnan er einnig með firnasterkt lið ef allir eru heilir. Hvað okkur varðar í Fram höfum við lent í svolitlum meiðslavandræðum á undirbúningstímabilinu. Sigfús Sig- fússon fór úr lið á þumalfingri og svo verður Einar Ingi Hrafnsson frá í ein- hvern tíma.” Einar Þorvarðarson, f ramkvæmda- stjóri HSÍ Býst við skemmtilegri deild með nýju fyrirkomulagi Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Fram Valsmenn verða helstu keppinautarnir FC United stofnað fyrir ári Fljúga upp ensku deildirnar FC United eða Football Club Un- ited of Manchester var stofnað sumarið 2005 í Manchest- erborg. Félagið var stofnað í kjölfarið á yfirtöku banda- ríska auðkýfingsins Malcolms Glazer af óánægðum aðdá- endum Manchester United. Liðið skráði sig til leiks í annarri deild ut- andeildarinnar North West Counties Football Le- ague haustið 2005 og varð ótvi- ræður sigurvegari hennar vorið 2006. Liðið nýtur mikils stuðnings á Manchester-svæðinu en á aðdáendaklúbba í tíu löndum utan Englands. FC Un- ited hefur slegið aðsóknarmet á leiki sína marg- falt miðað við önnur lið en oft eru um 6.000 manns á leikjum liðsins. Leikmenn liðs- ins eru mest ungir og efnilegir leikmenn úr unglingaliðum úrvals- og fyrstu deildar í Englandi. Reynslumeiri leikmenn sem víða hafa komið við í neðri deildum í Englandi leiða þó hópinn. Eru þeirra helstir Rhodri Giggs, 29 ára gamall miðjumaður og yngri bróðir Ryans Giggs, en Giggs spilar sem kunnugt er með stærra liði á Manchester-svæðinu. Annar burðarás í liðinu er hinn 29 ára gamli varnarjaxl og fyrirliði liðsins, David Chadwick. Liðið er nú i 1. sæti deildarinnar en fari svo að þeir vinni deildina eiga þeir þó enn nokkuð í land með að ná grönnum sínum í úrvalsdeild Rhodri Giggs, leikmaður FC Un- en FC United spilar nú í deild sem ited Bróöir Ryans Gl99s er einn af jafngildir 9. deild. burðarásum FC United

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.