blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 blaði Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Barsmíðar lögreglu Las í blaði að lögregla hefði þurft að beita kylfum í átökum við hóp ung- linga. Ef það er rétt þá er það væntanlega mat lögreglu að svo hafi verið. Líklega eru unglingarnir á öðru máli en lögreglan. Það er allsendis óvíst að unglingarnir, eða allir aðrir en lögreglan, hafi sama mat á hvort lögregla þurfi að beita barefli á borgarana. Umræðan um lögregluna snýst mest um að efla þurfi lögreglu, stofna nýjar deildir sem hafi víðtækari heimildir en nú er og svo bætast við full- yrðingar um að beita þurfi bareflum. Er ekki rétt að hinkra aðeins við? Vissulega koma upp aðstæður þar sem fólki og þar á meðal lögreglu stafar ógn af framferði einhverra glæpamanna. En það er ekki hið dæmigerða og drukknir unglingar réttlæta ekki barsmíðar lögreglu nema þeir hafi brotið harkalega af sér. Barsmíðar lögreglu hafa ekki verið rökstuddar. Halda mætti að þeir sem stýra lögreglunni séu herskáir. í stað þess að efla traust á milli lögreglu og borgaranna er nær einungis rætt um meira vald og meiri ógn af lögreglu. Almennt ber að hræðast ef lögregla hefur of víðtækar heimildir, bæði til vopnaburðar og beitingar vopna, sem og til meðferðar upplýsinga um borgarana. Jónas Kristjánsson hefur áhyggjur af hugsanlegri íslenskri leyniþjónustu og skrifar á vef sinn: „Patrick Gray játaði fyrir bandarískri þingnefnd að hafa eytt gögnum til að verja Nixon Bandaríkjaforseta falli. George J. Tenet gerði það sama fyrir George W. Bush forseta, en var fræg- astur fyrir að segja það vera „piece of cake” að finna gereyðingarvopn í írak. Þetta eru frægustu forstjórar CIA, ágæt dæmi um, að leyniþjónustur fara úr böndum, þótt þær séu vel meintar. Hið sama mun gerast með leyni- þjónustu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hún mun gefa rangar upplýsingar, verða staðin að svínaríi og hafa afskipti af innlendum stjórn- málum, til dæmis með njósnum um stjórnarandstæðinga.” Það er mikið til í þessu. Vel má vera að þeir sem undirbúa leyniþjónustu hafi ekkert af þessu í huga, en heimildir til persónunjósna verða til og all- sendis óvíst er hverjir fara með heimildirnar næst og hvernig samfélagið verður. Það er ástæða til að óttast. Kannski sýna símahleranir fyrri ára það einmitt. Varist er af krafti til að fela upplýsingarnar. Það mun endurtaka sig ef hér verður leyniþjónusta. Best er að fara varlega. Fyrir ekki svo löngu hefði þótt ótækt að lögregla notaði barefli á drukkna unglinga án þess að það drægi dilk á eftir sér. í dag er það tekið svo gilt að fyrirvaralaust er talað um að það hafi þurft að beita ofbeldi. Engin gagnrýni, ekkert athugavert. Sama mun væntanlega gerast með leyniþjónustu, hægt og bítandi verður hún fyrirferðarmeiri, meira ógnandi, verri og verri. Vinsamlegast hinkrum við. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins VÍKINGASNAKK í GJAFAPAKKNINGU LÁ TTU HARÐFISKINN TALA 16 blaAiö Schengen er smábær í Lúxemborg Árið 1985 sigldu fulltrúar fimm Evrópuríkja á báti eftir ánni Mo- sel, mitt á landamærum Lúxem- borgar, Belgíu og Hollands, og staðnæmdust rétt utan við landa- mærabæinn Schengen í Lúxem- borg. Þar fór fram undirritun um samræmt landamærasamstarf og afnám landamæraeftirlits á milli ríkjanna. Sá gjörningur hefur ekki síður reynst örlagaríkur fyrir Island en þegar ljóst var að Danmörk, Finnland og Svíþjóð myndu öll taka þátt í Schengen-landamæra- samstarfinu, sem aðildarríki ESB, þótti nauðsynlegt að útvíkka sam- starfið til íslands og Noregs, sem varð árið 2001. Að öðrum kosti hefði norræna vegabréfasam- starfið sem komið var á árið 1954 fallið um sjálft sig. Island tengist því Evrópu- samrunanum og starfsemi Evr- ópusambandsins ekki aðeins í gegnum EES-samninginn heldur einnig í gegnum Schengen-landa- mærasamstarfið en með því varð Island að útverði landamæraeftir- lits Evrópusambandsins. Bannað að segja nei Þrátt fyrir að Island hafi í samn- ingunum um Schengen náð fram töluvert betri aðkomu að starfinu innan ESB en tíðkast í EES-samstarf- inu, þá höfum við eftir sem áður enga aðkomu að setningu þeirra laga- reglna sem ESB setur og öll ríkin í samstarfinu þurfa að fylgja, hvort sem þau eru í ESB eða ekki. Þegar Evrópusambandsríkin hafa komið sér saman um lagareglur sem falla undir Schengen-samstarfið er hinn formlegi ferill þannig að ísland þarf að taka sérstaka ákvörðun um málið. Vandinn er hins vegar sá að ákvörðun okkar verður að vera sú sama og ESB tók. ísland hefur því í raun framselt ákvarðanatöku í þeim málum sem falla undir Schengen til Evrópusambandsins. I ljósi þessa verður það alltaf dálítið fyndið þegar stjórnmálamenn reyna að halda því fram að Schengen-aðildin feli ekki í sér neitt sjálfvirkt framsal á ákvarðanatöku. W Kostulegt dæmi um röksemda- færslu af þessum toga kom fram á fundi nokkurra nemenda með emb- ættismanni í stjórnarráðinu. I erindi sínu fullyrti embættismaðurinn að aðild Islands að Schengen fæli ekki í sér sjálfkrafa framsal á ákvarðana- tökurétti og lýsti því þannig að fyrst tæki ESB sína ákvörðun og svo væri það í höndum íslendinga sjálfra að taka sjálfstæða ákvörðun á grund- velli ákvörðunar ESB. Ákvörðunin væri þar með áfram í íslenskum höndum. Neiereyjarjá I framhaldi af fyrirlestrinum spurði einn nemandinn hvort Is- land gæti þá hafnað að taka upp ein- hverja þá ákvörðun sem ESB hefur tekið og fellur undir Schengen-sam- starfið. Embættismaðurinn svaraði að svo væri ekki, að ákvarðanir ESB sem falla undir Schengen ættu einnig að ná til íslands. Nemand- inn spurði þá hvort ísland gæti með einhverjum hætti breytt ákvörðun- inni eða lagað að eigin þörfum fyrst ekki væri hægt að hafna henni. Svar embættismannsins var á sama veg, og án þess að bregða svip staðfesti hann að ísland gæti ekki fengið fram slíkar breytingar. Nemand- inn hafði á orði að sér þætti þetta skringilega þröng skilgreining á hugtakinu sjálfkrafa framsal á ákvarðanatöku. Svör embættismannsins minntu mig hins vegar á þá stöðu sem maður gat lent í á skólalóðinni í Breiðholt- inu í gamla daga ef maður gáði ekki að sér. Tuddinn í skólanum átti það til að ná á manni hálstaki og spurði hvort maður gæfist upp. Formlega séð hafði maður auðvitað fullt frelsi til að segja bæði já og nei. En segði maður nei þá var takið hert þar til maður sagði já. Höfundur er dósent í stjórnmála- fræði við Háskólann á Bifröst. Klippt & skorið Vef-Þjóðviljinn (andriki.is) kastar silki- hönskunum í gær til þess að pakka saman varaformanni Samfylkingar- innar. Raunar þarf varla að lesa nema fyrstu setninguna til þessaðátta sig á því íhvaða ham Vef-Þjóðviljamenn eru: „Það er með nokkrum ólíkindum að lesa grein Ágústs Ágústs Ág- ústssonar þingmanns sem í Morgunblaðinu í gær notar tækifærið meðan enn er lag að titla sig varafor- mann Samfylkingarinnar." En svo er haldið áfram: Greinin fjallar um stjórn efna- hagsmála og í henni er lagt út afnýlegri þjóðhagsspá greiningardeildar Glitnis banka. I greininni segir orðrétt: „ínýrri þjóðhagsspá Glitnis segir að almenningur muni borga brúsann fyrir mistök rikisstjórnarinnarí efnahagsmálum." Ágúst treystirþví líklega að enginn nenni að le:a umrædda þjóðhagsspá og líklega erþað nokkuð nærri lagi, enda langsótt að telja skýrsiunaskemmtiiestur.Þóerþaðnúþannig, eins og þeir vita sem hafa lagt á sig að þrælast í gegnum plaggið, að þar er hvergi fullyrt neittþessu líkt. [...] Það getur ekki verið sæmandi, jafnvel þingmanni og varaformanni flokks á borð við Samfylkinguna, að rangtúlka álitþeirra sem fjalla um efnahagsmál. Sér- staklega þegar vitað erað álitsgjafinn á erfitt með að standaíþví að munnhöggvast við alþingismenn. TTTeXrin Anna Guðmundsdóttir skrifar reglulega um jafnrétti í Viðskipta- X Xblaðinu og í gær mátti lesa eina slíka ádrepu undir fyrirsögninni ,Margt hægt að læra af Kína í jafnréttismálum" og af greininni að dæma er ástandið þar í landi alveg dásamlegt og mjög til eftir- breytni. Hins vegar er ekki minnst orði á ömurlegt mannréttindaástand í landinu, sem bitnar harðar á konum en körlum. Ekki orð um að heimilisofbeldi er talið afar út- breitt í alþýðulýðveldinu, en á hinn bóginn er bannað að tala um það eða halda tölfræði. Ekki er heldur minnst á að hvergi í heiminum er mansal útbreiddara og tekur ekki síður til barna en fulltíða kvenna. Mismununin tekur jafnvel til ófæddra telpna, því stjórnvöld leyfa fóstureyðingar á grundvelli kynferðis fósturs. Já, sjá roðann f austri. Greint er frá því á Orðið á götunni (ordid.blog.is), að Arnþrúður Karlsdóttir hafi loks leyst til sín sfðustu hlutabréfin í Útvarpi Sögu eftir að málaferli millum fyrri eigenda voru sett niður. Fyrir þessu eru sjálfsagt traustar heimildir, því Andrés Jóns- son, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem tal- inn er ritstjóri Orðsins á götunni, annast einnig þáttastjórn á Útvarpi Sögu. andres.magnusson@bladid.net slúðurbloggnum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.