blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 17
blaöið FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 33 Réttindi og skyldur launþega Mig setur hljóða, stéttabarátta á íslandi hefur tekið stakkaskiptum til hins verra. Því komst ég að er ég hringdi í Eflingu stéttafélag til að leita upp- lýsinga um bréf sem skrifað var til fyrirtækis sem tengist mér, þar sem krafist var launa til handa fyrrum starfsmanni fyrirtækisins vegna veikinda hans eftir að hann segir upp af öðrum ástæðum en veikindum. Málsatvik voru þau að starfs- maðurinn sagði upp starfi sínu fyr- irvarlaust og að eigin sögn vegna flutninga til útlanda. Umræddur starfsmaður gat ekki unnið út uppsagnarfrestinn vegna anna við að pakka búslóð sinni vegna fararinnar. Laun voru gerð upp við hann samkvæmt kjarasamn- ingum Eflingar. Svo ber við að starfsmaðurinn sendir fyrirtæk- inu bréf mánuði eftir að hann hættir ásamt læknisvottorði þar sem hann fer fram á að fá greidd veikindalaun í 3 mánuði vegnaveik- inda en læknisvottorðið er gefið út eftir að hann hættir störfum. Fyrir- tækið hefur samband við Eflingu segir frá aðstæðum og er boðist til að senda umrætt læknisvottorð ásamt uppgjöri sem er hafnað, en fyrirtækið fær góðar og skýrar leið- beiningar um hvernig svara eigi þessu bréfi frá starfsmanni stétta- félagsins. Var það meginmálið að umræddur starfsmaður hafði ekki sagt upp vegna veikinda né beðið um flutning í starfi vegna veikinda og ætti því ekki rétt á launum í veikindum sem hann var að glíma við eftir uppsögn sína. Samkvæmt þessum leiðbein- ingum er starfsmanninum svarað. Svo ber við að það kemur bréf frá Eflingu stéttafélagi þar sem kraf- ist er að starfsmanni þessum séu greidd laun í veikindum saman- ber 8. kafla í kjarasamningum Efl- ingar og Samtaka atvinnulífsins) ef ekki, þá verði gripið til frekari innheimtuaðgerða! Ósvífin svör Er þetta var borið undir mig hélt ég að um einhvern misskilning væri að ræða og hringdi í formann félagsins og spurði hvort ekki hafi verið þarna eitthvað sem ekki samræmdist samn- ingum og/eða að Efling stéttafélag sem áður hafi gefið leiðbeiningar til handa fyrirtækinu um hver réttur starfsmannsins sé eða hvort eitthvað hafi komið fram sem ekki sé skýrt frá því ekki sé farið fram á að fyrirtækið skýri mál sitt og atvik málsins á móti þeim kröfum sem stéttafélagið gerir fyrir hönd skjólstæðings sinn. Þau svör sem ég fékk eru nú varla prent- hæf, og stóð ég agndofa yfir þeim svörum sem þarna voru sett fram af formanni Eflingar stéttafélags. Sneri hann máli mínu upp í að ég væri að ásaka starfsfólk félagsins um að fara offari í starfi og að ég skyldi ekki halda að þrátt fyrir gamlan kunn- ingsskap minn við hann myndi hann fella málið niður. Sú var ekki krafan, heldur hélt ég í sakleysi mínu að þarna hefðu verið settar fram kröfur sem ekki voru í samræmi við fyrri viðskipti fyrir- tækisins við Eflingu og hægt væri að leysa málið. Nei, alls ekki og hef ég það á tilfinningunni að það væri vegna tengsla minna við félagið (sem felast í því að faðir minn, sem lést árið 1997, var formaður Dagsbrúnar verkalýðsfélags í mörg ár og vann þar frá árinu 1952). Að vísu bauð for- maður Eflingar upp á koma á fundi með fyrrum starfsmanni fyrirtækis- ins, Eflingu og forstjóra fyrirtækis- ins sem ég hafnaði (umræddur starfs- maður býr erlendis). En sem fyrr segir var ég agndofa yfir þessum svörum, lét smá tíma líða til að jafna mig og ná dofanum úr mér en hringdi þá í lögmann og segi honum frá þessu símtali.Þá Heggur sá er hlífa skyldi Sólveig Guflmundsdóttir upplýsir hann mig elskulega um að viðtekin venja sé að senda svona bréf þar sem eru settar fram kröfur félagsmanna eins og þeir skýra félag- inu frá þeim og er þá eingöngu tekið tillit til frásagnar launþegans. Sendir þá stéttafélagið Efling bréf til við- komandi fyrirtækis með kröfum án þess að félagsmaðurinn þurfi að sýna fram á að þannig liggi í málinu (sem kannski er ekki hægt). Þá spyr ég: Er hag launþega þjónað vel með þessum hætti? Verður það ekki til þess að fyrirtæki geti ekki treyst svörum starfsmanna stétta- félags er þeir leita til þeirra vegna krafna sem launþegar gera og sam- ræmast ekki kjarasamningum? Ég tel að starfsmenn stéttafélaga geti gert mistök eins og starfsmenn og eigendur fyrirtækja, en að stærsta verkalýðsfélag landsins hafi ekki í formannsstóli mann, sem getur svarað kurteislega um að þetta sé við- tekin venja, m.a. vegna þess að tími sem launþegi hefur til að gera launa- kröfur til fyrirtækis sé mjög stuttur. En að bera fram órökstuddar full- yrðingar við spyrjanda er mér alveg óskiljanlegt. Þótt liðinn sé sá tími, að maður þekkti mann og gat leitað til hans sakir kunningsskapar með spurn- ingar og upplýsingar til að geta gert rétt - í þessu tilfelli ég - er óskiljan- legt af formanni Eflingar að líta svo á að tilefnislausu að verið sé að fara fram á að eitthvað sé fellt niður af rétt- mætum kröfum launþega. Margur heldur sig mig Ég tel mig vita nokkuð um það að misbrestur er á því að öll fyrir- tæki standi sig í því að greiða rétt laun sem og laun vegna veikinda og er það miður að svo sé. En ég tel að það hljóti að vera allra hagur að stéttafélög og fyrirtæki vinni saman að hagsmunum sínum og eðlilegra væri að fyrirspurn til fyrirtækis um hvernig staðið hafi verið að uppsögn starfsmanna og hvort fyrirtækið hafi hafnað áður sendum kröfum launa- manns um laun, t.d. í veikindum og þá séu fyrirtækinu sett tímatakmörk með að svara því. Berist ekki svar frá fyrirtækinu innan þess tíma þá sé eðlilegt að tala um harðari aðgerðir. Auðvitað getur óvart farið af stað krafa sem einn starfsmaður hefur þegar svarað, en annar ekki vitað um en þá er venja í samskiptum manna á milli að sá misskilningur sé leið- réttur eða skýrt sé ffá að fleiri fletir hafi komið upp í málinu. En að formaður Eflingar stéttafé- lags ásaki mann um óheiðarleika þegar farið er fram með fyrirspurn til að geta gert vel, er í mínum huga sorglegt. Það er ekki þannig að öll fyrirtæki fari illa með sína launþega þótt að það sé því miður til, en það er ekki gefið. Réttur launþega á að vera skýr og kynntur þeim. Ef launþegi telur sig hafa verið hlunnfarinn í launum er það réttur hans að leita aðstoðar stétta- félags sem hann er í á hverjum tíma en kröfur hans hlýtur að þurfa að rök- styðja með greinum í kjarasamningi hans og að upplýsingar starfsmanns stéttafélagsins séu réttar til að allir gangi sáttir frá borði ef upp kemur misskilningur eða rangtúlkanir og ef leiðréttinga er þörf. Þetta getur ekki breyst í tímanna rás hvað sem formaður Eflingar stéttafélags heldur fram. Höfundur erfulltrúi í Reykjavík.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.