blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 21
blaðió FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 37 þessi hundrað skópör sem hún átti og ég vissi að ég myndi ekki þola hjónaband með henni í annað sinn.“ Ekki að eilífu Næsti eiginmaður hennarvar veit- ingahússeigandi, Stephen Crane, og með honum átti hún dótturina Cher- yl. Síðan giftist hún Bob Topping, vellauðugum viðskiptajöfri. Þegar hún sótti um skilnað frá honum eftir tæplega fimm ára hjónaband gaf hún sem ástæðu sjúklega af- brýðisemi hans og sagði hann hafa barið sig og tvisvar hótað að skjóta hana. Þegar þau giftust hafði Lana sagt við blaðamenn: „Þetta er að eilífu.“ Eftir skilnaðinn stóð í einu dagblaði: „Ný skilgreining á eilifð - fjögur ár, sjö mánuðir, átján dagar, nítján klukkustundir og tuttugu og sex mínútur." Sá fjórði í röð eiginmanna henn- ar var Lex Barker sem ávann sér nokkra frægð í kvikmyndum fyrir að leika Tarzan. Þegar leikkonan giftist honum lögðu nokkrir vinir bennar hver um sig hundrað dollara í pott í veðmáli um það hversu lengi hjónabandið myndi standa. Þegar hún komst að því að Barker hafði ít- rekað nauðgað ungri dóttur hennar gekk hún inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann lá uppi i rúmi, beindi að honum byssu og sagði honum að hypja sig burt. Hann var fljótur að taka til fótanna. Morð í Hollywood Mesta ógæfa Lönu í lifinu var ást- arsamband hennar við glæpamann- inn Johnny Stompanato. Hann var sjúklega afbrýðisamur, ofbeldisfull- ur og stjórnsamur. Eitt sinn reyndi hann að kyrkja Lönu og hótaði að skera hana í andlitið með rakvélar- blaði. Öðru sinni stormaði hann á tökustað þar sem hún var að leika í atriði á móti Sean Connery. Stomp- anato sakaði Connery um að eiga í ástarsambandi við Lönu og beindi byssu að honum. Connery afvopn- aði hann, lúskraði á honum og henti honum á dyr. Dag nokkurn kom Stompanato að heimili Lönu og hótaði að skera and- lit hennar og lama hana. Hann sagð- ist ætla að gera það sama við móður hennar og dóttur. Cheryl, fjórtán ára gömul dóttir Lönu, hlustaði á hótanir hans. Hún varð skelfingu lostin, hljóp inn í eldhús, greip hníf og hljóp til herbergis móður sinn- ar þar sem Stompanato var enn að hóta henni. „Þú þarft ekki að þola þetta, mamma,“ sagði Cheryl um leið og hún stakk hnífnum í kvið Stompanato sem féll í gólfið. Hann lést skömmu síðar af sárum sínum. Þegar lögreglan kom á vettvang grátbað Lana um að fá að taka á sig sökina og vildi hlífa dóttur sinni við erfiðum réttarhöldum. Eftir sögu- leg réttarhöld var Cheryl sýknuð, talin hafa framið morðið í tilfinn- ingalegu uppnámi. Lana bar vitni í dramatískum réttarhöldum og ein- hverjir sögðu að þar hefði hún sýnt bestan leik á ferli sínum. Hið virta bandaríska skáld Frank O’Hara orti ljóðið „Lana Turner Has Collapsed" eftir að hafa séð forsíðumynd af henni við réttarhöldin. Cheryl, dóttir Lönu, var send í skóla fyrir vandræðastúlkur og síð- an á heilsuhæli þar sem hún var á róandi lyfjum mestallan timann. Seinna kom hún móður sinni i upp- nám með þvi að lýsa því yfir opin- berlega að hún væri lesbía. Lana tók hana þó i sátt og sagði á efri árum að sambýliskona Cheryl væri önnur dóttir sin. Cheryl skrifaði bókina Detour um æsku sína, móður sína og morðið. Bókin kom út árið 1988 og vakti nokkra athygli. Hrifin af strákunum Eftir réttarhöldin umtöluðu var leit Lönu Turner að ást ekki lokið og hún fann eiginmann númer fimm, f xr/iuirr U/cnf: LANA WEDS! síðan kom númer sex og loks núm- er sjö. Ekkert hjónabandanna varð langlíft. Þegar Lana var eitt sinn spurð um hin fjölmörgu ástarsam- bönd sin sagði hún: „Ég var hrifin af strákunum og strákarnir voru hrifn- ir af mér.“ Vinir Lönu sögðu að helsti galli hennar væri sá að hún horfði á lifið eins og það væri kvikmynd þar sem atburðarásin ætti stöðugt að halda athyglinni og vera full af ævintýr- um. Síðustu árin dró hún sig út úr sviðsljósinu og lést úr krabbameini árið 1995, 74 ára gömul. Eignir henn- ar skiptust á milli ráðskonu hennar og dótturinnar Cheryl. Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir klukkustundar langan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 5691440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðað við að 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift í 30 skipti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.