blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 26
42 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 bladiA konur Pekking og hæfni Á www.kvennaslodir.is er kvennagagnabanki sem inniheldur % upplýsingar um kvensérfræðinga á ýmsum sviðum. Markmiö kvennaslóða er að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega konur@bladid.net í; og aðgengilega. ’ M Glæsilegt kápuúrval Sjáið sýnishorn á laxdal.is r'jfl BlifíXIUM) I f j •“ / I '/>//, jfl’ ) Laugavegi 63 • s: 551 4422 Umhverfis- vænn bikar Sífellt fleiri konur kjósa að nota álfabikarinn frekar en dömubindi eða tappa, bæði vegna hreinlætis, þæginda og umhverfisverndar. Álfabikarinn er lítill, margnota tíða- bikar sem er gerður úr náttúrlegu gúmmíi. Upprunalega kom álfabik- arinn fram á sjónarsviðið í Ohio í Bandaríkjunum þar sem konur hófu að nota frumstæða útgáfu hans um 1930. Skömmu síðar hófst einnota byltingin og tappar og dömubindi urðu aðgengileg flestum konum. Álfabikarinn var ekki dreginn aftur fram í dags- Ijósið fyrr en snemma á sjöunda áratugnum; hann var viðurkenndur af bandaríska heilbrigðiseftirlitinu árið 1987 og fékk verðlaun árið 1990 sem merkt framlag á sviði umhverfismála. Álfabikarinn getur tekið allt að 30 ml af tíðablóði og það má tæma bikarinn á allt að 12 klukkustunda fresti. Álfabikarinn er gerður úr náttúrlegu gúmmíi og því kemst líkaminn síður í snertingu við hættuleg efni, trefjar eða viðbætt efni sem finnast stundum í ýmsum tegundum dömubinda og tappa. Álfabikarinn má meðal annars fá í versluninni Móðurást og á www. femin.is. Álfabikarinn Hvað er Álfabikar? ■ Margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. 1 Hann er gerður úr 100% núttúrulegu gúmmíi, 1 Nú einnig úr sílikoni 1 Endingartími Álfabikarsins er 10 úr og ó honum er þriggja mónaða skilafrestur ef konur af einhverjum óstæðum geta ekki notað hann. J HamrDborg7 S: 564 1451 www.modurast.is Elín Hirst fréttastjóri Er prívat persóna Haft mikið fyrir þessari stöðu Elín Hirst frétta- stjóri: „Mér fannst ég þurfí að hafa mikið fyrirþví að komast íþessa stöðu en ég hef ekki fundið fyrir því að kyn mitt hafi skipt máli. Mynd/Anna Pálma Elín Hirst, fréttastjóri Sjón- varpsins, er ein af þessum konum sem aðrar taka sér til fyrirmyndar enda mynd- arleg og dugleg kona í góðri stöðu. Ein af þeim sem virðist alltaf hafa allt á hreinu. Sjálf segist hún hafa mjög mikið að gera en starf hennar sé samt sem áður mjög skemmtilegt. „Ég hef dálítið frjálsar hendur því ég á tvo uppkomna syni, annar er að byrja í laganámi og hinn er að ljúka menntaskóla. Ég veit ekki hvort ég myndi treysta mér til að fara í gegn- um svona pakka ef ég væri með ung börn.“ Kyn mitt hefur ekki skipt máli Elín Hirst segir að það hafi ekki endilega verið auðvelt að komast í þá stöðu í fjölmiðlum sem hún er í núna. „Mér fannst ég þurfa að hafa mikið fyr- ir því að komast í þessa stöðu en ég hef ekki fundið fyrir því að kyn mitt hafi skipt máli. Ég hef aldrei fundið fyrir því að það sé tekið minna mark á mér eða mínum störfum af því að ég er kona. Ég hef heldur ekki fundið fyr- ir því að það hafi hjálpað mér að vera kona. En ég upplifi það heldur ekki þannig að það hafi dregið úr mögu- leikum mínum í lífinu. Enda skiptir kyn mig engu máli þegar ég horfi á mitt samstarfsfólk, einungis hvað ein- staklingurinn getur og hvað hann er tilbúinn að leggja af mörkum.“ Áreiðanleg fréttastofa Elín hefur verið fréttastjóri í fjögur ár og segist vera nokkuð ánægð með gengi fréttastofunnar undir hennar stjórn. „Ég tók við afar góðu búi og góðu starfsliði en maður þarf allt- af að passa að sækja fram og fylgja þróuninni. Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel að ganga í takt og við horfum til dæmis á áreiðanleika- mælingar sem fara fram í íslenskum fjölmiðlum árlega á vegum Gallup. Fréttastofa Sjónvarpsins fær alltaf hæstu einkunnina þar og við teljum það vera mjög dýrmætt. Þau gæði sem það endurspeglar er eitthvað sem við viljum passa upp á að fari ekki forgörðum heldur styrkist. Hinn mælikvarðinn er áhorfið sjálft, hvað séu margir að horfa en ekki hvað þeim finnst. Við höfum sett markið við 40% og höfum getað haldið okkur um eða yfir 40% í áhorfi sem ég held að sé mjög gott, sérstaklega miðað við nágrannaþjóðir okkar.“ Strangar gæðakröfur Elín talar um að starfið sé mjög skemmtilegt þó það geti verið eilítið stressandi. „Fréttastjóri Sjónvarpsins er eiginlega á vakt allan ársins hring. Það er mjög mikið áreiti heima en ég hef hvatt samstarfsfólk mitt að hafa samband ef það er með einhverjar frekari spurningar. Ég hef því svolít- ið kallað þetta yfir mig en mér finnst skipta miklu máli að samstarfsmenn okkar geti alltaf skotið máli sínu til mín af því að við setjum okkur mjög strangar gæðakröfur. Það þýðir náttúrlega oft símtöl um helgar og á kvöldin.11 Samt sem áður segist Elín ekki vera á vakt allan sólarhringinn en hún geti alltaf átt von á því að eitt- hyað komi upp á. „En það þjakar mig ekki neitt. Þaosem skiptir mig mestu er fyrst og fremst fjölskyldan, heils- an og að hafa góðar stoðir í kringum mig. Ég er mjög prívat-persóna, fer lít- ið út að skemmta mér eða á viðburði. Ég forðast það eiginlega eins og heit- an eldinn því mér finnst það taka svo mikla orku ffá mér. Ég nota tímann sem ég er ekki í vinnu til að hlaða batteríin i mínu eigin umhverfi þar sem ég hef töglin og hagldirnar. Þetta heldur orkunni gangandi þannig að ég geti framkvæmt það sem af mér er ætlast.“ svanhvit@bladid.net Útsölulok Útsöluvörur kr. 1.000 - 2.000 - 3.000 r 0e//y'a/Yia/t, < ú/A/a/t//e/Y, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. onncu

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.