blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 15
biaöiö FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 15 Sjúkrahús á Bretlandi: Múslímskar Tæplega átján prósenta verðmunur er á milli ódýrustu og dýrustu lágvöruverslunarinnar samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Islands (ASÍ). Gerður var verðsamanburður á fjörutíu vörutegundum í verslunum Bónus í Holtagörðum, Krónunni við Lágholtsveg, Nettó i Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Ódýrast var að versla í Bónus en þar kostaði vörukarfan 9.784 krónur en dýrust var verslun Kaskó þar sem vörukarfan kostaði 11.504 krónur. Munaðiþví 1.720 krónum milli hæsta og lægsta verðs. Næst ódýrust var verslun Nettó í Indversk vöövabúnt: Hrikalegir og ekki hressir Vöðvabúnt í Nýju-Deli á Indlandi eru með böggum hildar þessa dagana enda hafa þeir orðið fyrir barðinu á harkalegum aðgerðum borgar- yfirvalda sem hafa skorið upp herör gegn ólöglegri atvinnu- starfsemi í íbúðarhverfum. Undanfarna fjóra daga hafa starfsmenn borgarinnar innsiglað á annað hundrað fyrirtækja, þar á meðal vin- sælan veitingastað og goðsagna- kenndan líkamsræktarstað. Fjölmargir íbúar borgar- innar hafa mótmælt aðgerðum borgaryfirvalda og þeirra á meðal vöðvabúntin sem kom- ast nú ekki í lóðin sin. Matvörubúðir: Bónus stingur af VÖRUKARFA í LÁGVÖRUVERSLUN BIRTÍNGUR Bónus verslanir ódýrastar Mikill verðmunur á einstökum vörum eins og kjöti skýrir forskot Bónuss. Mjódd en þar kostaði karfan 11.073 krónur og í Krónunni kostaði hún 11.203 krónur. Að sögn Hennýjar Hinz, verkefnisstjóra verðlags- og neytendamála hjá ASÍ, vekur athygli í niðurstöðum könnunarinnar hversu mikill munur er á milli lægsta og næst lægsta verðs. „Þrjár verslanir liggja mjög nálægt hvor annarri en svo er ein sem er lang lægst. Þetta er meiri munur en ég átti von á.“ Henný segir aðeins örfáa liði valda því að verðmunurinn er eins mikill og raun ber vitni. „ Ef einstaka liðir eru skoðaðir er í flestum tilvikum lítill munur milli verslana. Svo eru þarna liðir eins og kjöt sem vegur talsvert þungt.“ I siðustu könnunum hefur Krónan jafnan fylgt Bónus nokkuð stíft eftir en núna virðist bilið vera að breikka. Henný segir það geta verið vísbending um að eitthvað- sé draga úr verðsamkeppni milli þessara verslana. „Bónus hefur lengi verið sú verslun sem leiðir markaðinn. Hinir hafa fylgt eftir. Niðurstaðan er kannski vísbending um að það sé frekar að draga úr þvi að Krónan fylgi jafnt stíft eftir.“ © 0 iö. © Bónus Nettó Krónan Kaskó SAMKVÆMT VERÐKÖNNUN ALÞÝÐUSAMBANDS ISLANDS fá sér sloppa Tvö sjúkrahús í norðurhluta Englands hafa ákveðið að taka sérstakt tillit til múslímskra kvenna og munu frá og með byrjun nóvember bjóða þeim upp á sloppa sem hylja allt nema augun. Sjúkrahúsin tvö eru rekin af styrktarsjóði sem vildi koma til móts við sjúklinga sem gætu átt í erfiðleikum með að klæðast hefðbundnum sloppum vegna trúarbragða sinna. Konunum verður boðið upp á tvær útgáfur af sloppnum. Önnur hylur allan líkamann nema augun á meðan hin er ögn djarfari og sýnir allt andlitið. Óþekktaranginn að austan Helgi Seijan er nýjasta stjarnan á skjánum ogflytur sig á næstunni frá NFS yfir í Kastljósið. Helgi þykir ágengur og ákveðinn þáttastjórnandi. Þótt hann sé einungis 27 ára hefur hann marga fjöruna sopið og í Mannlífsviðtali talar hann um óreglu, pólitík og plott og auðvitað ástina sína. Á bak við grímu Jóns Gnarr Ofvirkur með athyglisbrest. Jón Gnarr í einlægu viðtali þar sem þunglyndið, kærleikurinn, Guð, klausturdvölin og margt fleiraberágóma. Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þérfrábær áskriftarkjör í síma 515 5555 eða sendu okkur póst á askrift@frodi.is „Ég gríp í skammbyssuna mína og tek ðryggið af. Það er miklu auðveidara að keyra með skammbyssu en riffil." Einstök grein um Bashir Vincent Ali Geirmundsson, sem er hálfur íslendingur, en I byrjun sumars varð hann fyrir skoti í hörðum bardaga 1 Afganistan. Stútfullt Mannlíf I nýjasta tölublaði Manniífs er að f inna fjölbreytt efni. Hæst ber umfjöllun um mannfórnir Kárahnjúkavirkjunar. Þrir íslendingar hafa látið lif ið við störf s(n við þessa stærstu fram- kvæmd íslandssögunnar. Áhugaverðir einstaklingar koma við sögu í blaðinu, leikkonan efnilega, Anita Briem, tónlistarmaðurinn Toggi, Sverrir Hermannsson, Bára (Jazzballett- skólanum, Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar, ogfleiri. Auk þess fylgir veglegt ferðablað þar sem fjölmargir segja frá skemmtilegum ferðalögum og veita upplýsingar um f rumlegan ferðamáta.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.