blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 blaðiA INNBROT Brutust inn í hjólhýsi INNLENT Þrír piltar brutust inn í hjólhýsi í Kópavoginum aðfaranótt priðjudags. Þeir voru handteknir um morguninn og kom pá í Ijós að peir höfðu nokkurt þýfi. Piltarnir játuðu afbrotin og er málið upplýst. DÓMSTÓLAR Klessti á grindverk Rúmlega tvítugur piltur var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær fyrir að aka ölvaður og keyra á staur og grindverk. Dómur hans er fangelsisvist í þrjátíu daga en skilorðsbundinn til tveggja ára. LÖGREGLAN Rólegt hjá lögreglu Nær ekkert var að gera hjá lögreglunni aðfaranótt miðvikudags samkvæmt varðstjóra lögreglunnar. Hann segir að það megi eflaust útskýra með velgengni Magna, tónlistarmannsins sem keppir í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova. Google: Leitað í 200 ára blöðum Google vefleitarforritið hefur komið til móts við fréttafíkla og fræðimenn og býður nú upp á þann valmöguleika að leita að fréttum og greinum sem hafa birst í fjölmiðlum allt að tvö hundr.uð ár aftur í tímann. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að leita nokkrar vikur aftur í tímann á frétta- síðu Google. Hægt er að leita i gögnum dagblaða og tímarita eins og The Guardian, The New York Times, Wall Street Journal og Washington Post. Hins vegar er allur gangur á því hvort not- endur þurfa að greiða fyrir að sjá þær fréttir í heild sinni sem þeir finna i grúski sínu en hluti af samkomulaginu sem Google náði við eigendur efnisins á sínum tima fólst í því að þeim væri í sjálfsvald sett hvort þeir rukkuðu fyrir aðgang. Líbanon: Herkví aflétt Israelsk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau myndu afnema herkví á Líbanon klukkan þrjú idag. ísraelsk stjórnvöld settu Líbanon í herkví eftir að átök brutust út á milli þeirra og vígamanna Hizballah til þess að koma í veg fyrir vopnasend- ingar bærust til landsins. Hafnir og flugvellir og landsins munu starfa eðlilega en munu þó vera áfram í umsjá eftirlitsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þýskir sérfræðingar hófu eftir- litsstörf á alþjóðaflugvellinum í Beirút í gær. Reiðir ellilífeyrisþegar: Ríkið hirðir ævisparnaðinn ■ Margfalt skattlagðir á við aðra ■ Miklu hærri fjármagnstekjuskattur ■ Hrópandi óréttlæti Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Fjármagnstekjur eftirlaunaþega af uppsöfnuðum sparnaði skerða elli- lífeyri um helming ásamt því að tekinn er af honum hefðbundinn fjármagnstekjuskattur. Ellilífeyris- þegi segir þetta hrópandi óréttlæti og jafngilda því að ríkið taki um 6o prósent skatt af fjármagnstekjum eldri borga á meðan aðrir borgi bara ío prósent. Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir kerfið koma í veg fyrir að fólk leggi pening í sparnað. Forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins segir allar tekjur koma til skerðingar á lífeyri. Ríkið tekur „Venjulegt fólk borgar aðeins ío prósent af sínum fjármagns- tekjum en þegar kemur að ellilífeyrisþegum hækkar skatturinn upp í 6o pró- sent,“ segir Kolbrún Olgeirsdóttir ellilífeyr- isþegi. „Þetta er hróp- andi óréttlæti og ég trúi því ekki að þetta sé löglegt." S a m k v æ m t reglugerðum um útreikninga Trygg- ingastofnunar rík- isins á ellilífeyri kemur helmingur fj ármagnstekna til frá- dráttar á grunnlífeyri. Þetta þýðir að einstak- lingur með eina milljón í fjármagnstekjur má bú- ast við því að lífeyrir hans skerðist um 500 þúsund krónur. Auk þess borgar sá hinn sami 100 þúsund krónur í hefðbundinn fjár- magnstekjuskatt og því ljóst að um verulega skerðingu er að ræða. Margrét Margeirsdóttir, for- Ríkið er stærsti lífeyrisþeginn.' Margrét Margeirsdóttir tekjur skerða bætur.” Karl Steinar Guðnason MJÓLKURVÖRUR í SÉRFLOKKI CfíQ FLOKKI V&aJM Stjórn á blóðþrýstingi LH inniheldur náttúruleg lífvirk peptíð sem geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu og er því fitulaus. Auk peptíðanna inniheldur hann í ríkum mæli kalk, kalíum og magnium en rannsóknir benda til að þessi steinefni hafi einnig jákvæð áhrif á blóðþrýsting. maður Félags borgara í Reykjavík, eldri segir félag- < inu berast ” margar fyr- | irspurnir * vegnaþessa. í „Við heyrum heilmikið af þessu og þetta skerðir mikið þær bætur sem fólk fær.“ Að sögn Margr- étar virðist kerfið vinna gegn því að fólk leggi pening í sparnað á lífsleiðinni. Ríkið hirði ein- faldlega obbann af þeim sparn- aði. „Ríkið er eiginlega stærsti líf- eyrisþeginn. Það tekur svo mikið af sparnaði fólks.“ Óréttlátt kerfi Þá segir Margrét kerfið vera afar ósanngjarnt og telur eðlilegra að ávöxtun af sparnaði komi ekki til frá- dráttar á lífeyri. „Peningar sem fólk hefur sparað á lífsleiðinni eiga að koma óskertir til baka á efri árum. Það er mjög óréttlátt að sparnaður skerði bætur frá Tryggingastofnun. Fólk er búið að borga alla sína skatta og skyldur og svo kemur bara ríkið og hirðir lífeyrissparnað þess.“ Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segir lögin einfaldlega kveða á um að hlut- irnir séu gerðir með þessum hætti. „Það koma allar tekjur til skerðingar á bótum. Ef menn eru ósáttir við lögin þá þarf að tala við þá sem setja lögin.“ WTSTUnOfíHÚSIÐ PlASTM^CL f MMKLU ÚRVALf Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is SMÁAUGLÝSINGAR ð037& blaðiön SMÁAUGLYSJNGAR@BLADID.NET Pentax KlOti) er komlnJ Alvöru DSLR vél - hlaöinn búnaði. Vélin er meö nýrri Pentax hristivörn (SR), sem hristiver flöguna, þannig að ekki þarf aö kaupa hristivörnina (hverri linsu. Auk SR kerfisins sem færir flöguna eldsnöggt til aö vinna móti hreyfingu, þá er vélin meö hárnákvæman og leiftursnöggan, sjálvirkan 11 punkta SAFOX VIII fókus og sjálfvirka Ijósnæmisstillingu (16 hluta Ijósmæling). Vélin er meö marga auðnotanlega tökuhætti, 2,5 tommu (210.000 díla) skjá, bjartan Pentax spegil glugga meö 0,85X stækkun ofl. ofl. K100D er fyrir bæöi venjulega, sem og reynslu meiri Ijósmyndara. Einstakt verö Pentax K100D með Pentax DA 18-55mm linsu, á kr. 74.900! Pentax K100D með Pentax DA 18-55mm og Pentax DA 50-200mm linsum á kr. 97.500! Nánari upplýsingar á www.ljosmyndavorur.is 4

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.