blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 7

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 7
blaöiö FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 7 INNLENT Stálu kortum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi. Þeir stálu greiðslukortum úr íbúð í Reykjavík og notuðu í hrað- bönkum. Mennirnir komust yfir 65 þúsund krónur. Annar var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsþundið, og hinn ífimm mánaðafangelsi. ALÞJOÐASTJORNMÁL Þrettán tilfnefndir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur greint frá því að þrettán hafi sóst eftir því að gegna stöðu forstjóra stofnun- arinnar. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, hefur verið útnefndur af hálfu (slands sem kunnugt er. Meðal þeirra sem hafa verið útnefndir er Bernard Kouc- hner, stofnandi Lækna án landamæra, en rikisstjórn Frakklands útnefndi Kouchner, samkvæmt mbl. Eskifjörður: Eldur í kirkjunni mbl.is Aðallega urðu reyk- skemmdir þegar eldur kom upp í gardínum í kirkjunni á Eskifirði í gærmorgun, að sögn Þorbergs Haukssonar, slökkviliðsstjóra í Fjarðabyggð. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en mikil glóð var í gardínunum og mikill reykur í kirkjuskipinu. Slökkviliðið reykræsti kirkj- una og hreinsaði í gær. Þorbergur segir að í fyrradag hafi gólfið í henni verið lakkáð og þá hafi gardínurnar verið lagðar ofan á ljóskastara sem séíi á veggjum. í morgun hafi verið kveikt á köst- urunum og hafi hitinn frá þeim kveikt í gardínunum. Vestmannaeyjahöfn: Óhapp í skipalyftunni mbl.is Óhapp varð í skipalyft- unni í Vestmannaeyjum í fyrra- dag þegar verið var að sjósetja skipið Sléttanes. Skipið er á lyftu sem slakað er í sjó en þegar toga átti Sléttanes af lyftunni vildi ekki betur til en svo að fimm vagnar, sem halda skipinu á lyftunni, fóru með skipinu og út í höfnina. Tveir af vögnunum eru um átta tonn að þyngd en þrír eru helmingi létt- ari. Engin slys urðu á fólki. Stefán Örn Jónsson, yfirverk- stjóri hjá Skipalyftunni ehf., segir að bilun hafi komið upp sem varð til þess að lyftan fór ekki alla leið niður. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið.. Lyftan er orðin 40 ára gömul og því komin til ára sinna. Fer vel í vasa um Haustlitaferðir ■ Wg&m - ■ ' m 5SSi.í».V..-W S3B OÉí . Zagreb 5. oktober Verö frá 59.940,- Ljubljana 12. og 19. oktober Verð irá 65.460,- Varsja 28. september Verö frá 60.780,- alutsyn.is .:

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.