blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 20
36 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 blaöiö Lana Turner var ein af kynbombum hvíta tjaldsins. Einkalíf henn- ar vakti yfirleitt meiri athygli en leikur hennar, enda átti hún sjö eigin- menn, fjölda ástmanna og flæktist í morðmál. Lana fæddist árið 1921. Foreldr- ar hennar skildu snemma og faðir hennar var myrtur þegar Lana var níu ára gömul. Ári seinna flutti Lana til Los Angeles ásamt móður sinni. Þegar hún var sextán ára göm- ul var hún uppgötvuð af ritstjóra Hollywood Reporter þar sem hún var að kaupa kók í sjoppu. Hún var umsvifalaust sett á kvikmynda- samning og vakti mikla athygli fyr- ir líkamsfegurð í fyrstu mynd sinni They Won’t Forget árið 1937. Hún naut þess að vera stjarna og lifði hinu ljúfa lífi. Á skömmum tíma öðlaðist hún nafnbótina „drottning næturklúbbanna". Lana naut mikilla vinsælda sem kvikmyndastjarna á fimmta og sjötta áratugnum. Hún þótti ekki mikil leikkona en kom gagnrýnend- um á óvart með góðum leik í hinni klassísku kvikmynd The Postman Always Rings Twice þar sem hún lék á móti John Garfield. Seinna sýndi hún jafngóðan leik í kvikmynd Vincents Minellis, The Bad and the Beautiful og Peyton Place þar sem hún var tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn. Viðburðaríkt einkalíf Einkalíf Lönu var fjörugt og hún eignaðist sjö eiginmenn og meðal fjölmargra elskhuga hennar voru Clark Gable og Howard Hughes. í sjálfsævisögu sinni sagði hún að stóra ástin í lífi sínu hefði verið leik- arinn Tyrone Power en hann yfirgaf hana til að giftast ungri leikkonu, Lindu Christian. Fyrsti eiginmaður hennar var hljómsveitarstjórinn og klarínettu- leikarinn Artie Shaw sem þótti einn greindasti og víðlesnasti maðurinn í Hollywood. „Lana var heimsk,“ sagði Ártie Shaw, „en ég kunni vel við hana því það var ekkert illt til í henni.“ Hjónaband þeirra stóð í fjóra mánuði. Lana sagði seinna að hjónabandinu hefði lokið þremur dögum eftir hjónavígsluna en hún hefði verið svo upptekin við kvik- myndaupptökur að hún hefði ekki haft tíma til að ræða sambúðarslit við eiginmann sinn. Lana og Shaw sáust þó oft saman eftir skilnað þeirra og um tíma var talið að þau myndu gifta sig á ný. „Það hvarflaði að mér að giftast henni aftur,“ sagði Shaw, „en svo fór ég að hugsa um Bílaciukahlutir í úrvoli úmSTUnDRHUSIÐ Tómstundahúslð, Nethyl 2, síml 5870600, www.tomstundahusld.ls Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.