blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21.OKTÓBER2006 blaðið VEÐRIÐ f DAG Léttskýjað Fimm til tíu metrar á sekúndu, en hægviðri suðvestan til. Stöku skúrir eða slydduél norðaustanlands, en annars léttskýjað. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig að deg- inum, en vægt frost inn til landsins í nótt. Á MORGUN Bjartviðri Norðaustanátt, yfirleitt átta til þrettán metrar á sekúndu. Él norðan- og austanlands, en annars léttskýjað að mestu. Kólnandi veður. VÍÐAUM HEIM Algarve 21 Glasgow 12 New York 10 Amsterdam 14 Hamborg 15 Orlando 21 Barcelona 22 Helsinki 6 Osló 8 Berlin 13 Kaupmannahöfn 15 Palma 24 Chicago 7 London 14 París 15. Dublin 14 Madrid 15 Stokkhólmur 11 Frankfurt 14 Montreal 2 Þórshöfn 08 A góðri stundu í Hofsstaðaskóla Að sögn Hilmars Ingólfssonar skóla stjóra Hofsstaðaskóla á skólinn að byggja á kristnum grunni. Palestína: Árás á bíl ráðherra Vígamenn vopnaðir byssum skutu að öryggisbílum sem fylgdu bifreið Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, á Gaza- svæðinu í gær. Forsætisráðherrann slapp ómeiddur. Árásin er gerð á sama tíma og ótti vex um að borgarastríð sé við það brjótast út á heimastjórnarsvæðunum en átök á milli fylkinga tengda Hamas-samtökunum og Fatah- hreyfingar Mahmoud Abbas, forseta heiglastjórnarinnar, fara harðna$di. Nítján hafa fallið í átökum stríðandi fylk- inga í þessum mánuði. Kasakstan: Bjóða Borat til Kas^kstans RakhatjiÁliyev, aðstoðarutan- ríkisráðhþfra Kasakstans, hefur ákveðið að bjóða grínistanum Sacha Bafón Cohen í opin- bera heimsókn. Hann geti þá sannfærst um að hestaþvag sé ekki þjóðardrykkur landsins og að konum sé leyft að aka bifreiðum, vin sé bruggað úr vínberjum og að gyðingar fái að ganga frjálsir ferða sinna. Cohen leikur persónuna Borat, sem er kasaksur blaða- maður, í kvikmyndinni Borat en í henni er Vesturlandabúum gefinn kostur á að fræðast um hina miklu menningarþjóð Kasaka. Námsmenn: Aldrei fleiri útskrifaðir Rúmlega átta þúsund nem- endur brautskráðust af fram- halds- og háskólastigi á síðasta skólaári og hafa þeir aldrei verið fleiri samkvæmt saman- tekt Hagstofunnar. Af framhaldsskólastigi braut- skráðust 4.803 nemendur sem er aukning um 0,6 prósent eða 28 nemendur frá fyrra ári. Á háskólastigi útskrifuðust 3.277 nemendur og fjölgaði útskrif- uðum nemendum um 103 eða 3,2 prósent. Fleiri konur útskrifuðust en karlar og voru þær 65,5 prósent þeirra sem útskrifuð- ust með próf á háskólastigi og 53,9 prósent brautskráðra af framhaldsskólastigi. Frístundaheimil: 150 börn bíða eftir plássi Enn eru 150 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Reykjavík samkvæmt upplýs- ingum frá íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkurborgar. Illa hefur gengið að manna stöður á frístundaheimilum í höfuðborginni og hafa borgar- yfirvöld þurft að gripa til þess ráðs að vísa börnum frá. Enn vantar 34 starfsmenn til að hægt sé þjónusta alla þá sem vilja. Erfiðast hefur verið að manna stöður í úthverfum borgarinnar en alls hafa 2.274 börn fengið pláss á frístundaheimilum það sem af er skólaári. Meint einkarekið trúboð í skólum gagnrýnt harkalega: Faðir mótmælir vinaleið í Garðabæ ■ Skólastjóri segir skóla eiga að starfa í kristilegum anda ■ Faðir sendi mótmælendabréf til foreldra Eftir Val Grettisson valur@bladld.net .Mér finnst að skólar og trúfélög eigi ekki að vera í samkrulli,“ segir Reynir Harðason faðir sem mótmælir harð- lega svokallaðri vinaleið sem þjóð- kirkjan býður upp á í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir verkefnið hreint og klárt trúboð og vill frekar að fagaðilar séu innan skólans heldur en prestar sem bjóða þjónustu sína. Einnig hefur Siðmennt ályktað gegn verkefninu og þykir það gróft brot á lögum. Vinaleiðin er samstarfsverkefni Hofsstaðaskóla og þjóðkirkjunnar en þá er prestur með viðveru einu sinni í viku og býður leiðsögn sína þeim börnum sem hana kjósa. „Það er mun eðlilegra að námsráð- gjafar eða aðrir sérfræðingar komi að þessu frekar en prestar," segir Reynir og bendir á að hann vill alls ekki svipta börnin þessari þjónustu heldur vill hann að það sé rétt að henni staðið. Fyrir liggur styrktar- beiðni kirkjunnar í Garðabæ til þess að halda þessu starfi úti en hún hefur ekki enn verið samþykkt. Reynir segir það afar óeðlilegt að hann skuli bæði borga til þjóðkirkjunnar í gegnum sinn skatt og svo aftur í gegnum útsvar bæjarins. „Ég vil bara trúarlegt hlutleysi í skólum,“ segir Reynir og bendir á að ekki séu öll börn sömu trúar. „Skólinn á að byggja á kristnum grunni," segir Hilmar Ingólfsson skólastjóri í Hofsstaðaskóla. Hann segir andstöðu gegn þessu átaki sé ofstæki og jaðri við frekju. Jafnframt bendir hann á að hann hafi eingöngu fengið kvörtun frá einu foreldri varð- andi veru prestins 1 skólanum. Að sögn Hilmars kostar fyrirtækið Sund hf. Verkefnið að stórum hluta en það fyrirtæki átti eitt sinn meiri- hluta í Olís og var í eigu Óla Kr. Sig- urðssonar en mun vera í eigu konu hans í dag. „Ég hafna því algjörlega að við séum að mismuna trúarbrögðum á nokkurn hátt,“ segir Hilmar og bætir við að börnunum sé frjálst að hitta prestinn sem sem hefur viðverðu eini sinni í viku í skólanum. „Skólinn á að byggja á kristnum grunni,“ segir Hilmar en bætir við að sjálfur sé hann ekki trúaður og synir hans hafi fermst borgaralega. Hann segir hins vegar að það standi beinlínis í aðalnámskrá grunnskól- anna að það eigi að fræða börn um kristilegt siðgæði. „Þetta er eitt foreldri af tæplega fjögur hundruð sem eru að kvarta vegna Vinaleiðarinnar," segir Hilmar sem vill sem minnst úr málinu gera. Opið virka dagæ 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Landamarkaður lítill því unglingar hafa nóg fé til ráðstöfunar: Landabrugg ágerist ekki Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Við sjáum ekki aukningu á neyslu landa,“ segir Helgi Gunnarsson lög- reglumaður í Hafnarfirði sem fer með mál unglinga með landa. Þeir náðust í gær með 23 lítra af landa í Sandgerði og fyrr í vikunni lagði lögreglan í Hafnarfirði hald á 500 lítra af áfengi í framleiðslu og 100 lítra af fullframleiddum landa. Að sögn Helga er markaðurinn nær ein- göngu unglingar og ungmenni þó að þeir finni af og til slíkt brugg í fíkniefnagrenum. „Þetta er að sjálfsögðu áhyggju- efni,“ segir Helgi en bætir við að það sé enginn vísir af því að ástandið sé að verða jafnslæmt og það var Miklir peningar á mílli handanna ) á unglíngum Mikið af landabruggi hefur fundist Lögreglan í Hafnarfiröi og Keflavík hafa lagt hald á 630 lítra af brugguðum landa á einni viku. fyrir nokkrum árum en þá var heil- mikið um landasölu. Lögreglunni í Hafnarfirði tókst þó greiðlega að uppræta það ástand. Ástæðan fyrir því að sögn Helga mun vera minni Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi í Hafnarfirði eftirspurn. Geir Bjarnason forvarnafulltrúi í Hafnarfirði og tekur í sama streng og Helgi. „Krakkarnir eru meira að drekka bjór og ávaxtavín.“ Hann segir unglingar hafa meira fé á milli handa en áður og því fylgir að þeir kaupi frekar bjórinn heldur en að versla brugg. Hann segir að upplýs- ingastreymi á milli félagsmiðstöðva í Hafnarfirði og lögreglu sé mjög gott því gangi forvarnastarf vel. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.