blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 23
blaðið LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 23 Opinn fyrirlestur Á mánudag kl 17 heldur Katrín Pétursdóttir vöruhönnuður opinn fyrirlestur í LHI Skipholti, stofu 113. Síðast liðinn áratug hefur Katrín þróað myndmál, en í því birtist áhugi hennar á fígúrum, teiknimyndum, náttúrunni, formfræði og fantasíu. Verkefnið lýsir fjölbreytileika sjónlista. Það fjallar um tengslin og mörkin milli hönnunar, íþrótta, tísku og lista Sion sivmsæll i Sjón hefur getið sér gott orð vlða um lönd fyrir bækur sínar og virð ist ekkert lát vera þar á en í vikunni var samið við breskt forlag um útgáfurétt á Skugga-Baldri. Argóarflísin hefur einnig nýlega verið seld til Noregs og Finnlands þannig að sigurgangan heldur áfram. Á fóninn Allir þekkja þessa töfrandi tóna. Tíma- mótaverk sem klikkar aldrei. Miles Davis sendi frá sér plöt- una, Kind of Blue árið 1959 og hún hefur svo sannarlega elst vel. Ljúfsár andblær Kanadíski píanóleikar- inn Angela Hewitt er ný- flogin héðan af landi brott en hún hélt tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi I vikunni við mikinn fögnuð. Hún þykir hafa einstakt lag á hljómborðsverkum Bach og hefur hún nú nýlega lokið við að hljóðrita þau öll. Goldberg- tilbrigðin eru tilvalin til hlustunar á haustdögum. Töfrandi barokk Ást fyrir alla Allir þekkja John Coltr- ane að góðu einu. Platan A Love Supr- eme kom út 1964 en getur svo sannarlega enn fengið hárin til að rísa á harð- svíruðustu sálum. Yndisleg plata sem tónar vel við fallandi lauf og rauðvínsglas. Endalok Aðdáendur sovéskra kvikmynda ættu að gera sér ferð í MlR salinn, Hverfisgötu 105, á morgun en þá verður sýnt meistarastykki Vse- volds Púdovkín, Endalok Sankti Pétursborgar, frá árinu 1927. I byltingunni gerðist Púdovkín einn af stofnendum starfshóps Lévs Kúleshovs við kvikmyndaskóla Sankti Pétursborgar ríkisins og lék í nokkrum mynda hans um miðjan þriðja áratug ald- arinnar. Árið 1925 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd og á næstu árum gerði hann sínar þekktustu myndir. Höfundareinkenni Púdvkín þykja koma einstaklega vel fram í Endalokum Sankti Pétursborgar en í myndinni segir af sveitapilti sem heldurtil Pétursborg í leit að vinnu. Pilturinn lendir í hringiðu sögunnar og fylgist með áhlaupi bolshevika á Vetrarhöllina. Nafn Púdovkín er oft nefnt um leið og nafn Eisen- steins en báðir lögðu þeir mikið af mörkum til gullaldar þriðja áratugar- ins í kvikmyndum. Sýningin hefst kl 15 og er aðgangur ókeypis. Ljúffengt Gordon Bleu tilbúiö á 10 mínútum Listamannaspjall i Listasafni ASI Á morgun kl 15.00 er boðið upp á listamannaspjall í Listasafni ASÍ en þar mun Pétur örn Friðriksson fjalla um sýningu sína Halkíon. Á sýningunni eru ný og eldri verk; farartæki, fyrirbæramódel og landhermar. Elstu verkin eru 15 ára, og þau sem eru ný eru byggð á eldri verkum og sýn- ingum. Þessi endurvinnsla kemur til vegna eðli frásagnarinnar og ferðalagsins. Þetta er níunda einkasýning Péturs sem byggð er á sama grunni og hafa tengd verk verið á nokkrum samsýningum. Pétur örn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands 1990 og AKI, Akademie voor Kunst en Industrie 1994. Hann hefurtekið þátt í um það bil 100 sýningum af ýmsum gerðum. Undanfarin ár hefur hann verið helmingur Markmiðs sem sýnt hefur ellefu sinnum. EINFALT OG GOTT- NÝTTU TÍMANN VEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.