blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞÉR? Var myndin betri en bókin? „Ég er ekki dómbaer á það." Arnaldur Indriðason, rithöfundur Mýrin, kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, var frumsýnd í vikunni. ■ FriAtirinn minn Finnur friðinn á æskuslóðum HEYRST HEFUR... Tónlistarblaðamaðurinn góðkunni, David Fricke var i miklu stuði á tónleikum Mugison á Airwaves á fimmtu- dagskvöld. David er heimsþekktur fyrir störf sín fyrir tímaritið Rolling Stone og þekktur á Islandi fyrir dálæti sitt á hljómsveitinni Jakobínurínu. Oft mátti sjá hann taka andköf yfir snilld Mugi og fengu félagar hans oft að heyra góð orð um snillinginnn frá Isafirði. Mugi- son talaði um á tónleikunum að ef einhver ríkur útgáfujöfur væri á svæðinu mætti hann tala við sig, ljóst er að sá draumur ætti ekki að vera fjarlægur ef David Fricke var eins ánægður og hann virtist, en eins og fram hefur komið var Jakobínarina ekki lengi að landa samningi við Rough Trade-útgáfuna brésku eftir að falleg ummæli eftir Fricke birtust um þá á síðum Rolling Stone. A /T argir velta vöngum þessa IVidagana yfir því hver verði ráðinn í eftirsótta stöðu rektors Háskólans í Reykjavík og mikill spenningur er í háskólasamfé- laginu. En eins og kunnugt er hefur Guðfinna Bjarnadóttir rektor Háskólans í Reykjavík tekið sér launalaust leyfi á meðan að hún keppir í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Ráðningar- ferlið mun ekki hefjast fyrr en prófkjöri er lokið. Heyrst hefur innan háskólasamfé- lagsins sem utan að jafnvel komi til greina að ráða í embættið erlendis frá en það væri nýlunda. „Ég sæki hann annars vegar í nátt- úruna og hins vegar í samskiptum við manneskjur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur, aðspurð hvert hún sæki til að finna friðinn. „Guð býr í manneskjum og í náttúrunni og þess vegna löðumst við að hvoru tveggja.” Hildur Eir segist alltaf hafa haft þörf fyrir að vera innan um annað fólk og þörf fyrir að komast reglu- lega út í náttúruna. „Ég sæki mikið í Laufás við Eyjafjörð. Þar er ég fædd og uppalin og að mínu mati er það fallegasti staður í veröldinni. Ég fer einnig oft í Mývatnssveit, Vatnaskóg og Þingvelli þar sem er að finna feg- urð, kyrrð og heilagleika. Það besta sem ég veit er að fara á þessa staði með þeim sem mér þykir vænt um og næ þannig að sameina þetta tvennt.“ Að sögn Hildar Eirar verður fólk meira einmana í hraða þéttbýlisins og með aukinni þéttbýlismyndun. ,,Þess vegna höfum við sífellt meiri þörf fyrir samskiptum við annað fólk. Við höfum alltof mikil sam- skipti í gegnum tölvur og í gegnum síma. Við þurfum að hittast meira og vera í snertingu og návígi við fólk. Við megum ekki leyfa samskipt- unum að þróast yfir í einvörðungu tölvur og síma.“ Hildur Eir segist einnig leita og finna friðinn í helgihaldi kirkjunnar. „Enginn er yfir annan hafinn í samfé- lagi kirkjunnar og allir koma þangað á sömu forsendum. í dag byggist sam- félagið svo mikið upp á völdum og valdapíramída og það felst friður og afslöppun í því að vita að við erum öll saman á sömu forsendum.“ Landsmót æskulýðsfélaga þjóð- kirkjunnar fer fram í Vatnaskógi um helgina og er Hildur Eir einn móts- stjóra. „Þar koma saman fjórtan og fimmtán ára unglingar hvaðan- æva af landinu. Mótið er haldið á ári hverju þar sem við eyðum helgi saman. Um þrjú hundruð unglingar safnast þar saman og eiga innihalds- rík samskipti án nokkurra vímu- gjafa. Nokkrir einstaklingar koma og munu miðla af sinni lífsreynslu, svo sem Freyja Haraldsdóttir, en á dagskránni eru ýmiss konar fræðsla, leikir og skemmtun." Hildur Eir segir að á mótinu verði rætt við unglingana um al- vöru lífsgildi. „Spjallað verður við unglingana um að lifa við stríð og við frið og að lifa fullfrískur og fatlaður. Þá verður rætt við þá um samkynhneigð, að vera innflytjandi á íslandi og að frelsast úr fjötrum fíknar. Metþátttaka er og verður nóg að gera á mótinu. Þetta sýnir það að boðskapur Jesú Krists á alltaf erindi á öllum tímurn." atlii@bladid.net Hvað bar hæst í vikunni? Guðrún Helgadóttir, rithöfundur tli það séu ekki þessar tilgangslausu hvalveiðar og hlægilegu hlerunarmál. Svo vakti það óneitanlega athygli mína það sem fram kom í vikunni á ráðstefnu hér í bæ hvað strákar lesa lítið núorðið. Ég er ekki í nokkrum vafa um að íþróttafélögin eiga þar einhverja sök, þó að ágætt sé að börnin stundi íþróttir.£g hef slegið því fram hvort að ekki væri hægt að gera sátt við íþróttafélögin og koma til móts við bóklestur barna með því að ein íþróttastjarna minntist á það stöku sinnum að hún læsi bók öðru hverju. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður Eg varð mjög hlessa þegar ég las blöðin í vikunni að búið væri að gefa grænt ljós á hval- veiðar án nokkurs undanfara. Þetta var svolítil blaut tuska framan í mann, enda mætti skoða slík mál frá fleiri hliðum áður en græna ljósið er gefið. Hjá sjálfum mér báru áheyrn- arprufur X-Faktor í Reykjavík hæst. Við vorum sérstaklega ánægð með viðtökurnar og hve margir góðir söngvarar komu. Það er náttúrulega búið að kemba landið þrjú ár í röð af yngri krökkum, en í þennan þátt mætti eldra fólk sem sýndi það og sannaði að það er heill hellingur af óuppgötvuðu hæfi- leikafólki á landinu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi Að við skyldum hefja hval- veiðar með svo snöggum hætti og raun bar vitni vakti mesta athygli mína þessa vikuna. Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að fá að nýta þær auðlindir sem þeir hafa með skynsamlegum hætti. Það er náttúrulega augljóst mál að ekki eru allir sammála okkur og þessa stundina velti ég því fyrir mér hverjar afleiðing- arnar verða af þessum veiðum. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 1 4 6 3 5 5 2 9 3 8 3 7 4 9 3 7 6 8 3 4 4 8 6 9 2 9 5 4 8 2 7 6 4 2 7 8 6 9 5 3 1 8 3 5 1 7 4 9 2 6 9 6 1 2 5 3 7 4 8 5 7 9 3 8 2 1 6 4 6 1 2 7 4 S 3 8 9 3 4 8 6 9 1 2 5 7 7 5 3 4 1 8 6 9 2 1 9 4 5 2 6 8 7 3 2 8 6 9 3 7 4 1 5 eftir Jim Unger Hann Sæmundur hér er sko besti kennarinn okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.