blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI ÍSRAEL (E íranar koma í veg ffyrir lausn hermanns Sendiherra fsraela hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur ásakað (ransstjórn um að hafa borgað Hamas-samtök- unum í Palestínu til að tryggja að vígamenn á heima- stjórnarsvæðinu láti ekki israelskan hermann úr haldi. Gillerman færði þó engin rök fyrir ásökunum sínum. mmmuPr Gatið á ósonlaginu aldrei stærra Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórn- arinnar fullyrða að gatið á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hafi aldrei mælst stærra en í síðasta september. Ósonlagið kemur í veg fyrir að útfjólubláir geislar frá sólinni berist til jarðar. Útiloka kosningar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, útilokaði í gær að ríkisstjórnin myndi samþykkja að rjúfa þing og boða til kosninga. Forseti heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas, er sagður vilja fá nýja ríkisstjórn eða kosningar til þess að höggva á þann pólitíska hnút sem lamar stjórnkerfi heimastjórnarinnar. Sumarhúsið og garðurinn ^jí' ;■ ÍLBÚIÐ UAJDIR IVljór er mikils vísir dífeÍDiiSj ■ söfnunfræja, meðhöndlun Reyniraktun ‘ ÍO,,USlnU SJ Cróíurselning -10 góðráð F . T,,pi „ e..pv‘ - www.nt.is NýH blað ú næsta sölustað Áskriftarsími 586 8005 Fágætur drykkur: Forn flaska boðin upp Flaska af skosku vískíi, sem er hugsanlega sú ein sú elsta í heimi, verður boðinn upp hjá uppboðshúsinu Bonhams í London í lok næsta mánaðar. Talið er að flaskan seljist fyrir rúma milljón króna. Mjöðurinn var bruggaður í brugghúsi sem kennt var við Glenavon. Ekki er vitað um nákvæman aldur flöskunnar en vitað er að brugghúsinu var lok á sjötta áratug 19. aldar er hún því að minnsta kosti 147 ára gömul. Hún er nú í eigu írskrar konu sem segir að hún verið í eigu fjölskyldu sinnar í marga ættliði án þess að nokkrum hafi dottið í hug að drekka úr henni. Veldu Ford. Við staðgreiðum gamla bílinn þinn Þú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt** veljir þú bíl á góðu uppskerutilboði Brimborgar. Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvemig þú getur fengið þér nýjan Ford á uþpskeruverði. frdallnn brimborg wwvv.fordis Brimborg Reykjavfk; Bfldshðfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sfml 462 2700 Öruggur staOur tíl aO vera á | www.ford.is * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta veröi og búnaöi án tyrirvara 00 aö auki er kaupverð háð gengi. Bilasamningur breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta. Rekstrarleiga er miðuð við mánaðarlegar greiöslur 139 mánuði sem eru framlelðanda og Brimoorgar er innlfalio I lei I leigugreiðslu og allt að 60.000 km akstur á timabilinu. ** Staðgreitt 45 dðgum ettir athendingu nýjá bílsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. itlerli Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net íslensk stjórnvöld hafa eytt rúmum 200 milljónum á síðastliðnum sex árum í kynningu á málstað íslands í hvalveiðimálum og öðru tengt vísindaveiðum. Ekki er ólíklegt að heildarkostnaðurinn hækki um að minnsta kosti fimmtíu milljónir á þessu ári að sögn Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Formaður Náttúruvernd- arsamtaka íslands segir óbeinn kostnaður þjóðfélagsins í heild vegna hvalveiða skipta hundruðum milljóna til viðbótar. Mikilvægt að kynna sjónarmið Islendinga segir sjávarútvegsráðherra. Glatað fé „Mér finnst að þessum fjár- munum gæti hafa verið betur varið þá til dæmis í atvinnuuppbyggingu í sjávarplássum á íslandi,“ segir Kol- brún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Samkvæmt svari sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurnum hennar á Alþingi nam heildarkostnaður íslenskra stjórnvalda vegna vísinda- veiða og kynningar á málstað Is- lands í hvalveiðimálum tæpum 210 milljónum á árunum 2001 til 2005. Bara á síðasta ári nam kostnaðurinn 58,6 milljónum. Kolbrún segir ekki ólíklegt kostnaðurinn í ár verði svip- aður og í fyrra enda hafi ráðherra þegar lýst því yfir á þingi að gert verði átak í kynningarmálum vegna hvalveiða. Með hliðsjón af því gæti heildarkostnaðurinn verið kominn upp í rúmar 260 milljónir í lok þess árs. „Það er örugglega verið að bæta í kynningarmál núna ef eitthvað,“ segir Kolbrún. Arni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka íslands, segir að verið sé að kasta peningum á glæ. „Þessar milljónir sem hér um ræðir eru bara hluti af þeim fjármunum sem hefur verið kastað í þessa hval- veiðistefnu. Stefnu sem aldrei mun skila þjóðfélaginu neinu til baka.“ Árni bendir á að á þessu ári hafi heildarframlag stjórnvalda til nátt- úruverndarsamtaka hér á landi verið 10 milljónir sem þau hafi síðan skipt sin á milli. „Ef verndun náttúru hefði fengið aðra eins kynn- ingu þá værum við í betri málum í dag. Ég þori að fullyrða að þessi hvalveiðistefna hefur kostað okkar mörg hundruð milljónir til viðbótar í óbeinan kostnað vegna þess skaða sem hún hefur haft í för með sér.“ Mikilvæg kynning Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegsráðherra, segir eðlilegt að fjár- munir séu notaðir til kynningar á málstað íslendinga. Hann bendir á að ekki eingöngu sé verið að kynna málstað stjórnarinnar í hvala- málum. „Þetta er hluti af kynningu okkar á auðlindastefnunni almennt. Við þurfum að halda á lofti sjónar- miðum okkar um sjálfbæra nýtingu. Við lítum svo á að veiðar á hval séu hluti af slíkri nýtingu." Þá segir Einar augljóst að hefðu stjórnvöld ekki beitt sér fyrir þess- ari kynningu hefðu sjónarmið Islands orðið undir í umræðunni. „Ef við hefðum setið með hendur í skauti á meðan öflug samtök hefðu hamast gegn okkur og okkar sjónar- miðum þá værum við ekki í þeirri stöðu í dag að geta tekið ákvörðun af þessu tagi." Slökunarstólar í miklu úrvali Tilboðsverð aðeins kr. Vandaður slökunarstóll með leðuráklæði og skemli Litir: Beige, brún svart, rauðbrúnt h usqoqn Vandaður og afar þægilegur lúxus-slökunarsófi með leðri á slrtflötum og skemlum ásamt borði Tilboðsverð aðeins kr. Vandaður og afar þægilegur slökunarstóllmeö leöriá slitflötum og skemli Tilboðsverð aðeins kr. III www.valhusgogn.is Röltu um verslunina okkar i rólegheitum á netinu meö nýja 360° sýningarkerfinu okkar Ármúla 8 - 108 Reykjavík Opið kl. 10-18 Laugard. 11-16 Sími 581-2275 ■ 568-5375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.