blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 44

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 44
4 4 LAUGARDAGUR 21.OKTÓBER2006 blaðið /T helgin helqin@bla lgin@bladid.net Rússneskt diskó Rússneskt diskókvöld verður á Café Cultura í kvöld. DJ Sergey spilar endurútgáfur af sovéskri og nútima rússneskri tónlist. Rússneskar veitingar í boði. Menningardagur i kirkjum í Kjalarnesprófastsdæmi Frá rokki til sálmasöngs Það ætti engum að leiðast í kirkju á morgun, að minnsta kosti ekki í Kjal- arnesprófastsdæmi því að þar verður efnt til fjöl- breyttrar menningardagskrár í ein- um 19 kirkjum og einu íþróttahúsi. Bubbi Morthens, Rúnar Júliusson, Ellen Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Diddú eru í hópi fjöl- margra listamanna sem taka þátt í dagskránni. Kristín Þórunn Tómasdóttir hér- aðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi segir að þessi dagur hafi verið hald- inn síðastliðinn þrjú ár á Suðurnesj- um að frumkvæði Ferðamálaráðs Suðurnesja og kirknanna á svæð- inu. Hægt að fara á milli staða „Þar hefur verið boðið upp á hring- ferð og er dagskráin miðuð við að fólk geti byrjað í einni kirkju um morguninn og fikrað sig síðan á milli staða. Dagskráin hefur alltaf tekið mið af sögulegu og menningar- legu samhengi hvers staðar fyrir sig. Bubbi á trúarlegum nótum Bubbi Morthens sýnirá sérnýja hlið þegarhann flytur frumsamda sáima í Reynivalla- kirkju á morgun kl. 15:30. undirsvæði og hugmyndin er sú að innan hvers svæðis geti maður farið á milli og notið þess þannig. Síðan verður ein lokasamvera fyrir allt svæðið kl. 20 um kvöldið í Keflavík," segir Kristín. Bubbi syngursálma Dagskrá hvers svæðis fyrir sig má nálgast á vefsíðunni kjalarpr.is en meðal annars mun Rúnar Júlíusson rokka í Ytri-Njarðvíkurkirkju, Þór- unn Valdimarsdóttir les úr nýrri bók sinni um Matthías Jochumsson í Brautarholtskirkju, Diddú syngur lög við ljóð Nóbelskáldsins í Mos- fellskirkju og Bubbi Morthens flyt- ur frumsamda sálma í Reynivalla- kirkju. „Ég veit ekki hvort hann hyggist gefa þá út en það verður gaman að sjá hvort það verði grundvöllur fyr- ir því. Bubbi var mikið í Kjósinni sem barn og það er hans tenging við Reynivelli,“ segir Kristín en marg- ir listamannanna sem fram koma tengjast stöðunum á einhvern hátt auk þess sem tónlistarmenn úr hér- aði svo sem kórar og organistar taka virkan þátt í dagskránni. Diddú og Laxness Diddú syngur lög við texta Nóbelskáldsins í Mos- fellskirkju kl. 11:15. Á Hvalsnesi þar sem Hallgrímur Pétursson þjónaði kom til dæmis Meg- as í fyrra og flutti sína tónlist við Pass- íusálma Hallgríms og það var náttúr- lega troðfullt þar,“ segir Kristín. Að sögn Kristínar hefur dagskrá- in á Suðurnesjum alltaf verið vel sótt og í ár hafi verið ákveðið að reyna þetta í öllum kirkjum pró- fastsdæmisins sem nær frá Kjós út á Suðurnes. „Við skiptum svæðinu upp í þrjú EINU SINNI ENN EINLEIKUR EDDU BJÖRGVINSDÓTTUR ÞRIÐJA LEIKÁRIÐ I RÖÐ. 130 SÝNINGAR OG YFIR 20 ÞÚSUND GESTIR. AÐEINS FJÓRAR SÝNINGAR 26/10, 2/11, 9/11, 16/11 BORGARLEIKHÚSIÐ Asta R. áfram sæti Kosningamiðstöð Bankastræti 11 Sími 534 9498 arj@althingi.is www.althingi.is/arj Prófkjör 11. nóvember Kosningamiöstöð Ástu R. Jóhannesdóttur Bankastræti 11 verður opnuð í dag kl. 13. Skoppa og Skrítla skemmta börnunum. Ljóðalestur. Karlakór Reykjavíkur syngur. Veitingar - allir velkomnir! Hellar á Þingvöllum Fólki gefst tækifæri til að kynna sér undraheim hella á Þingvöllum á morgun. Hellaskoðun á Þingvöllum Ferðafélag íslands og Þjóðgarður- inn á Þingvöllum standa fyrir skoð- unarferð um hella í þjóðgarðinum á morgun sunnudag. Þátttaka er ókeypis og er mæting kl. 11 við Þjón- ustumiðstöðina. „Það eru 40-50 hellar á svæðinu og ég vel helli sem hentar hópnum," segir Björn Hróarsson fararstjóri. „Ef ég er með lítinn og harðsnúinn hóp vel ég einhvern skemmtilegan og spennandi helli og við verðum neðanjarðar í um fjóra tíma. Ef ég er með mjög stóran hóp og fólk af öllum gerðum og stærðum þá vel ég einhvern auðveldari og þá verðum við kannski neðanjarðar í einn til tvo tíma,“ segir Björn. Þátttakendur verða að taka með sér ljós sem dugar fjórar klukku- stundir auk þess sem gott er að hafa með ljós og rafhlöður til vara. Björn mælir einnig með því að fólk taki með sér hjálm þó að það sé ekki skil- yrði. „Síðan er mjög gott að vera í góð- um galla utan yfir sig, til dæmis bíla- viðgerðagalla, málningargalla eða einhverju sem má skitna og rifna,“ segir Björn og bætir við að fólk eigi ekki að mæta í fína og dýra Gore- Tex gallanum sínum. Börn eru sérlega velkomin enda segir Björn að þau eigi oft auðveld- ara með hellaferðir en fullorðnir. UM HELGINA Fjölskylduhátíð í Smáralind Efnt verður til fjölskylduhátíðar í Vetrargarðinum í Smáralind í dag kl. 13 í tilefni af Kanad- ískri menningar- hátíð í Kópavogi. Ronja Ræningja- dóttir, Björgvin Franz og fleiri koma fram. Serbnesk menning Stutt- og heimildarmyndir frá Balkanskaganum verða sýndar í Grófarhúsi í dag kl. 14 en sýn- ingin er liður í Serbneskum menn- ingardögum sem nú standa yfir. Á morgun kl. 14 verða sýndar á sama stað teiknimyndir eftir Ra- sto Ciric sem er einn þekktasti leikstjóri Serba. Mótorhjólakeppni Vélhjólaíþróttaklúbburinn stendur fyrir æfingakeppni á Langasandi á Akranesi í dag. Dagskráin hefst með prjón- keppni kl. 11 en strandaksturs- keppnin hefst kl. 12. Stæði verða fyrir þá sem vilja fylgjast með keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.