blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 blaöiö fr \ FRAMSOKNARFLOKKURINN Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi auglýsir eftir framboðum Hér með er auglýst eftir framboðum vegna vals á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2007. Valið verður í 6 efstu sæti listans á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 4. nóvember næstkomandi. Kosið verður um hvert sæti fýrir sig. Framboðum skal skila í tölvupósti til formanns kjörnefndar, haukur.ingibergsson@simnet.is, fýrir kl. 10:00 laugardaginn 28. október 2006. Frambjóðendur skulu gefa kost á sér í ákveðin sæti, eitt eða fleiri, þegar þeir tilkynna um framboð sitt. Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördami. V .... J Fagleg ræsting fyrirtækja er bæði betri og ódýrari Ertu tilbúin fyrir veturinn? Olpur og útigallar í miklu úrvali POLARN O. PYRET Kringlunni - sími 5681822 www.polarnopyret.se Hreinc Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, simi 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Illugi Jökulsson skrlíar um hlerunarmál Dugar ekki að „starta litlu stríði" Mínir góðu vinir í Sjálfstæðis- flokknum virðast því miður ætla að fara þá leið í hlerun- armálum sem bæði ég og aðrir höfum þó varað þá við. Þeir ætla sem sé að þumbast gegn því að málið verði sett í allsherjar rann- sókn á vegum Alþingis, segja það hreinasta óþarfa, gera litið úr málinu eftir mætti og flækja sig þeim mun betur í kóngulóarvefi fortíðarinnar. I stað þess að taka þátt í að hefja þá allsherjar hrein- gerningu sem hér á enn eftir að fara fram eftir kaldastríðið. Og líka á eftirhreytum þess sem virðast hafa verið töluverðar, ef marka má fullyrðingar um hler- anir löngu eftir fall kommúnism- ans fyrir austan. Meira að segja sú „smjörklipu- aðferð“ að „starta litlu stríði“ eins og Bandaríkjaforseti gerði í kvikmyndinni Wag the Dog þegar hann fór i ímyndað stríð við Albaníu, hún mun ekki duga Sjálfstæðisflokknum að þessu sinni. Ég á að sjálfsögðu við hval- veiðarnar sem virðist hafa verið ákveðið að byrja á nær undirbún- ingslaust. Og greinilega væri ætl- ast til að við fylltumst eldmóði og færum að veifa íslenskum fánum. En hvalveiðar eru einfaldlega ekki nógu sannfærandi mál- staður fyrir þjóðina að sameinast um, svo hún gleymi öllu öðru. Má okkur ekki vera hjartanlega sama um prívathagsmuni Krist- jáns Loftssonar? Aldrei hefur sá maður gert neitt fyrir mig. Hví skyldi ég þá vera viljugur til að leggja æru íslands að veði bara fyrir hann? Nei, eftir því sem hlerunar- málin verða flóknari og umfangs- meiri og einkennilegri, þeim mun nauðsynlegra verður að upphefja almennilega rannsókn á því frá upphafi til enda. Snýst ekki um að senda einhvern í fangelsi Eins og Árni Páll Árnason og fleiri hafa bent á, þá er áreiðan- lega ekki rétta leiðin að hefja sakamálarannsókn, þótt ég efist ekki um að fyrir Boga Nilssyni ríkissaksóknara vaki gott eitt. En þetta mál snýst bara ekki um hvort dæma eigi einhvern í fangelsi, heldur snýst það miklu frekar um að upplýsa ástand og andrúmsloft í samfélaginu, bæði fyrr og nú, og ekki síður að end- urvekja traust og trúnað - sem eru, eins og Pétur Gunnarsson blaðamaður bendir á á bloggsíðu sinni, „ekki bara einhver lög- fræðileg hugtök". Og hreinlegast hlýtur bara að vera að úkljá þessi mál almennilega og í eitt skipti fyrir öll. Ég er nefnilega smeykur um að málið verði bara enn óþægilegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir því sem lengra líður og hann muni þurfa að ganga til kosn- inga með stóra byrði á bakinu ef svona heldur áfram. Því hvet ég enn og aftur nýja valdamenn í flokknum til að taka ráðin af kaldastríðsmönnum og ganga í að upplýsa málin. Gallinn er náttúrlega sá að hér er nánast engin hefð fyrir því að Alþingi rannsaki mál sjálfstætt. Og talsmenn framkvæmdavalds- ins sjá alltaf alla meinbugi á því að Alþingi efli sjálfstæði sitt. Við gætum í þessu efni tekið okkur Bandaríkjamenn til fyrirmyndar þar sem drjúgur hluti af starfi þingmanna felst í setu í rann- sóknarnefndum sem oftar en ekki hreinsa ærlega til í banda- rísku samfélagi. Við þurfum á slíku að halda, og æskilegt væri ef rannsóknarnefndir þingsins yrðu jafn sjálfsagt mál og í Bandaríkjunum. Fleiri mál þarf að upplýsa Það þarf reyndar að upplýsa wrnmm Ég á að sjálfsögðu viö hval- veióarnar sem viróist hafa verið ákveöið að byrja á nœr undirbúningslaust. Og greirii- lega vceri œtlast til að við fylltumst eldmóði og fœrum aö veifa islenskum fánum. Ágúst Ólafur Ágústsson ,,/Weð þessu frumvarpi um rannsóknarnefndir Alþingis sýnist mér hann enn vera á réttrí leið. “ fleiri mikilvæg mál sem líka eru ekki bara „einhver lögfræðileg viðfangsefni“. Nefna má stuðn- ing ríkisstjórnarinnar við Iraks- stríðið, upphaf Baugsmálsins, framgöngu stjórnvalda gagnvart Falun Gong, ferli ákvarðana við Kárahnjúkavirkjun, og ótal margt fleira. Reyndar liggur víst frumvarp um rannsóknarnefndir nú þegar fyrir Alþingi, flutt af Ágústi 01- afi Ágústssyni. Svo maður hrósi nú einhvern tíma einhverjum, þá hefur sá ungi þingmaður flutt furðu mörg góð mál á þinginu (svo sem um afnám fyrningar í málum barnaníðinga, um heimilisofbeldi, verndun heimild- armanna fjölmiðla o.fl.) og með þessu frumvarpi um rannsókn- arnefndir Alþingis sýnist mér hann enn vera á réttri leið. Að sönnu eru því miður litlar líkur á að núverandi stjórnar- flokkar sýni héðan af lit á að efla rannsóknarhlutverkþingsins, en það stendur þá upp á stjórnarand- stöðuna að sameinast um þetta frumvarp Ágústs og heita því hátíðlega að gera það að lögum, komist þeir í ríkisstjórn. Ég hygg að fáar einstakar ráðstafanir yrðu áhrifaríkari til að bæta og opna íslenskt stjórnkerfi og samfélag. Kristján Loftsson „Hvískyldi ég vera fyrirhann?" til að leggja æru Islands að veði bara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.