blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 6
Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 Gróðrarstöðj ÞJOÐARATAK Vilja INNLENT betri vegi Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu skorar á yfirvöld samgöngu- mála að hefja þegar í stað undirbúning stórfelldrar uppbyggingar íslenska vegakerfisins. Stjórn SVÞ leggur til að stofnbrautakerfi lands- ins verði endurnýjað á 10 árum og segir í áskorun á heimasíðu samtak- anna að málið þoli enga bið, þörf sé á þjóðarátaki um betri vegi. kÓPAVOGUR Ibúðir fyrir geðfaltaða Kópavogsbær tók í gær formlega í notkun þjónustu- íbúðir í Hörðukór 2 í Kópavogi. Þar eru sjö íbúðir fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. Ibúðirnar eru leiguíbúðir og er hver ríflega 68 fermetrar, með tveimur herbergjum. Gjafavara, glervasar, kerti, skrautsandur og jólaskreytingaefni 6 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 blaöiö Átakanlegt banaslys í Kjósaskarði: Ölfus gaf út virkjunarleyfi fyrir Hellisheiðarvirkjun: Skipulagsstjóri bíður skýringa frá sveitarfélagi „Málið er í skoðun hjá okkur. Ný- verið funduðum við með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur og bæjar- stjórnarÖlfussþarsemviðóskuðum eftir greinargerð um stöðu fram- kvæmda á þessu svæði,“ segir Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, um framkvæmdir Orkuveitunnar á Skarðsmýrarfjalli og í Hverahlíð. f gærmorgun var óskað eftir fresti til að skila greinargerðinni. Sérfræðingur hjá Skipulag- stofnun hefur bent á að leyfið samræmist ekki skipulags- og byggingalögum þar sem breyting á aðalskipulagi hafi ekki verið stað- fest. Á meðan svo sé ástatt hafi bæj- arstjórnin ekki heimild til að veita framkvæmdaleyfi og sainkvæmt þvi eru framkvæmdir hafnar í leyfisleysi. Bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss hefur einnig staðfest að breytingar á aðalskipulagi liggi ekki fyrir en segist ósammála Skipulagsstofnun í málinu. Orkuveitan vísar á sveit- arfélagið og segja framkvæmdirnar byggjast á því leyfi sem þar fékkst. Virkjunarleyfi fyrir Hellisheiðar- virkjun liggur fyrir frá 2004 og til stækkunar frá 2006. Aðspurður seg- ist Stefán bíða eftir greinargerðinni til þess að fá allar upplýsingar um málið. „Ýmislegt bendir til þess að menn hafi farið eitthvað fram úr sér í þessu ferli. Hvernig málum er ná- kvæmlega háttað kemur vonandi í ljós á næstunni,“ segir Stefán. Virkjunailramkvæmdíi Orkuvniiu Raykjauikur á Hengtlavakjini Borað í trássi við löqir ■ löalevsa aA vnih. hk4A,hi,„A..,_.,. _ . . . ^ «»" LÖOleySaað V°‘,a bráöabir0öaleyfi n Samninourinn jaðrar við fcjj'n' á* Ortn'M. 1 Blaðið í gær. Búðin hættir, gerið góð kaup Gat ekki hringt eftir hjálp Allt á að seljast 50-10% afsláttur ■ Bað hann um að setja á sig belti ■ Sviptivindar og möl á veginum ■ Bæta þarf fjarskiptanetið á vegum landsins Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég var nýbúinn að segja við hann að setja á sig beltið og við vorum á mjög hægri ferð. Sviptivindarnir voru svo gríðarlegir að bíllinn rásaði í mölinni og endastakkst út af veginum,“ segir Fríða Dóra Jóhannsdóttir, ekkja, sem nýverið missti eiginmann sinn, Gunnlaug Axelsson, í átakanlegu bílslysi við Kjósaskarð. Mánudaginn sextánda október voru hjónin í aftakaveðri í Hval- firðin þegar vindsveipur feykti bílnum til með þeim afleiðingum að Gunnlaugur missti stjórn á bílnum í lausamöl. Ferðin endaði utan vegar þar sem hann kastaðist út úr bílnum. Fríða Dóra segist ekki hafa getað hringt eftir hjálp þar sem farsímasamband var lélegt. „Þetta var löng stund þar sem ég sat hjá manninum mínum án þess að geta náð í hjálp. Hann var án meðvitundar og lá undir bílnum,“ segir Fríða Dóra. þess að hringja eftir aðstoð neyðar- línunnar. „Þetta voru alveg yndis- legir krakkar sem komu þarna til hjálpar," segir Fríða Dóra. Ágúst segir fjarskiptaáætlun miða að því að bæta öryggi á vegunum með bættu fjarskiptaneti. „Netið hefur verið að þéttast en víða eru enn þá gloppur í símkerf- inu um landið. Að okkar mati er mikilvægt að bæta öryggið út á vegunum með bættu fjarskiptaneti enda skipta fyrstu mínúturnar höfuð máli i viðbrögðum eftir slys,“ segir Ágúst. Ómetanlegur stuðningur Fríða Dóra segir kraft náttúr- unnar vera mikinn og við aðstæður þegar slysið gerist hafi ekki verið hægt að ráða. „Gulli var varfærinn bílstjóri og vanur. Við vorum á leið til Ameríku daginn eftir í ferðalag,“ segir Fríða Dóra. „Börnin mín eru hjá mér núna og veita mér ómetan- legan stuðning. Samstaðan hér í Vestmannaeyjum er líka mikil og hlýhugur alls staðar.“ Mikilvægt að bæta öryggið út á 1reg- unum með bættu fjarskiptaneti Ágúst Mogensen Frkvstj. Rannsóknar- nefndar umferðarslysa Erfiðar aðstæður Ágúst Mogensen, framkvæmda- stjóri Rannsóknarnefndar umferð- arslysa, segir fyrstu niðurstöður rannsóknar benda til erfiðra að- stæðna á slysstað vegna sviptivinda og möl á veginum. „Fólki var varla stætt þarna í mestu hviðunum og útlit fyrir að þar sé að finna frumor- sökþess að misst er stjórn á bílnum,“ segir Ágúst. „Ég get ímyndað mér að aðstæður hafi verið mjög erf- iðar enda svæðið varasamt í miklu hvassviðri.“ Gloppótt kerfi Aðspurð segir Fríða Dóra að enskir ferðamenn hafi komið að slys- staðnum og hafi verið með búnað til Btllinn feyktist útaf „Gulli var varfærinn bílstjóri og vanur. Við vorum á leið til Am- eríku daginn eftir í ferðalag, “ segir Fríða Dóra sem missti manninn sinn á mánudag. MEISTARAVERK! wm t, V. . - Antony Beevor lýsir gffö' jj.f hér af nærfærni og list ■jf' I, gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og m' þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún _ hafði í för með sér. BOKAUTGAFAN HOLAR FALL BERLINAR 1945 - bók sem þú veröur að lesa! mennvuii alla þriðjudaga blaði #1 TOVOTIRES Bestu aekkin átta ár í röð! (átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbaröasala í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.