blaðið - 21.10.2006, Page 30

blaðið - 21.10.2006, Page 30
3 0 LAUGARDAGUR 21.OKTÓBER2006 blaðið Innbrot í dómsmála- g -g T'h n ÁRIÐ 1946 BRUTUST TVEIR MENN INN cl Ltl 1 %z V LIIJ í DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ SEM ÞÁ J VAR TIL HÚSA (STJÓRNARRÁÐINU C .o Q) t3 D OT3 -C <D co oz Tveir félagar sem hafa fallið undir skil- greininguna „góðkunningjar lögreglunnar' voru á kenderíi vorið 1946. Komið var laust fram yfir miðnætti og þeir voru á gangi í miðbæ Reykjavíkur. Þeir gengu í átt að Hverfisgötu og þegar þeir gengu fram hjá stjórnarráðshúsinu tók annar þeirra, Hauk- ur Jakobsson, upp á því að fara að húsinu. Hinn, Magnús Guðmundsson, elti. Þar sem þeir stóðu við bakdyr hússins sló Haukur í eina rúðuna með olnboga svo rúðan brotn- aði. Hann náði að teygja sig að smekklásn- um og opna hurðina. Þeir félagar höfðu ekki rætt um að brjótast inn. Ólæstur peningaskápur Haukur fór inn í stjórnarráðshúsið og gekk rólega upp á aðra hæð. Magnús fylgdi á eftir. Þeir komu að dyrunum að skrifstofu dóms- málaráðuneytisins. Haukur hikaði ekki; hafði uppi sömu aðferð og við bakdyrnar og komst inn á skrifstofuna. Þegar þeir voru komnir inn sáu þeir hvar stór peningaskápur stóð opinn. Starfsfólkinu hafði láðst að læsa honum þegar það fór heim til vinnu. Þeir litu í skápinn og sáu þar meðal annars læstan peningakassa. Þeir vissu eðlilega ekki hvað var í kassanum en Haukur taldi að þar væru peningar og það svo skipti þúsundum króna. Peningunum skipt Eftir að hafa tekið kassann úr skápnum flýttu þeir sér sem mest þeir máttu og stopp- uðu ekki fyrr en þeir voru komnir í bragga við Sundlaugaveg. Þar svaf félagi þeirra Stein- grímur Hannesson sem vaknaði þegar Hauk- ur og Magnús komu inn í braggann. Þeir tóku að spenna upp kassann. Steingrímur hjálpaði þeim við það. I kassanum voru nærri fimm þúsund krónur í peningum og auk þess ávís- anir og fleiri pappírar sem þeir tóku ekki úr kassanum. Kassann settu þeir svo í poka og fóru með hann og hentu í sjóinn. Þeir skiptu næst peningunum á milli sin en ekki jafnt. Steingrímur fékk minnst. Með nóga peninga tóku þeir til við að drekka. Þegar þeir loks voru handteknir áttu þeir samtals rúmar 500 krónur, öðru höfðu þeir eytt í drykkjuslark. Steingrímur benti lögreglu á hvar þeir höfðu kastað peninga- kassanum og fannst hann ásamt því sem eftir var af innihaldi hans. Dómurinn Dómsmálaráðuneytið gerði kröfu um að þremenningarnir endurgreiddu 4.406 krón- ur og var tekið tillit til þess í dómnum. Allir höfðu þeir félagarnir áður komist i kast við lögin. Haukur hafði ýmist verið kærður eða dæmdur fimmtíu og tvisvar á þrettán árum, oftast sökum ölvunar á almannafæri. Magnús hafði verið kærður eða dæmdur þrjátíu sinnum á fjórtán árum og Steingrímur tuttugu og fimm sinnum á sex árum. I aukarétti Reykjavíkur voru Haukur og Magnús dæmdir í tveggja ára fangelsi og Steingrímur í átján mánaða fangelsi. Hæsti- réttur staðfesti dóminn að því undanskildu að refsing Hauks var þyngd úr tveggja ára fangelsi i tveggja og hálfs árs fangelsi. Haukur fór inn í stjórnarráðshúsið og gekk rólega upp á aðra hæö. Magnús fylgdi á eftir. Þegar þeir voru komn- ir upp á aöra hæð komu þeir að dyrunum að skrifstofu dómsmálaráóuneytisins. p&utiax K1ÍOÉJ 3í kmmin! Alvöru DSLR vél - hlaöinn búnaöi. Vélin er meö nýrri Pentax hristivörn (SR), sem hristiver flöguna, þannig aö ekki þarf að kauga hristivörnina í hverri linsu. Auk SR kerfisins sem færir flöguna eldsnöggt til að vinna móti hreyfingu, þá er vélin meö hárnákvæman og leiftursnöggan, sjálvirkan 11 punkta SAFOX V7//fókus og sjálfvirka Ijósnæmisstillingu (16 hluta Ijósmæling). Vélin er meö marga auðnotanlega tökuhætti, 2,5 tommu (210.000 díla) skjá, bjartan Pentax spegil glugga með 0,85X stækkun ofl. ofl. K100D er fyrir bæöi venjulega, sem og reynslu meiri Ijósmyndara. Einstakt verö Pentax K100D meö Pentax DA 18-55mm linsu, á kr. 74.900! Pentax K100D meö Pentax DA 18-55mm og Pentax DA 50-200mm linsum á kr. 97.500! Nánari upplýsingar á www.ljosmyndavorur.is Skipholti 31, sími 568-0450 Ijosmyndavorur.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.