blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 51
blaðið
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 51 *
Étandi
gæsahúð
Á Airwaves í fyrra mætti segja
að hljómsveitin Jakobínarína hafi
staðið uppi sem sigurvegari. Hátíð-
in er auðvitað engin keppni, en ef
mark er tekið á fjölmiðlaathygli og
almannahylli voru unglingarnir frá
Hafnarfirði ótvíræðir sigurvegarar.
Á fimmtudaginn var það Lovísa,
Lay Low, sem kom sá og sigraði.
Hún tróð upp á Nasa og naut í fyrsta
skipti aðstoðar þriggja undirleik-
ara sem spiluðu á ýmis hljóðfæri,
til dæmis gítar, trommur, hristur,
banjó og hljóðgervla. Frammistaða
þeirra gaf tónleikunum stóraukna
vídd sem Lay Low ætti að nýta sér
oftar.
Frammistaða sjálfrar Lovísu er
efni í grein útaf fyrir sig. Eftir
tónleikana kæmi ekki á óvart
ef við hliðina á orðinu „ein-
læg“ í orðabók mætti sjá
mynd af henni. í dag er
sjaldgjæft að hlusta á tón-
listarmann þar sem ein-
lægnin skín úr hverju orði
og tónninn í röddinni fær
mann til að trúa litlu sög-
unum sem hún segir í hverju
lagi. Ég bjóst aldrei við að þurfa
að nota þessa setningu, en hún söng
sig inn í hug og hjörtu viðstaddra.
Áhorfendur fylgdu Lovísu eftir eins
og hundar og þegar hún
tók lagið „Wonder
Place“ án hjálpar ®
undirleikaranna
hélt ég að gæsa- ®
húðin ætlaði að
éta mig upp. @
Seinna um
kvöldið stigu A
Isfirðingarnir í
hljómsveitinni 0^,
Reykjavík! á svið t
með vindinn í bakið.
Ég hef oft séð sveitina á
tónleikum og ætíð skemmt
mér vel. En á fimmtudaginn var
greinilegt að Reykjavík! hafði tekið
vítamínin sín og drukkið
mikið af mjólk því
tónleikarnir voru
þeir bestu sem
ég hef séð með
sveitinni. Bóas,
söngvari sveit-
arinnar, vafði
áhorfendum
um fingur sér
og strengjaleik-
ararnir þrír héldu
ásamt trommaran-
um uppi heiðri rokksins
og létu öllum illum látum. Áður
en þeir renndu í síðasta lagið sitt,
sem var hið frá-
bæra „All Those
Beautiful Boys“,
kölluðu þeir upp
á svið þrjár þokka-
meyjar sem sýndu
frábær tilþrif í laginu
og fengu drengina í saln-
um til að öskra eins og smástelpur
- djúpraddaðar smástelpur.
The Whitest Boy Alive ollu mér
miklum vonbrigðum. Eins skemmti-
lega og tónlist þeirra hljómar á
plasti fannst mér þeir ekki komast
á flug áður en ég yfirgaf Gaukinn.
Love is All voru mjög góð og sýndu
enn einu sinni að Svíþjóð er, og mun
alltaf verða, eitt af fremstu tónlistar-
löndum heims. Söngkona sveitarinn-
ar fór á kostum en saxófónleikarinn
fær sérstakt hrós fyrir einstakt lag á
hljóðfærinu - sem gárungarnir telja
ansi vandmeðfarið.
atli@bladid.net
Málþing Heilaheilla verður laugardaginn 21 .október
frá kl. 09:00 til 16:00 í Súlnasal Hótel Sögu.
Allir velkomnir
9
Heilciheill
- HFRLL CR CKKI CNDIRINN
Skilgreinir einlægni
Lay Low kom sá og sigraði.
BaseCamp auglýsir,fyrir hönd Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, eftir
lögum til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007.
Þátttökueyðublað og reglur keppninnar er að finna á heimasíðu
Ríkisútvarpsins www.ruv.is/songvakeppnin og á heimasíðu
BaseCamp www.basecamp.is
Höfundar skili lögum til BaseCamp, Nethyl 2a, 110 Reykjavík,
eigi síðar en 16. nóvember 2006.
Nánari upplýsingar veittar hjá BaseCamp
í síma 5 610 610 eða í vefpósti info@basecamp.is
SJÓnvarpið H BaseCamp