blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 51

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 51
blaðið LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 51 * Étandi gæsahúð Á Airwaves í fyrra mætti segja að hljómsveitin Jakobínarína hafi staðið uppi sem sigurvegari. Hátíð- in er auðvitað engin keppni, en ef mark er tekið á fjölmiðlaathygli og almannahylli voru unglingarnir frá Hafnarfirði ótvíræðir sigurvegarar. Á fimmtudaginn var það Lovísa, Lay Low, sem kom sá og sigraði. Hún tróð upp á Nasa og naut í fyrsta skipti aðstoðar þriggja undirleik- ara sem spiluðu á ýmis hljóðfæri, til dæmis gítar, trommur, hristur, banjó og hljóðgervla. Frammistaða þeirra gaf tónleikunum stóraukna vídd sem Lay Low ætti að nýta sér oftar. Frammistaða sjálfrar Lovísu er efni í grein útaf fyrir sig. Eftir tónleikana kæmi ekki á óvart ef við hliðina á orðinu „ein- læg“ í orðabók mætti sjá mynd af henni. í dag er sjaldgjæft að hlusta á tón- listarmann þar sem ein- lægnin skín úr hverju orði og tónninn í röddinni fær mann til að trúa litlu sög- unum sem hún segir í hverju lagi. Ég bjóst aldrei við að þurfa að nota þessa setningu, en hún söng sig inn í hug og hjörtu viðstaddra. Áhorfendur fylgdu Lovísu eftir eins og hundar og þegar hún tók lagið „Wonder Place“ án hjálpar ® undirleikaranna hélt ég að gæsa- ® húðin ætlaði að éta mig upp. @ Seinna um kvöldið stigu A Isfirðingarnir í hljómsveitinni 0^, Reykjavík! á svið t með vindinn í bakið. Ég hef oft séð sveitina á tónleikum og ætíð skemmt mér vel. En á fimmtudaginn var greinilegt að Reykjavík! hafði tekið vítamínin sín og drukkið mikið af mjólk því tónleikarnir voru þeir bestu sem ég hef séð með sveitinni. Bóas, söngvari sveit- arinnar, vafði áhorfendum um fingur sér og strengjaleik- ararnir þrír héldu ásamt trommaran- um uppi heiðri rokksins og létu öllum illum látum. Áður en þeir renndu í síðasta lagið sitt, sem var hið frá- bæra „All Those Beautiful Boys“, kölluðu þeir upp á svið þrjár þokka- meyjar sem sýndu frábær tilþrif í laginu og fengu drengina í saln- um til að öskra eins og smástelpur - djúpraddaðar smástelpur. The Whitest Boy Alive ollu mér miklum vonbrigðum. Eins skemmti- lega og tónlist þeirra hljómar á plasti fannst mér þeir ekki komast á flug áður en ég yfirgaf Gaukinn. Love is All voru mjög góð og sýndu enn einu sinni að Svíþjóð er, og mun alltaf verða, eitt af fremstu tónlistar- löndum heims. Söngkona sveitarinn- ar fór á kostum en saxófónleikarinn fær sérstakt hrós fyrir einstakt lag á hljóðfærinu - sem gárungarnir telja ansi vandmeðfarið. atli@bladid.net Málþing Heilaheilla verður laugardaginn 21 .október frá kl. 09:00 til 16:00 í Súlnasal Hótel Sögu. Allir velkomnir 9 Heilciheill - HFRLL CR CKKI CNDIRINN Skilgreinir einlægni Lay Low kom sá og sigraði. BaseCamp auglýsir,fyrir hönd Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, eftir lögum til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007. Þátttökueyðublað og reglur keppninnar er að finna á heimasíðu Ríkisútvarpsins www.ruv.is/songvakeppnin og á heimasíðu BaseCamp www.basecamp.is Höfundar skili lögum til BaseCamp, Nethyl 2a, 110 Reykjavík, eigi síðar en 16. nóvember 2006. Nánari upplýsingar veittar hjá BaseCamp í síma 5 610 610 eða í vefpósti info@basecamp.is SJÓnvarpið H BaseCamp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.