blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21.OKTÓBER 2006 blaðið Venesúelamenn aðstoði öfgamenn (nýrri skýrslu fyrir Bandaríkjaþing stendur að hætta stafi að því að íslamskir öfgamenn fái aðstoð stjórn- valda í Venesúela. íbúar ríkja þar sem að hryðjuverka- samtök hafi mikil ítök hafi fengið skilríki sem þeir geti notað til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Mahdi-herinn nær borg á sitt vald Hinn svokallaði Mahdi-her sjítaklerksins Muqtada al-Sadr náði borginni Amarah á sitt vald í gær. Mahdi-herinn þykir mjög öflugur her en hann lýtur ekki oþinberu stjórnvaldi í (rak og er valdataka hans á borginni áfall fyrir ríkisstjórn Nouri al-Maliki. NORÐUR-KÓREA Ekki fleiri kjarnorkutilraunir Suðurkóreskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að Kim Jong-il, forseti Norður- Kóreu, hafi sagt við erindreka kínversku ríkisstjórnarinnar að stjórnvöld í Pjongjang hyggðust ekki gera frekari tilraunir með kjarnorkuvoþn. Óttast hefur verið að fleiri tilraunasprengingar væru í bígerð og hafa gervihnattamyndir bandarískra stjórnvalda meðal annars bent til þess. AKUREYRI ^ Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða eru að vinna við tölvu og vilja auka við þekkingu sína hraða og færni. Mikið lagt uppúr vinnusparandi aðgerðum í tölvu. • Windows skjalavarsla • Word • Excel •Internet • Outlook tölvupóstur og dagbók Kennsla hefst 24. október. Kennt er þriðju- daga og fimmtudaga. Morgunnámskeið kl. 9-12 og kvöldnámskeið kl. 18-21. Lengd 63 std. ye.rgLað.eing Jrr- 29.680.-* Fullt verð er kr. 39.900,- Þrjár kennslubækur innifaldar í verði. * Ef greitt er með KEA ávlsun (7.000 kr. afsl.) og til viöbótar ávlsunin sem er innleysanleg í banka upp á kr. 3.220,- (KEA kortiö gildir ekki). Ávísanirnar má nota upp I önnur námskeiö en þá er ekki sérstakur afsláttur. VAKTA VINNUFOLK Flest námskeið skólans geta hentað ykkur sérstaklega vel þar sem möguleiki er að skipta milli morgun- og kvöldtíma eftir vöktum án þess að missa úr á stærrí námskeiðum. TÖLVUSKÓLINN ÞEKKING FAXAFEN 10 108 REYKJAVlK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLIÖTSK.IS SÍMI: 544 2210 Tölvuskólinn þinn Sjö ára gömul stelpa: Stappaði stálinu í Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist vera djúpt snortinn vegna bréfs sem sjö ára gömul skosk stelpa sendi honum á dögunum. Stelpan, Kathleen Sandeman, skrifaði Blair og bað hann um að ekki láta undan þrýstingi and- stæðinga sinna sem leggja hann í einelti. Stúlkan var að vísa til þess að margir andstæðingar Blairs innan Verkamannaflokksins vilja að hann segi af sér embætti sem fyrst. í bréfinu segir stúlkan að henni hafi verið kennt að klaga þá sem leggja aðra í einelti og bauð hún forsætisráðherranum að láta kennslukonu sína vita um eineltið gegn honum Tony Blair lýsti því yfir í síð- asta mánuði að hann muni láta af störfum forsætisráðherra á næsta ári. SPRON Myntlán eru veitt til kaupa, framkvæmda eða endurfjármögnunar á (búðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. IJnnt er að taka fullt SPRON Myntlán eða blandað lán þar sem helmingur lánsins er myntlán og hinn helmingurinn í íslenskum krónum. Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200, í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is V_____________________________________________________________________________________________________J ^spron Gæti lán í erlendri mynt verið lausnin? Vígsla Hellisheiðarvirkjunar í dag: 1.500 í veislu Orkuveitunnar ■ Tímasetningin gagnrýnd ■ Fyrsti áfangi af fimm „Þetta mál snýst ekki um mig og mitt prófkjör og hæpið að fara fresta vígslu Hellilsheiðarvirkjunar vegna prófkjörsins sem ég tek þátt í,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur. Hellisheiðarvirkjun verður vígð formlega í dag og af því tilefni hefur verið boðað til allsherjar veislu. Um 1.500 manns munu hafa fengið boðskort. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmars- son, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavikur, að vígðar verði tvær vélar í dag og þetta sé fyrsti áfangi af fimm í opnun virkjunarinnar. „Formlega er verið að taka Hellis- heiðarvirkjun í notkun í dag. Þetta er hefðbundin athöfn þegar slík virkjun er vígð,“ segir Eiríkur. Pétur Blöndal, alþingismaður, setur spurningarmerki við tímasetn- ingu veislunnar í ljósi þess að Guð- laugur Þór sækist eftir sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. „ Þetta veltir upp nokkrum spurningum sem erfitt er að svara þar sem ég býð mig fram í 2. sætið eins og Guðlaugur Þór,“ segir Pétur. Dagur B. Eggertsson, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar, segir tíma- setninguna spaugilega í ljósi þess hversu duglegur Guðlaugur hafi verið gagnrýna Orkuveituna þegar hún laut stjórn R-listans. „Nú virð- ist hann hins vegar ganga lengst í að beita fyrirtækinu í þágu sinnar eigin prófkjörsbaráttu. Menn reyna að kreista alla dropa úr appelsínunum.“ Setur spurn- ingarmerki við timasetninguna Pétur H. Blöndal, alþinglsmaður Beltir fyrir- tækinu í þágu sinnar eigin prófkjörsbaráttu Dagur B. Eggertsson, borgarf ulltrúi „Snýst ekki um mig og mitt prófkjör." Guðlaugur Þór Þórðar- son, alþingismaður Guðlaugur vísar því alfarið á bug að tímasetning vígslunnar hafi eitthvað með prófkjör sitt að gera. Hann bendir á að upphaflega hafi hún átt að fara fram um síðustu mánaðamót en hafi verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. „Þetta er einn stærsti dagur í sögu Orkuveitunnar. Öllum starfs- mönnum er boðið sem og þeim sem hafa komið að þessu. Þetta snýst því ekkert um mig og mitt próf- kjör og ég hef ekkert komið nálægt undirbúningi vígslunnar," segir Guðlaugur. u 3LYFJA www.lyfja.is ■■fl • Lifið heil Bólusetning gegn inflúensu - engin biö Lyfja Lágmúla: alla daga kl. 15-20 Lyfja Smáralind: alla daga kl. 13-15 Lyfja Laugavegi: föstudaga kl. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.