blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 21.10.2006, Blaðsíða 37
blaðiö LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 37 * k þar er meira um kvikmyndir. Ég held að það sé ríkt í íslendingum að vilja ræða pólitík og því hefur verið hressandi og fræðandi fyrir okkur að vinna að þessu verkefni núna.“ Kröfuharður bransi Birna segir að verkefnið hafi opnað margar dyr fyrir þær systur. „Þetta er einstakt tækifæri, auglýs- ingin gekk mjög vel og hún var sam- þykkt strax en hún fór ekki í gegnum venjulegan feril eins og að testa hana á reynsluhópi,” segir Birna og bætir við. „Það var alls ekki sjálfgefið að fá að gera auglýsinguna með Clinton þó við höfðum verið að vinna aðrar auglýsingar í herferðinni og reyndar ekki sjálfgefið að við fáum að gera þá næstu. Það eru gerða miklar kröfur og þú verður að standa þig í hvert einasta sinn. Það verða margir að samþykkja allt sem þú gerir og oft erum við að vinna undir mikilli tímapressu." Daglegt líf í Hollywood Birna á þrettán ára dóttur sem býr með henni í Los Angeles. „Það er margt gott við að ala upp börn í L.A. Þau fá að vera börn lengur þar en hér,“ segir Birna. „Það eru þó ýmsar reglur sem maður þarf að setja sér þar sem borgin er stór og i henni leynast margar hættur. Ég veit til að mynda öllum stundum hvar dóttir mín er niðurkomin og hún fær ekki að fara neitt ein. Á móti kemur fær hún líka að kynnast frelsinu við að vera á ís- landi en hún dvelur hér á sumrin og í frium og mér finnst mikilvægt að hún kynnist því líka.“ Birna segir að glamorlífið í Hollywood trufli hana ekki mikið hún sé orðin vön því að rekast á stjörnur á hverju horni og kippir sér ekki mikið upp við það. Hvað varðar skemmtanalífið þá segir hún að þeir sem séu að vinna að alvöru hafi ekki mikinn tíma fyrir partýstand. Sjómannslíf á íslandi Birna og systur hennar vinna að heimildarmynd á Islandi og finnst það mjög skemmtilegt. „Það er mikið af áhugaverðum hlutum að gerast hér í listum almennt og framleiðslu á ýmsu efni eins og kvikmyndum og heimildarmyndum . Hér starfa margir færir og góðir listamenn sem gaman er að fýlgjast með.“ Fyrr í vetur unnu systurnar innslög um Rock Star: Supernova fyrir Kast- ljósið og Birna segir að það hafi verið mjög skemmtilegt að rækta aðeins tengslin við þjóðarsálina á þann hátt. Systurnar eru sem fyrr segir einnig að vinna að heimildarmynd um Suð- urlandið sem er fraktskip sem sökk á leið sinni til Rússlands á jólanótt 1986 og sex létust en fimm lifðu nán- ast fyrir kraftaverk. „Þetta er mjög dramantískur atburður og mikil og áhrifarík saga. Skipið sökk langt úti á hafi þannig að þyrla náði ekki til mannanna. Þeir voru lengi í sjónum og björgunarbáturinn var að fyll- ast af sjó þegar þeim var bjargað en þrír menn létust í björgunarbátnum. Við höfum verið að ræða við menn- ina sem lifðu slysið af. Við vildum gera mynd um íslenskt sjómannslíf, nánast allir Islendingar eru með sjó- mannslíf í blóðinu og þetta stendur okkur tslendingum nærri. Faðir okkar systra var í útgerð og einnig langafi og sfðan gengum við í mennta- skóla á Isafirði þar sem sjórinn og sjómannslífið er hluti af daglegu lífi bæjarins og okkur finnst þetta vera áhugavert efni í heimildarmynd.“ Boðskapurinn skiptir máli Það er margt á döfinni hjá systr- unum í Elf films, verkefnin bíða og spennandi tímar framundan og næsta verkefni þegar komið á fullt en það verður tekið um næstu helgi í New York. „Okkur systum finnst afskaplega gaman að vinna að aug- lýsingagerð. Þetta er skapandi og krefjandi vinna en jafnframt gefandi Mér finnst mest gefandi þegar boð- skapurinn sem við erum að setja út í þjóðfélagið er góður og við höfum gaman að því að taka að okkur verk- efni sem leiða gott af sér, eins og verk- efnið fyrir Prop87- Þá er tilganginum náð,“ segir Birna og bætir þvf við að hún viti ekki alveg hvernig þær geti toppað það að gera auglýsingu með Bill Clinton en við skulum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Góðtíð Z850.000 kr. Veldu Ford. Við staðgreiðum gamla bílinn þinn Þú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt" veljir þú bíl á góðu uppskerutilboði Brimborgar. Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvemig þú getur fengið þér nýjan Fond á uppskeruverði. fœkah~r~ vvvw- fonJis brimborg Öruggur staður tíl aO vera á Brimborg Reykjavfk: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is • Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta veröi og búnaði án lyrirvara og að auki er kaupverö háð gengi. Bllasamrargur er lán með 20% útborgun og mánaðarlegum greiðslum 184 mánuði og eru háðar breytingum á vðxtum og gengi erlendra mvnta. Rekstrarleiga er miðuð við mánaðarlegar greiðslur 139 mánuði sem eru háðar gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Smur- og þjónustueftirlit sanikvæmt fedi framleiðanda og Brimoorgar er innifalio f leigugreiðslu og allt að 60.000 km akstur á tfmabilinu." Staðgreitt 45 dögum eftir ataidingu nýja bilsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Bnmborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.