blaðið


blaðið - 24.10.2006, Qupperneq 18

blaðið - 24.10.2006, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 blaðið Launakjör þingmanna og ráðherra, allur pakkinn í Blaðinu þann 20. október var fjallað ítarlega um launakjör þing- manna. Oft er rætt um sjálftöku þing- manna þegar umræða um launakjör þeirra ber á góma. Þar er átt við að kjaradómur ákvarðar þingfararkaup en þingmenn hafa að auki æði oft með margskonar pukri og leynd rennt í gegnum þingið margskonar aukagreiðslum. Þær greiðslur sem koma fram í Blaðinu segja einungis hluta sögunnar, stór hluti kjara þessara kjörnu fulltrúa ráðast af sérstökum lífeyrisréttindum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa margoft bent á að í umræðum sínum um launakjör sleppi þingmenn ætíð að geta þeirra lífeyrisréttinda sem þeir hafa búið sér. Á vef SA í vor var birt ítarleg grein eftir aðstoðarframkvæmdastjóra SA, Hannes Sigurðsson hagfræðing, um hversu verðmæt þessi réttindi væru. Hér eru rifjuð upp nokkur helstu atriðin. Lffeyrir 70% af launum I lögum um eftirlaun forseta Is- lands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara segir að eftir- launahlutfall fyrrverandi ráðherra sé 6% fyrir hvert ár í embætti en þó aldrei meira en 70% af ráðherra- launum. Eftirlaunin fylgja ráðherra- launum eins og þau eru á hverjum tíma. Fyrrverandi forsætisráðherra á rétt á sama hlutfalli eftirlauna og for- seti íslands, sem er 60% af launum ef hann hefur setið í embætti í fjögur ár, 70% ef árin eru fjögur til átta en 80% ef árin eru fleiri en átta. Eftirlauna- hlutfall fyrrverandi alþingismanns er 3% fyrir hvert heilt ár þingsetu en verður aldrei hærra en 70% af þingfar- arkaupi. Eftirlaunin fylgja þingfarar- kaupi eins og það er á hverjum tíma. Fyrir hvert ár á þingi myndar þing- fararkaup eftirlaunarétt sem nemur 14 þúsund krónum á mánuði í ævi- langan, mánaðarlegan lífeyri sem hækkar í takt við þingfararkaupið, og hvert ár í embætti ráðherra skapar lífeyrisrétt sem nemur 61 þúsund krónum í ævilangan, mánaðarlegan lífeyri. Álög á þingfararkaup mynda einnig viðbótarlífeyrisrétt. Það þarf vart að taka það fram að þessi lífeyris- kjör myndast ekki með sjóðssöfnun, eins og gerist hjá flestum öðrum landsmönnum. Lífeyrisréttindin á almenna markaðnum, þar sem sjóðssöfnun og ávöxtun eigna ræður því hversu hár ellilífeyririnn getur orðið, eru mun lakari en þessi sérlög um lífeyrisréttindi kjörinna fulltrúa kveða á um. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna með árslaun sam- svarandi þingfararkaupi ávinnur sér helmingi minni lífeyrisrétt en þing- maðurinn, þ.e. sjö þúsund krónur í ævilangan, mánaðarlegan lífeyri og fjórðung miðað við ráðherrann. Þingmenn eru með 3-4 sinnum betri lífeyrisréttindi en aðrir Það tekur þingmann rúm 23 ár að komast í 70% hámark eftirlauna- hlutfallsins og ráðherrann tæp 12 ár. Sé miðað við að þingmaður hefji þingmennsku 41 árs þá nær hann hámarksrétti til lífeyris, 330 þús. kr. á mánuði, þegar hann verður 64 ára. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verzlunar- manna ávinnur sér rétt til 168 þús. kr. Hfeyris á sama tíma miðað við nýjar reglur um aldursháða ávinnslu. Miðað við jafna ávinnslu óháð aldri ávinnur sjóðsfélaginn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna sér 187 þús. kr. rétt til ævilangs, mánaðarlegs lífeyris. Ráðherra sem hefur störf í embætti 53 ára og starfar í þrjú kjörtímabil ávinnur sér lífeyrisrétt sem nemur 592 þús. kr. á mánuði ævilangt. Sjóðs- félagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, sem er jafngamall og með sömu laun, ávinnur sér ævilangan lífeyrisrétt sem nemur 56 þús. kr. á mánuði á sama tíma. Sé miðað við núverandi ævilíkur, sem eru tæp 84 ár hjá körlum sem ná 65 ára aldri, 1% kaupmáttaraukningu á ári, 3,5% ávöxtun eigna lífeyrissjóða og 3,5% vexti til núvirðingar lífeyris- greiðslna, þá má umreikna umfram lífeyriskjör þingmanna og ráðherra yfir í ígildi starfslokagreiðslu eða sem ígildi launauppbótar, þá kemur fram að umframlífeyriskjör þingmanna má leggja að jöfnu við 23-35% mánað- arlega launauppbót. Umframlíféyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85-102 m.kr. starfslokagreiðslu og 66-79% mánaðarlegrar launaupp- bótar samkvæmt ofangreindum for- sendum. Umframlífeyriskjör forsæt- isráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru enn meiri, þar sem þau eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu eða 122% launauppbótar. Þegar samið er um laun á almennum markaði er ætíð tekið mið af heildarlaunakostnaði fyr- tmannaí umræöu um Umrœðan Guðmundur Gunnarsson irtækjanna. Þegar þingmenn fjalla aftur á móti um sín launakjör fjalla þeir ætíð einungis um lágmarks- launataxta, þ.e.a.s. þingfararkaup tæpa hálfa milljón kr. f raun eru laun þingmanna um 1 millj. kr. á mán. að jafnaði og laun ráðherra liðlega 2 millj. kr. Ómakleg umfjöllun þingmanna um almennu lífeyrissjóðina Þingmenn hafa sett lög sem kveða á um að ef almennir lífeyrissjóðir eigi ekki fyrir skuldbindingum verði þeir að skerða réttindi. Almennir launa- menn hafa margoft bent á það sé ekki réttlátt að þingmenn og sumir opin- berir starfsmenn geti sótt vaxandi örorkubyrði sinna sjóða í ríkissjóð á meðan aðrir landsmenn verða að una þeim lögum sem þingmenn settu því að réttindi þeirra séu skert. I sumum lífeyrissjóðumerbúið að skerðalífeyri um ríflega 20% og ef ekkert verður að gert verður að skerða enn meir. Útgjöld lífeyrissjóða hafa aukist gífurlega vegna mikillar fjölgunar öryrkja og aukins langlífis. Örorku- tekjurnar hjá lífeyrissjóðunum eru afkomutengdar og eiga að tryggja að sjóðsfélaginn hafi sambærilegar tekjur og hann hafði fyrir örorkutapið, en ekki hærri tekjur. Einn hópur í al- mennum lífeyrissjóði getur ekki notið meiri réttinda en reglugerðir kveða á um, nema þá með því að taka það frá öðrum. I þeim umræðum sem hafa staðið yfir undanfarnar vikur snýst málið um að það er verið að taka um 400 - 500 millj. kr. frá ellilífeyr- isþegum og færa það yfir í örorkubæt- urnar. I þeim lífeyrissjóðum sem eru þingmönnum þóknanlegir væri þessi upphæð sótt í ríkissjóð. Mörgum of- bauð hræsni ákveðinna þingmanna þegar þessi mál voru tekin til um- ræðu á Alþingi nýverið. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands fslands Veldu Ford. Við staðgreiðum gamla bílinn þinn Þú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt" veljir þú bíl á góðu uppskerutilboði Brimborgar. Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. ý Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvernig þú getur fengið þér nýjan Ford á uppskeruverði. frJœnutx$*iv->' brimborg Öruggur stadur til aO vera á vwwvforórá Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg flkureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.lord.is * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til igi erlendra 'framleiðanda og Brimborgar er innitáliSri leigugreiðsluög allt að 60.000 km akstur á yrirvara 1 ð við 1 Bdasamningur er • greiðslur (39 mánuði sem ern háðar genai erlendra mynta og *ðxtum þeirra. Smur- 00 þjðnustueftirlit samfemt lerli timabilinu. ” Staögreitt 45 dögum ettir alnendingu nýja bllsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjatar Brimborgar. Rafgeymar ^ Dekkjaþjónusta www.bilko.is www.hasso.is Car-rental / Bílaleiga Vetrardekk - Heilsársdekk - nagladekk - loftbóludekk Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.