blaðið - 24.10.2006, Side 19

blaðið - 24.10.2006, Side 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 31 Krataávarpið Ég er hægrimaður þegar kemur að markaðnum en vinstrimaður þegar kemur að samfélaginu - ég er jafnaðarmaður. Frelsi á markaði skapar auð og auður er afl þeirra hluta sem gera skal. Kapítalismi er hins vegar ekki trúarbrögð eins og hann nánast er í Bandaríkjunum og nálgast að vera hér á landi. ísland hefur þokast hraðbyri í átt að þvi að verða fimmtugasta og fyrsta fylki Bandaríkjanna. Sam- félag þar sem auðhyggja er allsráð- andi og önnur gildi lítt í hávegum höfð. Þar er misskipting auðs með því mesta sem gerist í heiminum. Misskipting auðs hefur stóraukist í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar, svo mjög að við skipum þar forystu- sæti í Evrópu ásamt með Bretum. Sú hyldýpisgjá sem myndast hefur á milli ofurlaunaðra og þorra al- mennings er engu samfélagi holl til frambúðar. Ég vil taka þátt í að brúa þessa gjá og varðveita hið norræna velferðarsamfélag á íslandi. Ég vil ljúka því ætlunarverki gamla Alþýðuflokksins að setja skýrar leikreglur á markaði sem koma í veg fyrir að æðstu yfirmenn fyrirtækja geti skammtað sér ofur- laun í formi kaupréttar eða bónusa, til að koma í veg fyrir fákeppni, ein- okun og til að tryggja að fjölmiðlar, fjórða valdið, verði ekki í eigu ör- fárra auðmanna. Ég vil beita mér fyrir því að bæta kjör hinna verst settu í samfélaginu, svo sem öryrkja, aldraðra, einstæðra mæðra og annarra láglaunahópa. Það verður gert með úrbótum og ein- földun á almannatryggingakerfinu sem miða að því að afnema lífeyr- isskerðingar. Það verður gert með því að hækka skattleysismörk. Það verður gert með því að lækka skatt- byrði þessa hóps. Ég vilvinna aðbreytingu áskattkerf- inu er miði að því að skattbyrði hinna ofurlaunuðu aukist til muna. Menn auðgast af dugnaði eða heppni eða hvoru tveggja. En ekki má gleyma því að enginn verður auðugur í einrúmi. Samfélagið sem við búum í gerir íbú- unum kleift að auðgast. Hinum auð- ugu ber því réttmæt skylda til að láta meira af hendi rakna til samfélagsins og almennrar velferðar. Ég vil hvetja til nánara samstarfs við ríki Evrópu, á sviði efnahags- mála, stjórnmála og varnarmála. Ég vil þoka íslandi nær Evrópu og evrópskum gildum. Að mínu mati erum við Islendingar Evrópumenn, ekki Bandaríkjamenn. Ég vil segja upp varnarsamn- ingnum við Bandaríkin og byggja varnir landsins á samstarfi innan NATO og við þjóðir Evrópu. Ég vil taka þátt í því að fella nú- verandi ríkisstjórn sem hefur í valdatíð sinni rekið landið eins og hverja aðra sjoppu í einkaeign. Rík- isstjórn sem afhent hefur eignir þjóðarinnar á silfurfati fáeinum út- völdum samkvæmt helmingaskipta- reglu. Ríkisstjórn sem markvisst hefur fært Island í átt til auðhyggju frá samfélagshyggju, til að mynda með því að auka skattbyrði hinna lægstlaunuðu og minnka skattbyrði hinna ofurlaunuðu. Ríkisstjórn sem skilur ekki inntak hugtaksins sjálf- bær þróun, sem hefur kollvarpað efnahagslegum stöðugleika með ofuráherslu á erlendar fjárfestingar í áliðnaði án þess að gera lágmarks- kröfu um arðsemi orkusölu. Rík- isstjórn sem skilur ekki nauðsyn þess að varðveita þjóðareign á nátt- úruauðlindum. Ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir án samráðs við eigin flokksmenn eða Alþingi og atar hendur Islendinga blóði með blindum og glórulausum stuðningi við árás Bandaríkjanna og Breta á Irak og hefur þar með stofnað ör- yggi okkar fslendinga í mikla hættu. Eg vil viðreisn stjórnmála á ís- landi þannig að stjórnmálamenn ísland hefur þokasthrað- byri íáttað því að verða 51. fylki Bandaríkj- anna Umrœðan Glúmur Baldvinsson hafi styrk til að verja hagsmuni þorra almennings gegn æ valda- meiri auðklíkum. Hið pólitíska vald er tilkomið fyrir stuðning borgar- anna. Þess vegna þarf pólitíkin að mynda mótvægi við auðvaldið. Með því að auka reisn stjórn- málanna vil ég ennfremur gera pólitíkina skemmtilegri. Þar hefur verulega skort á undanfarinn ára- tug. Hannibal sagði eitt sinn: „Það má fyrirgefa stjórnmálamönnum margt, en leiðinlegir“. ekki það að vera Höfundur er alþjóðastjórnmálafræð- ingur og býður sig fram í 5. til 8. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar i Reykjavík ELDHÚSIÐ KOMIÐ HEIM OG SAMAN FYRIRJÓL! ... efgengið er frá pöntun íoktóber. ~ti FULLKOMIN LÖGUN OG LEIKNI 20% AFSLÁTTUR VEITTUR AF AEG HEIMILISTÆKJUM ÞEGAR KEYPTAR ERU INNRÉTTINGAR FRÁ HTH. ...... ■ , --- V..' ■ . i.'SglB ■^wsm . Glæsi eldhúsin fráHTHeru ekkieinsdýr ---- — ---------- og þau líta út fyrirað vera! - • Í'; /M é '.:SíS ...þú færð það aðeins betra! Ef þið leitið að eldhúsinnréttingu, inréttingu í baðherbergið eða fataskápum, sem sameinarfegurð og gegnheil gæði, ættuð þið að skoða HTH. Við bjóðum afar fgölbreytt úrval innréttinga í margvíslegum út- færslum, svo þið ættuð að finna hjá okkur vandaða innréttingu, sem hentar smekk ykkar og þörfum. Þið fáið mikið fyrir peningana, því innifalið í verðinu er ráðgjöf fagfólks við hönnun innréttingarinnar - allt eftir ykkar óskum. Það er okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur hina fjölbreyttu möguleika, sem felast í lausnum HTH. Lítið inn í glæsilegan sýningarsal okkar í Lágmúla 8 og sjáið það allra ferskasta í hönnun eldhúsinnréttinga. Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 11-15. ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.