blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER2006 t 3(irrtntritnii A^cföt mitintíuidrtninn I 9íúticml>cr S: 585-5860 namsflokkar.hafnarfjordur.is 0%jfsláttut' Bunzlau, 20% afsláttur w. húsaodn. 30% afsláttúr kerti MEISTARAVERK! Antony Beevor lýsir I f hér af nærfærni og list j, gangi innrásarinnar í ' Þýskaland úr austri og ^ þeim mannlegu örlögum ."*■ og hörmungum sem hún hafði í för með sér. kSTitNY |l|;l BOKAUTGAí'AN HOL\R FALL BERLINAR 1945 - bók sem þú verður að lesa! !5Ao/ 90'° VEIÐIVÖRUR Á ÚTSÖLUMARKAÐI OKKAR, SÍÐUMÚLAU. KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP! ELLINGSEN OG UTIVIST&VEIÐI ÚTSÖLUMARKAÐUR Síðumúla 11, opið 10-19 fimmtudag og föstudag, 10-16 laugardag og sunnudag lcelandair verðlaunað lcelandair hlaut verðlaun (MARK sem markaðsfyrirtæki ársins 2006 í gær. Glitnir og Kaffitár voru einnig tilnefnd til verðlaunanna, en fyrirtækin voru sögð hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði á síðastliðnu ári sem hafi verið viðburðaríkt. Þá voru Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Björn og Dísa í World Class, valin markaðsmenn ársins 2006. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Nafnlaus bréf og kaldlyndar árásir ■ Blóðug barátta í Valhöll ■ Formaður stillir til friðar ■ Sóknarfæri fyrir konur Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net I kvöld liggja niðurstöður fyrir í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík en baráttan hefur að mati margra verið óvenju hörð í ár. Þrír frambjóðendur berjast um annað sætið og sex um það þriðja. Alls gefa nitján einstaklingar kost á sér í prófkjörinu en gera má ráð fyrir því að niu efstu sætin tryggi ör- uggt þingsæti. Stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla íslands telur ólíklegt að prófkjörið skaði flokkinn þrátt fyrir hörð átök. Vísar ásökunum á bug „Þetta hefur verið mjög harður slagur þó það hafi ekki farið mjög hátt,‘‘ segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræð- ingur og verkefnastjóri hjá Félagsvís- indastofnun. „Þó á yfirborðinu hafi farið vel á með frambjóðendum þá býr mikil harka þarna undir.“ Barátta Björns Bjarnasonar og Guð- laugs Þórs Þórðarsonar um annað sætið hefur fyrir margar sakir vakið mikla athygli enda fer þar ungur stjórn- málamaður gegn sitjandi ráðherra flokksins. Ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna í síðustu viku þar sem hugmyndum Björns um leyniþjónustu var hafnað leiddi til harðra orðaskipta. Töldu margir að með henni væri sam- bandið að ráðast beint gegn Birni og prófkjöri hans. Var talað um kald- lyndar árásir á dómsmálaráðherra sem væru runnar beint undan rifjum Geirs H. Haarde, formanns flokksins. Þetta leiddi til þess að haldinn var fundur í Valhöll siðastliðinn laugar- dag þar sem Geir visaði öllum ásök- unum á bug og taldi þær komnar frá andstæðingum flokksins. I síðustu viku barst svo kjördæmaráði Sjálf- stæðisflokksins nafnlaust bréf þar sem því var haldið fram að stuðnings- menn Guðlaugs hefðueiniraðgang að uppfærðum upplýsingum flokksfélaga Ekkert FRAMBJOÐENDUR I PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS í REYKJAVÍK 1. GeirH. Haarde 2. Björn BJarnason 2. Guðlaugur Þór Þórðarson 2- 3 Pétur Blöndal 3. Ásta Möller 3. Guðfinna Bjarnadóttir 3. Illugi Gunnarsson 3- 5 Birgir Ármannsson 3-5 Steinn Kárason 4. Dögg Pálsdóttir 4. Sigurður Kári Kristjánsson 5-7 SigríöurAndersen 6. Vernharð Guðnason 6. Kolbrún Baldursdóttir 6. Jóhann Páll Símonarson 7-8 Vilborg G. Hansen 8. Marvin (varsson 9. GrazynaMaría 9. Þorbergur Aðalsteinsson hafa verið hæft í þeim ásökunum að mati framkvæmda- stjóra flokksins sem lét kanna málið. Þá lenti Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri milli tveggja elda í vikunni þegar ræða sem hann hélt í tilefni af opnun kosningaskrifstofu Björns var birt sem stuðningsyfirlýsing í prófkjörsbæklingi þess síðastnefnda. Samkvæmt heimildum Blaðsins var það gert í óþökk Vil- hjálms sem daginn eftir stillti sér upp við hlið Guð- laugs í heilsíðuauglýsingu 7? honum til stuðnings. _ If Konur hagnast Barátta Björns og Guðlaugs hefur varpað skugga á aðra frambjóðendur í prófkjörinu sem þó hafa verið dug- legir að auglýsa sig og sinn málstað í fjölmiðlum. Aðeins Pétur Blöndal alþingis- maður sker sig úr að þessu leyti en hann hefur kosið að standa ekki í jafn mikilli auglýsingaherferð. Einar Mar segir það alls ekki gefið að framboð Péturs í 2. eða 3. sæti muni bíða skaða vegna þessa enda hafi hann i síðasta prófkjöri beitt sömu að- ferð með góðum árangri. Einar telur þó kvenkyns frambjóðendur í próf- kjörinu geta hagnast á þeirri hörðu baráttu sem stendur um ef-istu sætin. „ Það gæti myndast pláss fyrir konur í þriðja sætið. Það var mikil umræða um kvenmannsleysi á listum flokks- ins fyrir síðustu alþingiskosningar. Fyrir borgarstjórnarkosningar fóru kjósendur inn í prófkjör með það í huga að láta þetta ekki koma fyrir aftur. Það gæti virkað sterkt núna fyrir Ástu Möller, Guðfinnu Bjarna- dóttur og Dögg Pálsdóttur.“ Einar telur stöðu ungu þingmann- anna, Sigurðar Kára Kristjánssonar og Birgis Ármannssonar, sterka þó þeir fái ekki endilega það sæti sem þeir sækjast eftir. Hann segir þó nauð- synlegt fyrir flokkinn að konur komi vel út úr þessu prófkjöri og vísar til þess að sókn- arfæri flokksins virðist fyrst og fremst liggja i atkvæðum frá konum. Von á fyrstu tölum úr próf- kjörinu upp úr | klukkan sex í > ■ dag. Geir H. Haarde stillir til friöar Kenndi stjórnar- andstöðunni um árásir á dóms- málaráðherra um Ungu þingmenmrmr oruggir Sigurdur Kari Kristjánsson og Birgir Ármannsson komu báðir nýir inn á þing fyrir fjórum árum. ■ W *W Harður slagur um 2. sætið Varpar skugga á aðra frambjóðendur k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.